Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 15

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 15
F A X I 171 Þœttir úr starfi Félags Suðurnesjamanna í Reykjavík Talið frá viristrí, að framan: Þorbjörn Klemenzson, Friðrik K. Magnússon, Björn Benediktsson. Aftari röð: Jón Guðmundsson, Þorsteinn Bjarnason, Einar Jósefsson, Karl Vilhjálmsson. Félagið var stofnað 17. október 1943. Margt mætra kvenna og karla stóðu að stofnun félagsins. Á stofnfundinum voru skráðir 96 stofnendur. Nú munu vera um 300 skráðir meðlimir félagsins. Tilgangi félagsins er í lögum þess lýst með þessum orðum: „Að stuðla að og efla kynningu meðal allra Suðurnesjamanna. Vinna að aukinni kynningu við átthagana og íbúa þeirra, að varðveita frá gleymsku hvers konar minjar er varða athafnalíf og lifnaðarhætti héraðsbúa fyrr og nú, og styðja eftir megni öll þau mál, er héruðum þessum horfa til menningar". Fyrsta stjórn þess var þannig skipuð: Formaður: Egill Hallgrímsson, kennari, varaformaður: Ársæll Arnason, bókbands- meistari, ritari: Friðrik K. Magnússon, stórkaupm., gjaldkeri: Tryggvi Ofeigsson, útgerðarmaður og síra Jón Thorarensen, sóknarprestur. Tilvera og viðgangur Félags Suðurnesja- manna hefur fyrst og fremst byggzt á fórn- fúsu og óeigingjörnu sjálfboðastarfi félags- fólksins, svo og á félagsgjöldum þess, og á öðru fé sem safnað hefur verið til starf- seminnar. Stendur félagið í mikilli þakkar- skuld við alla þá, er stutt hafa starfsemi þess á ýmsan hátt. Árið 1946 var Friðrik K. Magnússon kosinn formaður félagsins, og hefur hann verið það í 12 ár samfleytt. Lengst af þeim tíma voru með honum í stjórninni þeir: Þorsteinn Bjarnason, kennari, varaform., Karl Vilhjálmsson, loftskeytamaður, ritari, Björn Benediktsson, forstjóri, gjaldkeri, Þorbjörn Klemensson, trésmíðameistari, Einar Jósefsson, forstjóri og Jón Guð- mundsson, skrifstofum. I seinni tið hefur Halldór Þórarinsson, innheimtum., leyst mikið starf af höndum í þágu félagsins sem gjaldkeri þess. Félagið hefur yfir vetrarmánuðina haldið uppi kynningar- og skemmtifundum fyrir félagsfólkið og gesti þess. Nýársfagnaðir, kútmagakvöld, þorrablót og lokadags- fagnaðir félagsins hafa átt vinsældum að fagna og verið fjölsótt. Ennfremur hefur félagið haldið fundi í byggðarlögunum á Suðurnesjum, til kynningar, skemmtunar og fjáröflunar. Þá má geta þess að félags- menn í Hafnarfirði hafa á hverjum vetri, á seinni árum, haldið þar syðra þorrablót, sem hafa verið mjög fjölsótt og hefu verið sérstaklega vandað til þeirra, og því orðið þeim til mikils sóma. Oldruðu fólki af Suðurnesjum hefur verið boðið í skemmti- ferð suður til átthaganna, og skemmti- ferðir hafa verið farnar suður með félags- fólk og austur um sveitir. Félagsmönnum var fljótt ljóst að stuðla þyrfti að ræktun á Suðurnesjum, og var lögð áherzla á að fá land þar syðra í þess- um tilgangi. Var talið æskilegt að félags- fólkið gæti haft lífrænt ræktunarstarf með höndum heima í átthögunum og þannig lagt sinn skerf til að efla þar gróður og vakið og aukið áhuga íbúanna þar syðra á ræktunarmálum. Var því leitað til land- eigendanna í Vogunum og fyrir skilning og velvilja þeirra fékk félagið allstór land- svæði hjá þeim til skógræktar suðaustur af Vogastapa. Var nú hafizt handa um að afla peninga til framkvæmdanna og voru meðal ananrs haldnar útiskemmtanir á sumrin suður í Vogum í þessu skyni og hlutaveltur haldnar hér í Reykjavík, og safnað fé á annan hátt. Tókst þetta svo vel að félagið gat ráðist í að koma upp vandaðri girðingu kringum landsvæðið, sem nefnt er Háibjalli, frá fornu fari. Vorið 1949 hóf svo félagið að gróður- setja trjáplöntur í hluta af svæðinu, og hefur haldið því starfi áfram á hverju vori síðan. Mun nú vera búið að gróður- setja yfir fjörutíu þúsund trjáplantna af ýmsum tegundum, en af þeim hefur Sitka- grenið vaxið bezt, munu hæstu trén vera orðin tveir til þrír metrar. Þess ber að geta, að Ingvar Gunnarsson, skógræktarfrömuður, Hafnarfirði, sem nú er nýlátinn, leiðbeindi dyggilega við að setja niður fyrstu trjáplönturnar í Háa- bjalla, og mun starfs hans ávallt minnst með þakklæti og virðingu. Þá má geta þess að síra Eiríkur Brynjólfsson, er þá var prestur á Utskálum kom með hóp af ungu fólki með sér úr Garði og Keflavík til aðstoðar við gróðursetningu fyrstu trjá- plantnanna. Konur og karlar af Vatns- leysuströnd og úr Keflavík, ungt og fullorðið, og víðar að af Suðurnesjum hefur af áhuga og velvildarhug til mál-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.