Faxi - 01.05.1979, Síða 7
Leikféiag Keflavíkur.
LÍNA LANGSOKKUR
Höfundur: Astrid Lindgren.
Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir.
Þaó var mjög virðingarvert framtak hjá Leikfélagi Kefla-
víkur, að taka til meðferðar barnaleikrit. Það er fátítt að
áhugamannaleikfélög ráðist í slíka framkvæmd. Uppfærsla
barnaleikrita er að jafnaði umfangsmikil og kostnaðarsöm
og því hæpió að sýningarnar skili nægum hagnaði til að
standa undir útlögðum kostnaði. Ég hygg að margra ára
samstarf formanns L.K., Hilmars Jónssonar, við börn og
ungmenni Keflavíkur og skilningur hans á þörfum þessara
aldursflokka hafi ráðið nokkru um verkefnavalið. Fullorðna
fólkið — jafnvel foreldrar hafa það alltof sjaldan í huga
hvers viröi það er fyrir alla framtíð barnsins og unglingsins
aö temja sér menningarlegar stundir.
Fagurfræóilega séð er L(na
Langsokkur sjálf ekki að öllu leyti
úrvals fyrirmynd, en nokkur %
áhorfenda íhugar persónugerðina
og fær af þvi ávinning og efnivið til
eigin sköpunar — áttar sig á upp-
eldisskorti og óæskilegu hömlu-
leysi Línu. Einnig er þetta hörð
ádeila á hagsmunakapphlaupið,
sem krefst þess að mæður séu á
vinnumarkaðnum, hlaupa frá
uppeldis hlutverki sínu og skilja
börn sín eftir umhirðulaus og ráð-
vilt, næstum dæmd til óknytta og
misheppnaöar framtíöar.
Hinsvegar hafa ungir og gamlir
skemmtun af tiltektum Línu, sem
eru græskulausar, án frekari bolla-
legginga um ástæður er liggja að
baki slíkri skaphöfn. Sjálfsagt er
spaugið llka megin tilgángur
leiksins. Höfundurinn, Astrid
Lindgren, sem er víðkunnur barna-
bókahöfundur og leikstjórinn, Edda
Þórarinsdóttir, gera í þessu efni
hvor annari betur. Lindgren lagði
brautina en Edda tók hana á fullri
ferð, meö stóran hóp barna, sem
aldrei höfðu komiö á svið ásamt
nokkrum eldri leikurum úr L.K.
Eddu fer þetta vel úr hendi, hnökra-
laust er skeiöið runnið frá byrjun til
enda, oft með ágætum.
Þegar upp er staðið verða
spaugilegustu þættirnir efst í huga
— ber það hæst viöureign lögg-
unar við Llnu, bráð skemmtilegt og
vel leikið atriði. Einnig var innbrot
umrenninganna vel leikiö en ekki
eins skemmtilegt. Kennslustund
og skógarferð barnanna var
kannske full hófleg, miöað við
annaö. Vafalaust þó rétt mat hjá
leikstjóranum. I kaffiboðinu voru
sterkir „kontrastar", slúðurmas og
ofboð frúnna, uppvaösla Línu og
siðprýöi heimabarnanna.
Lokaatriðið — hápunktur leiks-
ins — þegar átrúnaðargoðið, villi-
mannakóngurinn úr svörtustu
Afríku, faðir Línu, kemur heim, var
vel gert. Aöalpersónuna L(nu Lang-
sokk lék LILJA MÖLLER. Það er
mikil þolraun fyrir barnungan byrj-
anda að leika L(nu, sem er allan
tímann á sviðinu og það með
sKkum ósköpum og ofurmennsku,
sem vera ber til að halda stemn-
ingu í salnum. Lilja var vandanum
vaxin. Hún gerði þessa óeðlilegu
persónu heilsteypta. Rödd, lát-
bragð og sviösstaöa, allt fór saman
og Lilja fyllti alveg út í rammann.
Já, ramminn utan um lista-
verkið — Línu Langsokk — voru
nánast allir hinir leikararnir. Allt
eru það fremur Ktil hlutverk, en
náðu þó góðum árangri og gerðu
heildar myndina skoplega, eins og
til erætlast og léku vel.
Ég var á annari sýningunni.
Húsið var troöfult, líklega um 500
manns, að mestum hluta börn. Þau
kunnu vel að meta gáskann í sam-
skiptum Línu við lögguna, sem þeir
Eggert Olafsson og Hilmar Jóns-
son léku af mikilli innlifun og spör-
uðu sig hvergi. Sama má segja um
flakkarana, sem leiknir voru af Jóni
Sveinssyni og Jóni Sigurössyni.
Gerfi þeirra og látbragö var ágætt
og þeir fengu hæfilegan skell fyrir
óheiöarlegheitin, mátti heyra af
undirtektum áheyrenda.
Frúrnar í kaffiboðinu léku þær
Dagný Haraldsdóttir, Einarína
Sigurjónsdóttir og Rósamunda
Rúnarsdóttir. Þær voru allar í
essinu sínu og sýndu óblandna
fyrirlitningu á vesalings einstæö-
inginum Línu og uppeldi hennar.
Vildu bara fá ósómann fjarlægö-
ann.
Til mótvægis við framangreind
hlutverk, sem öll narta í Línu,
kemur svo kennslukonan, leikin af
Hjördísi Árnadóttur. Hún gerði virö-
ingarveröa tilraun til að kenna og
siðbæta Línu, en án árangurs.
Hjördís lék vel og fékk samúð barn-
anna í salnum, sem mörg skildu
erfiöa aðstöðu hennar. Börnin, vini
Llnu, léku Dröfn Gústafsdóttir og
Gísli Gunnarsson. Þau voru sannir
vinir þrátt fyrir afbrigðilegheit Lfnu
og sýndu það með sannfærandi
leik. Skólabörn voru leikin af
Herði Hilmarssyni, Jens Hilmars-
syni, Ragnheiði Gunnarsdóttur og
Þórdlsi Jónsdóttur. Þau voru öll
taþmikil og eölileg og tóku hlutverk
sín alvarlega. í leikslok kemur svo
Eiríkur, faðir Línu, villimanna kóng-
urinn, sem Þór Helgason lék. Hann
er æði villimannslegur í míni strá-
pilsi einu klæöa og alvopnaöur.
Fagnaðarfundir þeirra eru ósviknir
og ævintýrið er á enda.
Flestir skólar héraðsins sýndu
þessari tilraun góðann skilning og
stóðu fyrir hópferðum á sýningar
félagsins, ánæjulegt samstarf,
sem ber aö þakka. Það er vafalaust
von flestra hér á Suöurnesjum, að
góð aðsókn á þetta leikrit örfi leik-
félögin hér syðra til að taka barna-
leikrit oftar til meöferðar en veriö
hefur.
Jón Tómasson
NJARÐVIK
Fasteignagjöld
Síðasti gjalddagi fellur í eindaga 15.
maí n.k. Eftir þann tíma reiknast 3%
dráttarvextir fyrir hvern byrjaöan
mánuö.
Greiðið reglulega til aö forðast kostnað
og frekari innheimtuaðgerðir.
Bæjarstjóri
FAXI — 7