Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1961, Side 17

Faxi - 01.12.1961, Side 17
F A X I 173 efnisins hjálpað til við gróðursetninguna, og skal öllum þeim, sem stutt hafa þetta ræktunarstarf f orði og verki tjáðar alúðar þakkir. Ekki má gleyma Siguringa Hjör- leifssyni, kennara, tónskáldi og listmálara, núverandi formanni Skógræktarfélags Suðurnesja, sem hefur sý’nt lofsverðan áhuga á gróðursetningarstarfinu í Háa- bjalla, og leyst þar af hendi mikið sjálf- boðastarf á hverju vori, á undanförnum árum. Hans starf hefur verið ómetanlegt og verður það seint fullþakkað. Þá má minnast þess að Félag Suður- nesjamanna kaus þá Friðrik K. Magnús- son, Ofeig Ófeigsson, lækni og Þorstein Bjarnason til að fara suður í Keflavík og stofna þar Skógræktarfélag Suðurnesja, til að hafa með höndum alhliða skóg- ræktarstarf á Suðurnesjum. Var þessu máli svo vel tekið þar syðra, að nú hafa verið stofnaðar skógræktardeildir í flestum byggðarlögunum, svo þetta þarfa ræktun- armál er nú komið á góðan rekspöl. Fyrsti formaður Skógræktarfélags Suðurnesja var Ofeigur læknir Öfeigsson, en liann hefur m. a. komið upp fögrum skógræktargarði við sumarbústað sinn á Þingvöllum, svo hann var kunnugur þessum ræktunarmál- um. En eins og áður er getið er Siguringi Hjörleifsson nú formaður Skógrækarfé- lags Suðurnesja, enda mikill áhugamaður um öll þau málefni. Næst skal minnzt á nokkur málefni önn- ur, sem Félag Suðurnesjamanna hefur látið sig varða og stutt að að kæmust í fram- kvæmd: A 120 ára afmælisdegi síra Odds heit. Gíslasonar, þann 8. apríl 1956, gaf félagið 10 þúsund krónur Slysavarnadeildinni Þor- björn í Grindavík til kaupa á stefnuvita Við afhendingu biblíunnar, sem getið er um í greinni, til prests og sóknarnefndar á Utskálum. Talið frá vinstri: Sigurbergur Þorleifsson, Friðrik K. Magnússon, sr. Guðm. Guðmundss., Þorlákur Benediktsson og Jón Eiríksson. við höfnina (Hópið) í Grindav. Síra Odd- ur var sóknarprestur í Grindavík um 20 ára skeið, og meðal annarra afreka þessa mikilhæfa manns er talið að hann hafi verið frumkvöðull slysavarna hér á landi, og þótti félaginu viðeigandi að heiðra minninug síra Odds á þennan hátt. Arið 1948 var stofnaður Líknar- og styrktarsjóður Félags Suðurnesja manna af fé því, sem gefið var af ætingjum og vin- um Stefáns Gunnarssonar, til minningar um hann, við útför hans, en hann lézt þ. 17. apríl 1948. Stefán rak skóverzlun hér í bænum um langt skeið, og naut mikilla vinsælda. Hann var fæddur á Suðurnesjum, að Litla- bæ á Vatnsleysuströnd, og var einn af stofnendum Félags Suðurnesjamanna, og vara-formaður þess er hann lézt, en Stefán hafði alltaf sýnt félaginu mikla ræktarsemi og velvild. Sjóðurinn var stofnaður að tilhlutan Bibb'an afhent presti og sóknarnefnd að Hvalsnesi. Frá vinstri: Þuríður Gísladóttir, Magnús Pálsson, Gísli Guðnrundsson, Friðrik K. Magnúss., sr. Guðmundur Guðmundsson, Gunnlaugur Jósefss., Ólafur Vilhjálmss. ekkju Stefáns, frú Sigríðar Benediktsdótt- ur og barna þeirra. Gerð hafa verið minningarspjöld um látna menn og þau seld til eflingar sjóðn- um. Tilgangur sjóðsins er, að styrkja mun- aðarlaus börn dáinna félagsmanna, ekkjur þeirra eða aðra þá, sem bágt eiga eða þurfandi eru innan félagsins eða á Suður- nesjum að áliti félagsstjórnarinnar. Ennfremur befur verið safnað fé í annan sjóð, sem heitir: Slysavarnasjóður Félags Suðurnesjamanna, sem styrkja á slysa- varnamál á Suðurnesjum, svo sem nafnið bendir til. Félagið hefur látið byrja á að taka myndir (filma) á Suðurnesjum, og mun halda því verki áfram. Sem vott þakklætis og ræktarsemi félags- manna, gaf félagið kirkjunum 7 á Suður- nesjum, skrautlegar og vandlega umbúnar biblíur á árinu 1957. Bókaútgáfa. A síðastliðnu ári kom út bákin „Frá Suðurnesjum“ á vegum Félags Suðurnesjamanna. Bókin er 384 bls. með allmörgum myndum og korti af fiskimið- um. Má telja efni hennar myndarlegt fram- lag til atvinnusögu Suðurnesja, sem fyrst og fremst hefur verið og er sjósókn frá verstöðvunum þar syðra, er á fyrri öldum var stunduð á opnum róðrarskipum. Þætt- irnir í bókinni ná yfir Grindavík, Hafnir og Miðnes, og mun ætlunin að gefa síðar út aðra bók, er nái yfir önnur byggðarlög á Suðurnesjum. Upphafið að því að þessi bók var gefin út, var það, að fyrrverandi form. Félags Suðurnesjamanna, Friðrik K. Magnússon, taldi að gömlu árabáta-fiski- miðin, sem notuð hafa verið við sjósókn frá Suðurnesjum um aldaraðir, mættu

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.