Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Síða 10

Faxi - 01.05.1979, Síða 10
EINAR ÞORGEIRSSON, FRÁ LAMBASTÖÐUM. ÞORÐI EKKI AÐSEGJA FRÁ HVELLHETTUNNI Strand hollenska skipsins, Honterstroom, á Garöskagaflösinni, þann 14. marz, áriö 1943, haföi þó nokkur áhrif á líf fólks í Garðinum og ná- grenni. Skipiö var fulllestaö koxi, fyrir breska herinn, en auk þess talsvert af kolum fyrir aflvél- ina. Eftir fáa daga kom gat á skipiö og kox tók aó reka á fjörurnar í kringum Garöskagavitann og efst í Flösina, innan vió Steinbítskletta. Kol kostuöu peninga í þá daga en kox var hægt aö nota í þeirra staö. Fólk reyndi því aö notfæra sér þennan óvænta „hvalreka“ og þyrpist út á Skaga, meö poka, börur, vagna og jafnvel bifreiöar og beiö þess að fjaraði. Mikill handagangur var í öskjunni, þegar veriö var aö tína og moka koxinu úr fjörunni, ásamt einstaka kolamola. Margir söfnuðu drjúgum birgóum eldsneytis þessa daga, sem entust þeim mánuðum, eöa jafnvel árum saman. Minningin um þetta strand vermir því áreiðanlega hug margra, þótt strönd séu aldrei neitt fagnaöarefni. Sjálfur hugsa ég með svolítilli gleöi þessa atburðar en dálitlum trega þó. Skipsstrandið átti eftir að valda mér óþægindum, sem ég er rétt núna laus viö, að mestu leyti, en þannig var mál með vexti að þegar sýnt þótti að skipið næðist ekki af strandsað, keypti vélsmiðj- an Hamar í Reykjavík flakiö. Sendi vélsmiðjan hóp manna til aó vinna við að bjarga úr því öllu sem nýti- legt var. Þeir logskáru stórt gat á birðing þess aftanveröan, sem hægt var að ganga inn um á stór- straumsfjöru. Þeir hófu strax að flytja i land ýmis verömæti. Hversu lengi þeir unnu við skipiö man ég ekki, en þeir héldu til í vitavarös- húsinu hjá Einari Straumfjörð og Þorbjörgu konu hans. Einn starfs- manna Hamars var bróðir minn Símon og annan kannaðist ég við Ingólf verkstjóra. Engin varúöar- merki voru sett upp við gamla Garð- skagavitann, sem bönnðu fólki að fara út í skipiö. Bæði vegna þess og svo af hinu að Símon bróðir minn, vann við björgunina, ákvað ég að freista þess að fara út í skipiö, til að for- vitnast, og fékk til liös við mig Kristján Júliusson, frá Grund í Garöi. Veður var hið besta og okkur sóttist ferðin vel, þótt nokkuð löng hafi veriö eftir þaragrónum klettun- um. Ekki uröum við varir við nokk- urn mann á leiö okkar og engin var um borð í skipinu þegar við komum þangaö. Fyrir unga pilta var geysi- margt aö skoða, en svo rákumst við inn f skotfærageymzlu skipsins. Þetta var nú eitthvaö fyrir okkur. Eftir að hafa skoöaö ýmsar gerðir skotfæra, tókum við með okkur nokkur vélbyssuskot, sem við bárum í land í poka eða fötu. Okkur gekk vel í land á hádegisfjörunni og fórum með skotfærin ( kjallarann á Grund. Fjarlægöum kúlurnar úr hylkjunum, og tókum síöan púðrið og kveiktum í því, — þetta var víst svokallaö þrýstipúöur. En við vildum nýta skotfærin aðeins betur, en að brenna púðr- inu. Hvellhetturnar freistuöu okkar líka. Við tókum því skothylkin, stungum þeim niöur á endann. Síðan lögðum við spýtu ofan á botn hylkisins. í spýtunni var nagli, en oddur hans nam við hettuna. Síðan slóum við með hamri á naglann og þá sprakk hettan með háum hvelli og dálitlum reyk. En svo brotnaöi spýtan, hún var fremur þunn. Þá tók ég naglann, setti hann í vinstri hendina og sprengi eina hvellhettu. Ég fékk skyndilega sársauka, blóð seytlaði úr hendinni, sem siðan dofnaði. Án þess að segja tildrög- in, batt