Faxi - 01.05.1979, Síða 11
Minning:
Sæmundur G. Sveinsson
F. 29. júní 1898 — D. 11. febr. 1978
Útför Sœmundar G. Sveins-
sonar fór fram frá Keflavíkur-
kirkju 2. febr. s.l., en hann lézt
íBorgarspítalanum 11. s.m.
Sæmundur Guðjón, en svo
hét hann fullu nafni, var fædd-
ur á Oddgeirshöfða í Hraun-
gerðishreppi 29. júlí 1898 og
varð því 80 ára á síðastliðnu
sumri.
Foreldrar hans voru þau
hjónin Gíslína Sœmundsdóttir
frá Uppsölum í Hraungerðis-
hreppi og Sveinn Pálsson frá
Ferjunesi í Villingaholtshreppi.
Sœmundur var þvíÁrnesingur í
báðar œttir.
Á fyrsta aldursári fluttist
hann með foreldrum sínum til
Stokkseyrar og þar átti hann
heima, þar til hann fluttist til
Keflavíkur 1930.
Kona Sœmundar var Júlíana
Jónsdóttir, Pálssonar frá Litla-
bœ í Keflavík, og voru þau
hjónin bræðrabörn. Þau eign-
uðust tvö börn, Jóhönnu, gift
Valdimar Gunnarssyni og eiga
þau 4 syni, og ber sá elzti nafn
Sœmundar, — hitt er Sveinn,
trésmíðameistari í Keflavík,
kvœntur Ön.nu Vilhjálmsdótt-
ur, þau eiga tvö börn.
Júlíana, kona Sœmundar,
féll fyrir aldur fram rúmi ári
eftir að þau fluttu til Keflavík-
ur. Þau höfðu á þessu rúma ári
byggt húsið, við Vallargötu 25
og aðeins búið í því í nokkra
mánuði, þegar hið sviplegafrá-
fall Júlíönu bar að.
Nœstu árin bjó Sæmundur
með foreldrum sínum, sem
flutzt höfðu með þeim hjónun-
um frá Stokkseyri, og þar ólust
börn þeirra upp, Jóhanna og
Sveinn.
Eftir að börnin komust upp
bjó Sœmundur með Þui íði
Eggertsdóttur, þar til hún
missti heilsuna og flutti á elli-
heimili. Síðustu árin átti Sæm-
undur heimili í húsi sínu að
Vallargötu 25. Þar var hann að
mestu út af fyrir sig, en naut
allrar umönnunar hjá dóttur
sinni og tengdasyni, sem
bjuggu á neðri hœð hússins.
Undi hann þar vel hag sínum
meðan heilsan var þolanleg. En
síðustu árin var hann að mestu
rúmliggjandi og þá oft þreyttur
á hlutskipti sínu, sem auðvelt er
að skilja, því hér var sérstak-
lega vinnufús maður, þar sem
Sœmundur var, er aldrei féll
verk úr hendi meðan heilsan
leyfði.
A sínum fyrri árum, þegar
síldin veiddist fyrir norður-
landi, starfaði Sœmundur oft á
sumrin utan Keflavíkur. Hann
var 20 sumur á Siglufirði og 3
sumur á Ólafsfirði. Vann þá
oftast við beykisstörf. Á
„Keflavíkurmyndinni“, sem á
að sýna okkur, meðal annars,
athafnalífið í Keflavík fyrr og
nú, má sjá, að Sœmundur
kunni handtökin við að slá
botnin úr og í tunnuna.
Sœmundur var bókelskur
tnjög og átti gott bókasafn.
Naut hann þess mjög hin síðari
ár, einkum síðustu misserin.
Sœmundur var alla tíðfélags-
lyndur maður, á Stokkseyri var
hann mjög virkur í ungmenna-
félaginu þar, og á sínum fyrstu
árum hér í Keflavík, tók hann
mjög virkan þátt í verkalýðs-
baráttunni. Var hann oft í
samninganefndum, og var þar
jafnan tillögugóður. Var
aðgœtinn, kunni vel að meta
aðalatriðin, en var þó fastur
fyrir, þegar því var að skipta. I
Alþýðuflokksfélagi Keflavíkur
starfaði hann einnig á löngu
tímabili. Þar sézt handbragð
hans á fundargerðarbókum
félagsins, því hann var lengi rit-
ari þess. Hann ritaði mjög
glöggar og greinargóðar fund-
argerðir, sem geyma munu
ókomnum tíma skýrar myndir
af þeim viðfangsefnum, sem
við var að glíma á þeim tíma
í bœjar- og þjóðlífinu. Hann
sat mörg ár þing Alþýðuflokks-
ins og var þar jafnan ritari.
Hann átti sœti í síðustu hrepps-
nefnd Keflavíkur 1946—50.
