Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 17
F A X I 173 efnisins hjálpað til við gróðursetninguna, og skal öllum þeim, sem stutt hafa þetta ræktunarstarf f orði og verki tjáðar alúðar þakkir. Ekki má gleyma Siguringa Hjör- leifssyni, kennara, tónskáldi og listmálara, núverandi formanni Skógræktarfélags Suðurnesja, sem hefur sý’nt lofsverðan áhuga á gróðursetningarstarfinu í Háa- bjalla, og leyst þar af hendi mikið sjálf- boðastarf á hverju vori, á undanförnum árum. Hans starf hefur verið ómetanlegt og verður það seint fullþakkað. Þá má minnast þess að Félag Suður- nesjamanna kaus þá Friðrik K. Magnús- son, Ofeig Ófeigsson, lækni og Þorstein Bjarnason til að fara suður í Keflavík og stofna þar Skógræktarfélag Suðurnesja, til að hafa með höndum alhliða skóg- ræktarstarf á Suðurnesjum. Var þessu máli svo vel tekið þar syðra, að nú hafa verið stofnaðar skógræktardeildir í flestum byggðarlögunum, svo þetta þarfa ræktun- armál er nú komið á góðan rekspöl. Fyrsti formaður Skógræktarfélags Suðurnesja var Ofeigur læknir Öfeigsson, en liann hefur m. a. komið upp fögrum skógræktargarði við sumarbústað sinn á Þingvöllum, svo hann var kunnugur þessum ræktunarmál- um. En eins og áður er getið er Siguringi Hjörleifsson nú formaður Skógrækarfé- lags Suðurnesja, enda mikill áhugamaður um öll þau málefni. Næst skal minnzt á nokkur málefni önn- ur, sem Félag Suðurnesjamanna hefur látið sig varða og stutt að að kæmust í fram- kvæmd: A 120 ára afmælisdegi síra Odds heit. Gíslasonar, þann 8. apríl 1956, gaf félagið 10 þúsund krónur Slysavarnadeildinni Þor- björn í Grindavík til kaupa á stefnuvita Við afhendingu biblíunnar, sem getið er um í greinni, til prests og sóknarnefndar á Utskálum. Talið frá vinstri: Sigurbergur Þorleifsson, Friðrik K. Magnússon, sr. Guðm. Guðmundss., Þorlákur Benediktsson og Jón Eiríksson. við höfnina (Hópið) í Grindav. Síra Odd- ur var sóknarprestur í Grindavík um 20 ára skeið, og meðal annarra afreka þessa mikilhæfa manns er talið að hann hafi verið frumkvöðull slysavarna hér á landi, og þótti félaginu viðeigandi að heiðra minninug síra Odds á þennan hátt. Arið 1948 var stofnaður Líknar- og styrktarsjóður Félags Suðurnesja manna af fé því, sem gefið var af ætingjum og vin- um Stefáns Gunnarssonar, til minningar um hann, við útför hans, en hann lézt þ. 17. apríl 1948. Stefán rak skóverzlun hér í bænum um langt skeið, og naut mikilla vinsælda. Hann var fæddur á Suðurnesjum, að Litla- bæ á Vatnsleysuströnd, og var einn af stofnendum Félags Suðurnesjamanna, og vara-formaður þess er hann lézt, en Stefán hafði alltaf sýnt félaginu mikla ræktarsemi og velvild. Sjóðurinn var stofnaður að tilhlutan Bibb'an afhent presti og sóknarnefnd að Hvalsnesi. Frá vinstri: Þuríður Gísladóttir, Magnús Pálsson, Gísli Guðnrundsson, Friðrik K. Magnúss., sr. Guðmundur Guðmundsson, Gunnlaugur Jósefss., Ólafur Vilhjálmss. ekkju Stefáns, frú Sigríðar Benediktsdótt- ur og barna þeirra. Gerð hafa verið minningarspjöld um látna menn og þau seld til eflingar sjóðn- um. Tilgangur sjóðsins er, að styrkja mun- aðarlaus börn dáinna félagsmanna, ekkjur þeirra eða aðra þá, sem bágt eiga eða þurfandi eru innan félagsins eða á Suður- nesjum að áliti félagsstjórnarinnar. Ennfremur befur verið safnað fé í annan sjóð, sem heitir: Slysavarnasjóður Félags Suðurnesjamanna, sem styrkja á slysa- varnamál á Suðurnesjum, svo sem nafnið bendir til. Félagið hefur látið byrja á að taka myndir (filma) á Suðurnesjum, og mun halda því verki áfram. Sem vott þakklætis og ræktarsemi félags- manna, gaf félagið kirkjunum 7 á Suður- nesjum, skrautlegar og vandlega umbúnar biblíur á árinu 1957. Bókaútgáfa. A síðastliðnu ári kom út bákin „Frá Suðurnesjum“ á vegum Félags Suðurnesjamanna. Bókin er 384 bls. með allmörgum myndum og korti af fiskimið- um. Má telja efni hennar myndarlegt fram- lag til atvinnusögu Suðurnesja, sem fyrst og fremst hefur verið og er sjósókn frá verstöðvunum þar syðra, er á fyrri öldum var stunduð á opnum róðrarskipum. Þætt- irnir í bókinni ná yfir Grindavík, Hafnir og Miðnes, og mun ætlunin að gefa síðar út aðra bók, er nái yfir önnur byggðarlög á Suðurnesjum. Upphafið að því að þessi bók var gefin út, var það, að fyrrverandi form. Félags Suðurnesjamanna, Friðrik K. Magnússon, taldi að gömlu árabáta-fiski- miðin, sem notuð hafa verið við sjósókn frá Suðurnesjum um aldaraðir, mættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.