Faxi - 01.05.1979, Qupperneq 9
Hreggviður Bergmann
F. 13. febr. 1911 — D. 22. des. 1978
Aðfaranótt þess 22. des. s.l. and-
aðist að heimili sínu að Hagamel
46, Reykiavík, Hreggviður Berg-
mann útgeröarmaður. Hann var
Keflvíkingur að ætt og uppruna,
fæddur 13. febr. 1911, sonur hjón-
ana Guðlaugar Bergsteinsdóttur
og Stefáns Bergmanns, sem
stundaði útgerð og bifreiðaakstur I
Keflavlk, auk þess sem hann fékst
við Ijósmyndagerð og var allmikil-
virkur á því sviði.
Þarna ólst Hreggviður upp I hópi
mannvænlegra systkina og tók
ásamt þeim virkan þátt i athafnallfi
föður síns. Þegar hann fór að sjá
um sig sjálfur, gekk hann að allri
algengri vinnu og þótti dugmikill að
hverju sem hann gekk. Einkum
fékkst hann þó framan af við bif-
reiðaakstur, eða þar til hann ásamt
nokkrum öðrum festi kaup á h/f
Keflavík og hófst þá handa um út-
gerð með vaxandi umsvifum. Síðar
gerðist Hreggviður forstjóri þessa
fyrirtækis, sem óx og dafnaði I
höndum hans, enda þótti stjórnun
hans bera vott um hagsýni og
mikla ráðdeiidarsemi, er var til
hreinnar fyrirmyndar.
Hreggviður kvæntist 1934 eftir-
lifandi konu sinni, Karitas Karls-
dóttur. Voru foreldrar hennar Marla
Magnúsdóttir og Karl Guðmunds-
son sjómaður Keflavík. Eignuðust
þau Hreggviður og Karitas 3 dætur
og eru 2 þeirra, Guðlaug og María
búsettar I Keflavík, en sú yngsta,
Marta, býr I húsi foreldra sinna héri
Reykjavík. Karitas bjó manni sinum
hlýtt og aðlaðandi heimili og reynd-
ist honum tryggur og góður lífs-
förunautur. Einkum hefir á það
reynt nú siðustu árin, eftir að
heilsa Hreggviðs tók að gefa sig,
en þá var hún hjálp hans og stoð,
þrátt fyrireigin vanmátt.
Öll árin, sem ég bjó i Keflavík,
þekkti ég nokkuð til þessarar fjöl-
skyldu, t.d. kenndi ég dætrum
þeirra hjóna og kunni skil á at-
hafnamanninum Hreggviöi, snyrti-
mennsku hans í öllu er viðkom út-
gerð og áreiðanlegheitum varðandi
rekstur og fjárreiður fyrirtækisins,
h.f. Keflavlk. Um þau mál var
Hreggviður vakinn og sofinn. Hann
var stakur reglumaður, neytti
hvorki vlns né tóbaks og orð hans
stóðu eins og stafur á bók. Þetta
vissu allir, sem til þekktu, enda
gekk engum betur en Hreggviði að
manna skip sín og vinnslustöðvar
góðu fólki.
Kynni okkar Hreggviðs urðu þó
ekki að neinu ráði fyrr en eftir að
við fluttum báðir til Reykjavíkur, en
þangaö komum við um svipað leyti.
Svo einkennilega vildi þá til, að við
uröum eigendur að sama húsinu
hér — sinum helmingnum hvor, án
þess að vita hvor um annan, fyrr en
um það leyti, sem gengið var frá
kaupunum. Oneitanlega var þetta
býsna kynleg tilviljun.
Þótt margur héldi Hreggvið
hraustbyggðan mann og innviða-
sterkan, sem hann og var framan af
ævi, var honum sjálfum Ijóst, er
árunum tók að fjölga, að heilsan
var farin að láta sig og vinnuþrek
og kjarkur þurru aö sama skapi. En
hann var dulur maður og lítió fyrir
að bera áhyggjur sínar á trog. Samt
mun þessi vitneskja hafa leitt til
þeirrar ákvöröunar, að réttast
mundi aó rifa seglin og hægja á
ferðinni meðan tími ynnist. Sú mun
hafa verið ástæðan fyrir bústaðar-
skiptum hans. Og þrátt fyrir ýmis
konar aösteðjandi vandamál taldi
Hreggviður fyrirtæki sitt sæmilega
I stakk búið og fjárhagslega
nokkuð vel á vegi statt. Hans hægri
hönd þar til margra ára var tengda-
sonur hans, Kristján Pétursson,
maður Maríu, hinn ágætasti
maður, sem var honum styrk stoö i
starfi og geröi honum þessa lífs-
háttabreytingu mögulega. Ályktun
Hreggviðs gat að þessu leyti stað-
ist en hitt sást honum yfir, að þrátt
fyrir breytta búsetu, var hugur hans
og starfslöngun áfram I Keflavik
og þangaö var ekið hvern virkan
dag til fullra starfa, a.m.k. fyrstu
árin.
Siöar seldi hann hlut sinn í h.f.
Keflavik og fóru þá rólegri dagar í
hönd. Vera kann að það hafi veriö
framkvæmt of seint, þvl hinna
KEFLVÍKINGAR
Fasteignagjöld
Við minmim á að seinni hluti fast-
eignagjalda er 15. maí n.k.
Eindögun hefur orðið hjá þeim sem
enn hafa ekki greitt fyrri hlutann og eru
þeir minntir á að gera full skil strax.
rólegu daga naut hann aðeins
skamma stund, heilsan var á
förum og nú síðustu misserin hefir
hann af og til þurft að dveljast á
sjúkrahúsum, en þar undi hann sér
illa, þráði alltaf að mega vera
heima, þvi þar var hugur hans og
hjarta.
Eins og aö er vikið fyrr i þessum
minningarorðum, var Hreggviður
fremur dulur, en hann var trúaður
maðurog hugsaði mikið um andleg
mál, t.d. var hann i Guðspekifélagi
islands og sótti þar reglulega fundi
meðan heilsan leyfði. Hann var i
hvívetna drengur góður, hjálpfús
og velviljaður. Á sambúð okkar hér
á Hagamel 46 féll aldrei skuggi, þar
ríkti ætíð vinsemd og góðhugur.
Sem dæmi þar um má geta þess,
aö þó atvikin bæru okkur hér
saman svo til ókunnuga, þá kom
síðar svo málum, að við fengum
okkur sumarbústaðaland i tún-
brekku á yndislegum stað austur i
Hreppum, þar sem við hjálpuðumst
að við að byggja okkur lítil sumar-
hús sem standa þar hlið við hlið.
Þar höfum við notið margra góðra
stunda i hreinu fjallaloftinu og dýrð
hins íslenska sumars við hjarta
landsins. Þar undi Hreggviður hag
sínum vel og fékk hug og hönd verk
að vinna við ýmiss konar ræktunar-
og gróörarstörf.
Hann hafði mikiö yndi af útivist,
var laxveiðimaður af llfi og sál og
feröagarpur, enda mátti hann telj-
ast býsna viðförull, bæði innan-
lands og utan. Hann var gæddur
góðu feguróarskyni og naut því I
rlkum mæli þess besta, sem fyrir
augun bar.
Nú er Hreggviður lagður upp i
langa, óræða för, þá för, sem við
hin öll eigum ófarna.
Við hjónin vottum eiginkonu
hans og öðrum ástvinum okkar
innilegustu samúð. Blessuð sé
minningin um Hreggviö Bergmann.
Hallgrimur Th. Björnsson.
....
Innheimta Keflavíkurbæjar