Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 47

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 47
F A X I 203 1888. Er gift Magnúsi Magnússyni vkm. í Reykjavík, Sörlaskjóli 32, eiga mörg börn. 2. Einar GuSmundsson f. 2. febr. 1891, dó af voðaskoti 12. febr. 1907. 3. Stefanía Guðlaug f. 11. apríl 1900. Giftist Friðfinni Gíslasyni verkstjóra, Ný- lendugötu 16, d. 13. júní 1959, eiga fjögur börn. Fósturbörn Þórunnar og Guðmundar voru fjögur: 1. Jónína Pálsdóttir, bróðurdóttir Guð- mundar. Atti Kristin Jónsson trsm. bróður Björns skipstjóra frá Ánanaustum. 2. Þórunn Ingibjörg Pálsdóttir, bróður- dóttir Þórunnar, f. 25. ágúst 1897 í Hvhr. m. Bjarni Nikulásson vélstjóri, Bræðra- borgarstíg 21C. 3. Gunnar Bjargmundarson, frændi beggja hjónanna, sjá Árnætt. bls. 146. Hann kom á 1. ári f fóstur að Hvassahr., en þá andaðist Anna Guðrún móðir hans. Vélstj. í Rvík. 4. Halldóra Sigríður Pálsdóttir, alsystir Þórunnar Ingibjargar. Hún kom nýfædd í fóstur rétt eftir aldamótin, en þá andað- ist Guðbjörg móðir hennar. Halldóra litla dó hátt á öðru ári. Ens og sjá má á þessari upptalningu, hafa þau hjón ekki legið á liði sfnu, þegar válegir atburðir gerðust í fjölskyldu þeirra. En gagnkvæm ást og eindrægni ríkti á milli barnanna og foreldra. Þá var eldri kynslóðin ekki afskipt á heimilinu, þar voru alltaf þrír ættliðir og um nokkurt skeið voru ættliðirnir fjórir, meðan Anna Jónsdóttir, amma Þórunnar, lifði, en hún andaðist 22. nóv. 1896. Um miðjan október 1908 voru opnaðar sex landssímastöðvar á nýrri símalínu er lögð hafði verið frá Hafnarfirði suður með sjó til Gerða í Garði. Stöðvarnar voru: Hvassahraun, Auðnar, Hábær í Vogum, Keflavík, Litli-Hólmur í Leiru og Gerðar. Það féll í minn hlut að vinna við Keflavíkurstöðina. Kynntist ég því vel fólki á stöðvunum og varð þetta líkast stóru heimili, einkum fyrst í stað meðan lítið var að gera, og það var tekið þátt í önn og ys dagsins, gleði og sorg, öllu smáu og stóru, sem gerðist á hverju heimili. Við vissum, að húsbóndinn í Hvassa- hrauni lá á spítala í Reykjavík og við vor- um kvíðin. Nógur var sá ógnar harmur, sem yfir þetta heimili hafði dunið, er efnilegum einkasyni var á burtu kippt. Þessi uggur varð að veruleika. Húsbónd- inn kom heim, helsjúkur, rétt til þess að eiga síðustu dagana heima. Guðmundur bóndi andaðist 10. des. 1910. Þórunn tók þessum harmi með hetju- dug. Hún hélt áfram búi með börnunum, móður sinni og Margréti Matthíasdóttur, er lengi hafði verið í Hvassahrauni, góð kona og fyrirtaks dyggðahjú. Vorið 1914, er yngstu börnin fermdust, seldi Þórunn jörð og bú og flutti til Reykjavíkur með hópinn sinn, ásamt Ingibjörgu móður sinni og Margréti. Var þá lokið búsetu þeirra fimm ættliða í Hvassahrauni. Ekki mun Þórunn hafa verið rík af veraldarauði, er hún hætti búskap og greiðasölu, því sú fyrirgreiðsla við ferða- fólk, sem var þar í té látin, mun aldrei hafa verið nein tekjulind, engum var gert að skyldu að greiða fyrir sig, og margir voru svo snauðir, að þeir áttu ekki eyri til, og aldrei fengu þau hjón neinn opin- beran styrk til þess að halda uppi greiða- sölunni. Frú Þórunn andaðist í Reykja- vík hjá Stefaníu dóttur sinni 8. febr. 1942. Hafði hún þjáðst af hjartabilun hin síð- ustu ár. (Morgunbl. 2. júní 1939). Enn þá má sjá gamla veginn um Hraunin, bæði í Kapelluhrauninu og víðar. Er hann nú orðinn gróinn, en furðu glöggur. Gvendarbrunnur var í hrauninu, við veginn milli Hvassahrauns og Þor- bjarnarstaða. Var það skál eða hola í hraunklöpp, en vatn sitraði í skálina, svo að alltaf var dreitill í skálinni, sem aldrei þornaði alveg. En þreytt og þyrst ferða- fólki, sem um veginn fór, kraup niður við skálina, signdi sig og drakk svo, ýmist úr lófa sínum, eða að það lagðist alveg niður að vatnsfletinum. Væri vel ef gamla veginum ásamt Kap- ellunni í Hrauninu og þessum Gvendar- brunni væri þyrmt, þegar nýr vegur verð- ur lagður um Hraunin, sem þegar er byrjað á. / U tgerðarmenn! Verðum byrgir af uppsettri línu og ábót, línubelgjum, baujjum og bólfærum. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn- og skipadeild — Sími 1505 / U tgerðarmenn! ALGER NÝJUNG Höfum fengið frá Þýzkalandi línubala úr plasti. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Jám- og skipadeild — Sími 1505 U tgerðarmenn! Höfum fyrirliggjandi Hörpu og Rex skipamálningu. Einnig lestabrons og lestalökk. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA Járn- og skipadeild — Sími 1505
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.