Faxi - 01.05.1979, Page 8
O
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík
Ritstjóri: Magnús Gíslason
Blaðstjórn: Jón Tómasson, Helgi Hólm,
Ragnar Guðleifsson
Auglýsingasljóri: Jón Pétur Guðmundsson
Setning: Acta hf.
Umbrot, filmuvinna og prentun: Prisma
IÐNAÐAR-
FRÍHÖFN
Fyrir nokkru lagði ég fram á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um tollfrjálst iðnaðarsvæði viö Keflavíkurflugvöll.
Hlutverk tollfrjáls iónaðarsvæðis er í því fólgið að gefa
fyrirtækjum jafnt innlendum, sem erlendum, kost á að
framleiða hér eöa Ijúka framleióslu tækja véla o.s.frv., sem
síðan yrðu flutt á markað _t.d. í löndum tollbandalaganna
EFTA og EBE. Hagsmunir Islendinga yrðu hins vegar í því
fólgnir aó njóta atvinnunnar er þessi starfsemi skapaði.
Þá er hugsanlegt að erlend fyrirtæki gætu notað svæðið
sem vörugeymslu. Vegna legu sinnar á flugleiðum Atlands-
hafsins er Keflavíkurflugvöllur ákjósanlegur staður til þess
að geyma iðnaðarvörur og dreifa þeim síðan austur og
vestur. Ávinningurinn af því að geyma vörur í tollfrjálsu
iðnaðarsvæði væri aðallega sá, að ekki er nauðsynlegt að
tollafgreiða í innflutningsland fyrr en raunverulega þarf á
vörunni að halda.
Árið 1959 var tollfrjálst iönaðarsvæði sett á stofn við
Shannon flugvöll á írlandi. Það fyrirtæki hefur vaxið risa-
skrefum og átt verulegan þátt í iðnþróun á írlandi. írar áttu
við svipuð vandamál að stríða og við. Þeirra höfuðatvinnu-
vegur hefur verið landbúnaður, en vegna samdráttar í þeirri
grein skapaðist mikið atvinnuleysi og fólksflótti til annarra
landa. Því hófu þeir skipulagt átak til varnar. Nú hafa þús-
undir manna atvinnu við tollfrjálsa iðnaðarsvæðiö á
Shannon. Afkoma þeirra er þar vinna er mun betri en
annarsstaðar á írlandi. Horfa írar úr einangrun fyrri atvinnu-
vega, — sótt á brattann og unnið umtalsveröa sigra.
Það er vonandi að tillaga mín veröi samþykkt á Alþingi
því einskis má láta ófreistaö til að skapa ný atvinnutæki-
færi hér á Suóurnesjum.
Því verður ekki neitað að atvinna á Keflavíkurflugvelli
hefur veriö afar þýðingarmikil á undanförnum árum. Nú
starfa þar um 2000 manns. Líklegt er að margt væri ööruvísi
hér á Suðurnesjum ef þessa atvinnuþáttar hefði ekki notið
við. Það er hinsvegar fráleitt aö byggja til frambúðar á
varnarliðinu. Breytingar hjá varnarliöinu geta átt sér stað
skyndilega og óvænt, — án þess að við getum við ráðið.
Það er hinsvegar hyggilegt aö gera ráð fyrir breytingum.
Búa sig sem best í þeim efnum. Tollfrjálst iðnaðarsvæði
getur átt þýðingarmiklu hlutverki að gegna við sköpun fjöl-
breyttari atvinnutækifæra og gera okkur óháðari hervinn-
unni, en fyrr. Það er og íhugunarvert hvað skuli gera ef eða
þegar varnarliöiö fer héöan. Þá losnar gífurlega mikið hús-
næði, sem nota mætti við umrætt iönaöarsvæði, —
húsnæði, sem annars yrði að mestu óarðbært. Athugun
þessara mála þolir enga bið. Það veröur að gera allt, sem
hugsanlegt er til aó fjölga atvinnutækifærum hér syðra.