Auk þess, sem Sœmundur
ritaði enfislega glöggar fundar-
gerðir, þá skrifaði hann fagra
hönd, fastmótaða, jafna og
áferðarfallega. Og þegar ég
hugsa um skriftina hans Sœ-
mundar, rifjast upp fyrir mér,
er ég fyrir mörgum árum síðan
var staddur heima hjá Bjarna
M. Jónssyni, námsstjóra, sem
nú er látinn, þá sýndi hann mér
nokkur eintök af handskrifuðu
blaði, sem á sínum tíma var
gefið út á Stokkseyri. Voru rit-
stjórarnir, mjög ungir menn
þá, þeir Sœmundur G. Sveins-
son og Sigurður Z. ívarsson,
sem seinna varð frœgur fyrir
vísurnar og Ijóðin í Speglinum
forðum, undir nafninu Sig-
urður Z. Bjarni M. Jónsson
hélt mjög upp á þessi hand-
skrifuðu blöð, sérstaklega
vegna skriftarinnar og snyrti-
mennskunnar. Var hann
ákveðinn, að blöðin skyldu
varðveitt í safni og vona ég að
svo hafi orðið.
Sæmundur sagði mér á s.l.
vori, er við rœddum um þetta
blað, að þeir hefðu fljótlega
orðið að hœtta útgáfunni,
vegna þess að eftirspurnin var
svo mikil. Blaðið var hand-
skrifað og þeir höfðu engan
veginn undan. — Þetta blað er
sennilega eina blaðið á íslandi
sem orðið hefur að hœtta út-
gáfu á, vegna þess að eftir-
spurnin varð of mikil.
Þótt Sœmundur hafi verið
góður og gegn Keflvíkingur, þá
átti hann álvat sterkar taugar til
Stokkseyrar. Hann var því
áhugasamur félagi í Árnesinga-
félaginu hér. Hann var einn af
stofnendum þess og starfaði
þar meðan hann mátti.
Fyrir öll liðin samstarfsár
færum við hjónin Sæmundi
innilegar þakkir, er leiðir
skilja, og flytjum börnum
hans, tengdabörnum og barna-
börnum samúðarkveðjur.
Ragnar Guðleifsson.
Hvað hugsa blessuð mál-
lausu dýrin?
Tvær stuttar sannar sögur
um læður.
Síðastliðinn vetur var oft grimdar-
gaddur og blindbylur. Þannig veður
var umræddan eftirmiðdag og nóttin
fór að. Inni í stofu var notalegur hiti
frá hitaveitunni. Við fullorðna fólkið
ræddum um veðurhaminn og þá vesal-
inga- menn og málleysingja, sem hvergi
áttu skjól gegn slíku veðurfari.
Börnin léku sér við tvo næstum full-
vaxna kettlinga á gólfinu en kisa gamla
kúrði á mjúkum púða úti í horni og
hreyfði sig lítt, enda alveg komin að því
að gjóta.
Þar, sem ég var gestur hugðist ég
halda heim þar að veður virtist fara
versnandi. Ég kvaddi og gekk til dyra.
En er ég opnaði dyr að forstofu hlupu
kettlingarnir fram viðbúnir að viðra sig
ef útidyr opnuðust. Eldsnöggt þaust þá
sú gamla að þeim kettinum, sem virðist
vera heldur meiri fyrir sér (frakkari)
glefsaði í hnakkadrambið og dró hann
inn. Hann reyndi engan mótþróa en
lét þá gömlu bisa sé inn og hinn kom
sneypulegur á eftir.
Það var eins og móðirin vildi segja
við afkvæmin — þið hafið ekkert að
gera út í svona veður — farið ykkur
bara að voða. Eða kanski hefur hún
haft hugboð um það sem koma varð og
því viljað hafa börnin sín hjá sér —
nokkrum klukkutímum síðar fæddi
hún 7 andvana kettlinga.
Villikötturinn þakkláti.
Kona heyrði ókennilegt hljóð við
tröppurnar hjá sér. Þegar hún gætti að
sá hún ámátlegt kattar kvikindi skjót-
ast fram og aftur í fönninni. Hún sinnti
því ekki að sinni, en endurtekin
armæðuhljóð kattarins vöktu konuna
til meðaumkunar. Hún setti eitthvað
matarkyns á skái út á tröppurnar. Kisa
var mjög varkár en kom loks og át það
sem framreitt var.
Það leyndi sér ekki að þetta var villi-
köttur, læða, komin langt á leið. Hún
kom síðan dag hvern, stundum oftar en
einu sinni.
Hún gildnaði nú óðum. Reyndi þá
frúin að lokka kisu með matargjöfum
að skjóli í kjallarakompu. Það gekk
ekki of vel, enda ganga villikettir
ógjarnan í gildru. En þegar fæðing
nálgaðist lét hún þó til leiðast, enda
kom þá tvennt til — úti voru veður vond
og aðhlynning og matargjöf konunnar
fóru vaxandi.
Svo kom að því að kisa gaut — og ást
hennar á afkvæmunum, vernd og um-
hyggja var augljós. Vinátta villikattar-
ins og konunnar virtist aukast með degi
hverjum.
Bati kom í veðurfarið og kettlingarn-
ir döfnuðu vel og fóru að sjá. Konan
annaðist sængurgjafimar af natni —
færði fjöldskyldunni góðar matargjafir
og hlúði að henni. Einn morguninn
þegar konan kom með morgunmatinn
greip hún í tómt — og þó, fallegasti
kettlingurinn var einn eftir i hreiðrinu.
Gamla kisa kom aldrei framar í heim-
sókn.
J.T.
P.S. Sendið Faxa dýra sögur og annað
efni til skemmtunar og fróðleiks.
J.T.
FAXI — 11