Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 51

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 51
F A X I 207 „Kóít er á Engin hátíð er meiri fagnaðarhátíð en jólahátíðin. Hún er móðir allra annarra hátíða, því hún er haldin í minningu þess, sem er upphaf hins mikla gleðiboðskapar, — í minningu þess, að frelsari mannanna fæddist í heiminn. Á engri hátíð er eins mikið um dýrðir og á jólunum. Allir fagna komu jólanna, og allir kosta kapps um að hafa þá svo mikla viðhöfn og svo mikinn fögnuð, sem föng eru á. En eink- um eru það börnin, sem hlakka mjög til jólanna. „Kátt er á jólunum, — koma þau senn,“ segja börnin, þegar jólin nálgast. Löngu, löngu áður en jólin koma spyrja börnin hvort nú sé langt til jólanna, og ef illa liggur á þeim, þegar jólin eru í nánd, þarf oft eigi annað en kveða við þau þessa gömlu vísu: Það skal gefa börnum brauð, að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum. Væna flís af feitum sauð, er fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. Dagana fyrir jólin hafa allir nóg að starfa, að búa allt sem bezt undir hátíða- haldið. Þá er allur bærinn þveginn og öll húsgögn og allur fatnaður. I gamla daga var miklu minna fengizt við þvotta en nú á tímum. Það var eigi sjaldgæft ,að bær- inn var sjaldan eða aldrei þveginn, nema fyrir jólin, en þá þótti sjálfsagt að gjöra það. Sumir gamlir menn vildu aldrei láta þvo askinn sinn, nema fyrir jólin. Þeir trúðu því, að það spillti auðsæld þeirra, ef askurinn væri þveginn, — kölluðu þeir það, að „þvo af sér auðinn“. En ávallt létu þeir þvo askinn fyrir jólin, því það þótti óhæfa, að eta úr óþvegnum aski á svo dýrðlegri hátíð sem jólahátíðin er. Oft voru menn í sömu flíkinni allt árið, og létu aldrei þvo hana nema fyrir jólin, en það þótti ósæmilegt, að nokkur hlutur væri óþveginn á jólunum, — þá varð allt að vera hreint. Einu sinni var kerling, sem hafð gengið með sama faldinn á hverjum degi allt árið og aldrei þvegið hann. En þegar hún sauð hangikjötið til jólanna, tók hún sig til og jólunum^ þvoði faldinn upp úr hangikjötssoðinu, þurrkaði hann síðan og setti hann svo upp á jólunum. Þegar karlinn, bóndi hennar, sá hana með faldinn nýþveginn sagði hann: „Já, já! Mér þykir þú vera farin að halda þér til kelli mín! — Satt er það, einatt er munur að sjá það sem hreint er“. Nokkru fyrir jólin eru jólakertin steypt. A Þorláksmessu er soðið hangikjötið til jólanna. Þá er góður og gamall siður í sveitinni, að gera ósköpin öll af lumm- um fyrir jólin. Það er og gamall siður, að skera hind á aðfangadaginn, til þess að fólkið skuli fá nýtt kjöt á jólanóttina. Er venjulega valin til þess feit og fönguleg ær, og kölluð „jólaærin“. Einkum eru allir mjög önnum kafnir sjálfan aðfangadaginn. Allt þarf að vera undirbúið áður en hátíðin kemur. Fyrir dagsetur verða allir að hafa þvegið sér og kembt hár sitt. Þá verða og allir að hafa klæðzt sínum bezta búningi. Þegar rökkva tekur, fara klukkurnar að hljóma við hverja kirkju, og kalla til aftansöngs, — kalla, að allir komi í hús drottins til þess að heyra hinn himneska jólaboðskap um „frið á jörðu og velþóknun yfir mönn- unum“. Hafa þá allir ærinn að starfa, því nú er þess skammt að bíða, að dagurinn renni undir og hin helga nótt birtist í allri sinni dýrð. Við þessa síðustu undirbúningsstund á hin forna vísa: „Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýðum. Lýðurinn tendri ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum“. Og svo koma jólin. „Gleðileg jól!, gleði- lega hátíð,“ hljómar þá á hvers manns vör- um. Og þá er fagurt um að litast í híbýl- um mannanna. Allt er sópað og prýtt, allir eru prúðbúnir. Allt er bjart, því alls staðar loga hátíðaljósin. Það var siður í gamla daga, að alls staðar voru sett ljós í hvern afkima um allan bæinn, svo hvergi skyldi bera skugga á. Þessi ljós voru látin brenna alla nóttna. Það hefir tíðkazt til skamms tíma, að láta ljós lifa í baðstofunni alla jólanóttina og það er enda siður enn í sumum sveitum. Eftr að ljósin eru kveikt og allt hefir fengið þann hátíðasvip, sem kostur er á, þá er lesinn húslestur. Eftir lesturinn er drukkið sætt kaffi með lummum. Síðan gefur húsmóðirin hverjum manni á heirn- ilinu kerti, það heita „jólakerti“. Þá er mikið um dýrðir hjá börnúnum, þegar þau ganga um gólfið í hátíðabúningnum með jólakertin í höndunum, og eru ýmist að slökkva á þeim eða kveikja á þeim aftur. Þegar á kvöldið líður, er matur borinn fram, er það venjulega súpa með nýju kjöti. Aðal-jólamaturinn er venjulega eigi skammtaður fyrr en á jóladagsmorguninn, en það er hangkjöt-, brauð og flot og alls konar sælgæti. Var það venja, og er sums staðar enn, að hver maður fengi þá svo ríf- legan skammt, að honum entist hann með öðrum mat fram yfir nýjár. Þessi skammt- ur heitir „jólarefur“. Þótt mikil glaðværð sé um jólin, og spil og ýmiss konar leikir hafi þá mjög tíðkazt, hefir það ávallt þótt ósæmilegt, að hafa mikinn gáska og glaðværð á sjálfa jóla- nóttina. Þá er sém einhver ólýsanleg og óendanleg helgi hafi gangtekið allt. Jóla- nóttin er því stundum kölluð „nóttin helga", svo sem hún ein sé heilög framar öllum öðrum helgum nóttum. Um mið- nætti er helgin mest, því þá ætluðu menn, að frelsarinn væri fæddur. Eftir almennri trú verða ótal tákn og stórmerki í það mund, sem frelsari mannanna fæddist. Það er sem öll náttúran fái nýtt líf. Þá fá mál- laus dýrin mál og jafnvel hinir dauðu rísa úr gröfunum. Það er sem allt losni úr fjötr- um og allt verði lifandi, fagni og gleðjist. A einu augnabliki breytist þá allt vatn í vín. I öðrum löndum er það víða almenn trú, að ýmis dýr fái mál á jólanóttina, en hér á landi er sú trú almennust um kýrn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.