Þaö dugir ekki lengur að tala um iönaö og iönþróun. Nú
verður að hefjast handa. Bæði Iðnþróunarfélag og stofnun
lönaðarfríhafnar gætu markað þáttaskil í þessum efnum.
K.St. G.
Framkvæmdir
við Landshöfnina
Framkvæmdir við Landshöfnina vöktu athygli manna. Faxi
hringdi á hafanrsímann og náði þar tali af Halldóri Ibsen, for-
manni hafnarnefndar og fékk eftirfarandi upplýsingar.
Á fundi stjórnar Landshafnar Kefla-
vík — Njarövík, þann 15. mars 1979,
var tekin ákvörðun um skiptingu á
fjárveitingu til hafnarinnar á milli
þeirra verkþátta, sem eru taldir hvað
brýnastir af þcim verkum, sem vinna
þarf að, við höfnina í ár. Fjárveitingin
var 100 milljónir króna af Fjárlögum
1979. Á þennan fund mættu frá Vita-
og Hafnarmálastofnuninni þeir Aðal-
steinn Júlíusson, hafnamálastjóri og
Steingrímur Arason verkfræöingur.
Einhugur ríkti um að eftirtalin verk-
efni hefðu forgang: 1. Að áfram verði
haldið við byggingu vöruskcmmu, sem
byrjað var á fyrir fjórum árum, og er
það verk nú þegar hafið. 2. Dýpkunar-
skipið Grettir verði fengiö til að gera
könnun á botnlagi í fjöruborðinu vest-
ast í höfninni framan við hús Saltsöl-
unnar og innundir Fiskiðjuna h.f., með
fyrirhugaða byggingu á viðlegukanti og
samsetningu hafnanna fyrir augum.
Hófst þessi vinna 24. apríl og vakti hún
óskipta athygli bæjarbúa, sem eru bún-
ir aö berjast fyrir þessum tveim verk-
þáttum um langan tíma. 3. Grettir
verður síðan látinn fara í Njarðvík og
hreinsa þar til i botni hafnarinnar.
Einhugur ríkti um að eftirtalin verk-
efni hefðu forgang:
1. Að áfram verði haldið við byggingu
vöruskemmu, sem byrjað var á fyrir
fjórum árum, og er það verk nú þegar
hafið.
2. Dýpkunarskipið Grettir verði fcgnið
til að gera könnun á botnlagi á fjöru-
borðinu vestast í höfninni framan við
hús Saltsölunnar og innundir Fiskiðj-
una h.f., með fyrirhugaða byggingu á
viðlegukanti og samtengingu hafnanna
fyrir augum. Hófst þessi vinn a 24.
apríl og vakti hún óskipta athygli
bæjarbúa, sem eru búnir að berjast
fyrir þcssum tveim verkþáttum um
langan tíma.
3. Grettir verður síðan látinn fara f
Njarðvík og hreinsa þar til í botni hafn-
arinnar.
4. Malbikaöar verði þekjur á þcim
hlutum hafnargarðanna i Njarðvík,
sem ekki hefur áður verið gengið
endanlega frá. Þetta er það helzta, sem
er á döfinni hjá Landshöfn Keflavík —
Njarðvík, en að sjálfsögðu eru önnur
smærri verkcfni á döfinni, scm heyra
undir daglcgan rekstur hafnarinnar.
FLUTT Á AFMÆLI ALBERTS
K.SANDERS, 50 ÁRA, ( STAPANUM
ÞANN20. MARS, 1979.
Til hamingju Albert, heillþú og stár,
þótt holrýsi valdasjórinn.
Hálfnaður ert þú meö hundrað ár,
hœstvirtur bœjarstjórinn.
L
Ákveðin gerðu Albert minn,
okkur til gagns og þrifa.
Taka nú sjötta tuginn þinn,
tilbúinn hann að lifa.
Guðmundur A. Finnbogason.
1
Frá htegri til vinstri, hristast mátt,
hvort sem þú villt eða ekki.
Lýðurinn svona þig leikur grátt,
löngum ég brögðin hans þekki.
FAXI — 8