Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 19

Faxi - 01.12.1961, Blaðsíða 19
F A X I 175 Sjálfboðaliðar við gróðursetningu að Háabjalla á Vogastapa. ekki glatast ,og bæri brýn nauðsyn til að skrá þau, jafnframt sem merkilegar menn- ingar-sögulegar heimildir. Hóf hann því á árinu 1952 að skrá fiskimiðin í Grinda- víkursjó eftir frásögn ábyggilegra heimild- armanna. Seinna skráði hann önnur fiski- mið, sem birta á í annarri bók. Eftir beiðni og hvatningu Friðriks, tók Magnús Þórar- insson, fyrrv. formaður og fræðimaður að sér að skrá fiskimiðin fyrir Miðnesi og lýs- ingu á svæðinu frá Höfnum til Garðskaga, enda var hann nákunnugur á þessum slóð- um eftir að hafa dvalið þar og sótt sjó þaðan um langt árabil. Einnig lagði hann til mikið af öðru efni í bókina. A Magnús rniklar þakkir skildar fyrir þann stóra skerf og mikilsverða, sem hann hefur lagt til áðurnefndrar bókar af einstökum áhuga og elju, auk þess sem frásagnargáfa hans er frábær. Að lokum skal þess getið, að félagið lét gera bók, sem nefnd er „SILFUR- SKINNA", árið 1953, í þeim tilgangi, að það félagsfólk og aðrir velvildarmenn fé- lagsins, er styrkja vildu starfsemi þess með gjöfum, riti nöfn sín eða þeirra, er þeir vilja minnast, í bókina og æviatriði. Fé því, sem fremst varið til aðkallandi framkvæmda í sambandi við trjáræktarland félagsins á Suðurnesjum og annarra nauðsynjamála, er félagið beitir sér fyrir að koma í fram- þannig kann að safnast, verður fyrst og kvæmd. Bók þessi verður í vörzlu félagsins á meðan það starfar, síðan verður hún af- hent þjóðskjalasafninu til geymslu. Stjórn Félags Suðurnesjamanna er nú þannig skipuð: Formaður: Þorsteinn Bjarnason, kennari. Vara-form.: Einar Jósefsson, forstj., Ritari: Stefanína Stefánsdóttir, frú, Gjaldkeri: Halldór Þórarinsson, inn- heimtum., Einar Stefánsson, múrarameistari, Jón Guðmundsson, skrifstofum., Sveiney Guðmundsdóttir, frú. F.K.M. Kóngsdóttirin fagra og Álfagull í nýjum búningi Út eru komnar á vegum Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs hinar ágætu og sígildu barnabækur Bjama M. Jónssonar námsstjóra, Kóngsdótt- irin fagra og Alfagull, sem á sínum tíma þóttu vera öndvegisrit sinnar tegundar, en voru fyrir mörgum árum uppseldar hjá forlagi og bókaverzlunum. Bækur þessar koma nú á markaðinn í nýjum og glæsilegum búningi og munu áreiðanlega verða aufúsugestir allra þeirra, sem góðum bamabókum unna. Hér gefst ekki tóm til að ræða innihald þessara kjörbóka, en síðar mun ég gera þeim betri skil, því samtímis því að vera spennandi lestrarefni fyrir börnin, eiga þær siðfræði- legt erindi til þeirra og reyndar til allra, jafnt ungra sem gamalla. Skal hér tilfærður kafli úr ritdómi um aðra útgáfu bókanna eftir dr. Símon Jóh. Agústsson prófessor. „Nýlega bárust mér tvær barnabækur eftir Bjarna M. Jónsson námsstjára: Alfagull og Kóngsdótturin fagra. Ég las þær mér til óblandinnar ánægju. Báðar sögurnar eru æfin- týri, fallegar að efni. Nú er ekki nóg að efni bókar sé hugþekkt, ef meðferð þess, gerð sögunnar, er áfátt. En einmitt í þessu atriði finnst mér höfundi hafa tekizt óvenjulega vel. Maður gæti haldið, að hann væri þama að færa í letur gamalt ævintýri, þaulfágað í geymd af frásögn margra kynslóða. Málið á bókunum er eðlilegt og vandað, þau orð eru notuð, sem efnið að réttu lagi krefst, og á þeim er því ekkert uppgerðar bamamál, eins og um of hefur oft gætt á sumum bók- um, sem börnum eru ætlaðar." Þetta segir hinn hámenntaði og gagnmerki skólamaður um bækur Bjarna M. Jónssonar námsstjóra og þau orð tek ég undir af sann- færingu. Betri né skemmtilegri barnabækur hefi ég ekki lesið og ég vil enda þessi orð Bjarni M. Jónsson. mín með því að 'hvetja skólastjóra og kenn- ara til að eignast þær í bókasöfn skólanna áður en þær seljast upp hjá forlagi og bóka- verzlunum. En gera má ráð fyrir að þær verði mikið keyptar til jólagjafa, enda er önnur þeirra, Alfagull, beinlinis jólaævintýri. Til útgáfunnar er að þessu sinni mjög vel vandað. Bækurnar em prentaðar á góðan pappír, með ágætu letri, myndum prýddar og ódýrar, miðað við núgildandi verðlag. Sem sagt ódýrar, skemmtilegar og nyt- samar bækur. H. Th. B. Félagsheimili Keflavíkur. Eins og skýrt var frá i siðasta blaði Faxa hefur verið beðið eftir áliti stjórnar íclags- heimilasjóðs á teikningum af félagsheimih í Keflavík sem þeir gerðu Gunnar Þorsteins- son og Hákon Hertervig. Svar hefur nú bor- izt og fellst stjórn félagsheimilasjóðs á að styrkja félagsheimili í Keflavík að stærð allt að 6000 rúmmetra. Þá telur stjórnin að fengnu áliti sérfræðinga „of mikið í fang færst“ að gera svo stóra byggingu með nýjum bygg- ingarmáta (á tillöguuppdrætti þeirra G. Þ. og H. H. var reiknað með ákveðinni gerð skelþaka, sem er nýjung hér á landi). A fimdi sem haldinn var í sameignarfélagi félagsheimilis Keflavíkur 30. nóv. s.l. var til umræðu framkomin álitsgerð stjórnar félags- heimilasjóðs og var þar samþykkt að fela þeim G. Þ. og H. H. að gera nýja teikningu með tilliti til svars stjórnar félagsheimila- sjóðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.