móðir Kristjáns um sárið. Þega heim kom spurði móðir mfn hvað fyrir hefði komið, en ég sagðist hafa rifið mig á járnplötu, — óttaöist flengingu, fyrir að vera með hættulega hluti. En þar sem að um talsverö Gamli Garðskagavitinn — þar rak mesta koxiO á land. meiósli var að ræða, fór ég til Sig- urbergs Þorleifssonar, i Neðra- Hofi, seinna hreppstjóra og vitav- varöar, og bað hann að athuga sárið, en Sigurbergur var einkar laginn vió að binda um sár manna og hafði aflaö sér kunnáttu f þeim efnum. Gekk ég til hans f nokkra daga, en ekki sagði ég honum frekar en móður minni hvað hafði i rauninni hent mig, — en nú skulum við gefa Sigurbergj sjálfum oróið. „Á þessum árum dvaldi hernámsliðið í Gerðahreppi eins og víðast hvar á landinu. Þá voru á víð og dreif byssu- kúlur og skothylki ósprungin, sem bœði fullorðnir og ungl- ingar hirtu af götu sinni. Þessu til viðbótar lá strandað skipfrá varnarliðinu á Garðskagaflös, sem var með ýmsar tegundir skotfæra. Sóttu unglingar og jafnvel börn að fara út ískipið á fjöru til að ná í skothylki og losa úr þeim púðrið og leika sér síðan að þvíað sprengja þau. Það var að kvöldi dags að framanskráður Einar kom til mín og bað mig að binda um fingur. Hann sagðist hafa dottið og meitt sig. Því til skýr- ingar, að hann kom til mín, er að ég hjálpaði stundum fólki við lítilsháttar meiðsli. Við athugun kom í Ijós að litli fing- ur vinstri handar var töluvert bólginn og dálítið harður við- komu. Ég spurði nánar hvernig hann hefði meitt sig, en hann vildi lítið segja, — sagðist hafa meittsig á járnplötu. Ég batt um fingurinn að venju, en þrátt fyrir daglega umhyggju í heila viku breyttist fingurinn ekki til batnaðar og bólgan hjaðnaði ekki. Ég sá að etta var ekki einleikið og spurði þá Einar nánar um tildrög að meiðslinu, en fékk lítið að vita. Ég ákvað þá að taka fingurinn til nákvœmari athugunnar. Kom þá í Ijós að inn viðfingur- beinið var einhver harður hlutur sem mér tókst að fjar- lœgja. Reyndist þetta vera hluti af hvellhettu úr skothylki. Þá gat Einar ekki leynt því lengur af hverju meiðslin stöfuðu. Skýrði hann mér frá því að hann og annar drengur hefðu verið að leika sér að því að sprengja hvellhettur og ein hvellhettan lenti í hendi hans, þegar hún sprakk, en hvorugur þorði að segja frá því. Eftir að hvellhettan hafði verið fjar- lægð, gréri sárið fljótlega, en bólgan fór ekki strax úr fingrinum ’’. Lffið f Garöinum tók brátt á sig eölilega mynd. Koxiö og kolin brunnu til þurröar í ofnum og elda- vélum. Öldur Atlanshafsins brutu Honterstroom smám saman í sundur, unz ekkert var eftir nema gufuketilinn. Líklega hefðu þessir tfmar f Garöinum horfiö f sjóð minninganna hjá mér, eins og öðrum, ef eymslin í fingrinum hefðu ekki sífellt minnt mig á strandið. Voðalegur kuldi ásótti fingurinn og með árunum tók ég að kenna mikilla óþæginda f.hendinni og fór hún að kreppast. Ég leitaöi lækninga hjá Knúti Björnssyni, á Landsspftalanum í Reykjavfk. Hendin var þá alveg komin í hnút og mjög illa farin. Fyrri aögeröin far framkvæmd 1974, en hin seinni 1976, og tók meðferöin heila þrjá mánuöi. Fékk ég þá loks bót meina þeirra, sem ég hlaut 33 árum áður, af óvitaskap og óvarkárni. Að lokum vil ég ráðleggja öllum að fara gætilega, þegar um skot eða sprengjur er að ræða, — óþarfa fikt f þeim efnum getur haft ófyrirsjá- anlegarafleiöingar. Einar Þorgeisson. FAXI — 10

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.