Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1979, Síða 12

Faxi - 01.05.1979, Síða 12
áður litla verzlun á flugvellin- um og seldi árið 1969 fyrir 27.2 milljónir króna en fyrsta heila árið sem f.M. starfaði nam salan 72.4 milljónum króna. Jón SigurOsson framkvæmdastjórí. íslenzkur markaður á Keflavíkurflugvelli: HANDPRJÓNUÐU PEYS- URNAR ÁVALLT VIN- SÆLAR Vörusalan 562 milljónir Eins og lesendum blaðsins er kunnugt um, er rekin tvenns konar starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Annars vegar er það starf- semi tengd varnarliðinu og veru þess hér, og hins vegar vegna reksturs millilandaflugs okkar íslendinga og þjónustustarfsemi í tengslum við það. í flugstöðvarbyggingunni eru tvær verslanir, sem selja vörur til ferðamanna, þ.e. Fríhafnarverslun ríkisins og íslenskur markaður h.f. Ritstjórn blaðsins kom fyrir skömmu að máli við framkvæmdastjóra íslensks markaðar h.f., Jón Sigurðs- son, og bað hann að skýra iesendum Faxa frá sögu fyrirtækisins og starfsemi þess. Fyrirtækið íslenskur mark- aður h.f. var stofnað árið 1970 af nokkrum stærztu iðnaðar- framleiðslufyrirtækjum lands- ins og annarra á sviði samvinnu og einkareksturs. Stærztu hlut- hafar eru t.d. Samband ísl. Samvinnufélaga, Álafoss h.f., Osta og Smjörsalan s.f., Glit h.f., Sláturfélag Suðurlands, Nói h.f., Ora h.f., Heimilis- iðnaðarfélag íslands, Ramma- gerðin h.f., Trésmiðjan Víðir h.f. o.fl. eða alls 18 fyrirtæki. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að nýta betur þá möguleika sem fyrir hendi voru á flugvellinum til kynn- ingar, markaðsathugana með nýjar vörur og umbúðir og sölu á íslenzkum iðnvarningi og afurðum til þeirra hundruð þúsunda ferðamanna sem um flugvöllin fara árlega á ferð sinni milli heimsálfanna. Ferðaskrifstofa ríkisins rak Stækkun flugstöóvar- innar Samkvæmt samningi við Utanríkisráðuneytið reisti I.M. viðbyggingu við flugstöðina samtals 615 m2 að stærð fyrir starfsemi sína og kostaði hún 8.5 milljónum króna og var byggingin afhent ríkinu strax til eignar en útlagður byggingar- kostnaður var reiknaður sem fyrirframgreidd húsaleiga. Samkvæmt þessum samningi var kveðið svo á að Í.M. skyldi greiða Ferðaskrifstofu ríkisins gjald kr. 21.00 af hverjum transitfarþega en þessi greiðsla skyldi skoðast sem þóknun til F.r. fyrir aðstöðumissinn á flugvellinum. Strax í upphafi kom upp túlkunarmismunur milli Í.M. og F.r. á því hverjir skyldu teljast transitfarþegar. íslenzkur markaður h.f. vildi nota sama túlkunarskilning og íslenzk og alþjóðleg flugmála- yfirvöld og alþjóðastofnanir nota að transitfarþegar væru þeir einir sem fara um ákveðið svæði til stuttrar viðdvalar án þess að um tollskoðun eða vegabréfaeftirlit væri að ræða. Ferðaskrifstofan gerði hinsveg- ar kröfu um greiðslu á transit- gjaldinu af þessum farþegum og einnig brottfararfarþegum þ.e. útlendingum á leið úr landi og íslendingum í viðskipta- og sólarlandaferðum (sem aldrei verzluðu í fyrirtækinu). Ágreiningi þessum var skotið til dómstóla og tók hæstiréttur þá afstöðu að Í.M. skyldi greiða samkvæmt túlkun ferða- skrifstofunnar með tilliti til upphaflegu samningsgerðar- Jón og Elías ásamt samstarfsfólki. innar. Samgöngumálaráðu- neytið breytti þá hinsvegar túlkun sinni og Ferðaskrifstof- unnar og féllst á skilning ís- lenzks markaðar h.f. og hefur hann gilt siðan. Eingöngu íslenzkt Varningurinn í verzlun ís- lenzks markaðar h.f. skiptist í 6 meginflokka: er það silfurvara, matvara, fatnaður úr ull og aðrar ullarvörur, gærur og ýmsar vörur úr skinnum, kera- mik og póstkort, bækur og ýmsir aðrir minjagripir. Handunninn gull og silfur- varningur vekur ávallt mikla athygli, bæði eftirlíkingar af gömlum munum og þjóðlegum mynstrum og nýtízku silfur- smíði með íslenzkum steinum. Af matvörunni hefur mest verið í ostum, grásleppu- hrognakavíar, reyktum laxi og ýmsum niðursuðuvörum. Þá hefur sala á frystu lambakjöti Póstpöntunarlista íslenzk markaðar hf. er dreift víða um hcim. verið stöðug og jöfn og er áberandi hve flugáhafnir og farþegar sem oft fara um völl- inn kaupa það mikið. íslend- ingar á leið til að vina og kunningja erlendis hafa þó ávallt verið jafnbestu við- skiptavinirnir. Það er þó fyrst og fremst fatnaður, prjónaður og heklað- ur úr íslensku ullinni sem best hefur selzt í verzluninni. Hand- prjónuðu íslenzku peysurnar eru ávallt mjög vinsælar en með meiri fjölbreytni og vand- aðri og betri framleiðslu hefur sala aukist mjög mikið í alls- kyns yfirhöfnum jökkum, káp- um og slám. Áberandi er hve sauðalitirnir vekja mikla at- hygli og hinir sérstæðu eigin- leikar íslenzku ullarinnar sem koma fram þegar hún hefur verið kembd og ýfð upp í alls- kyns fatnaði. í byrjun voru allar handprjónavörur til verzlunarinnar keyptar í Reykjavík en nú hin síðustu ár FAXI — 12

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.