Faxi - 01.05.1979, Síða 19
Utvegsmannafundur í Stapa,
DEILDU Á ÞINGMENN
FYRIR SINNULEYSI
— og tödlu fráleitt að skerða
sókn Suðurnesjabáta
Laugardaginn 14. apríM979 hélt
Útvegsmannafélag Suöurnesja
fund í Stapa.
Fundarefni var ráóstafanir
stjórnvalda um takmarkanir þorsk-
veiða.
Um eitt hundrað útvegsmenn
sóttu fundinn og þar að auki sjávar-
utvegsráðherra, Kjartan Jóhanns-
son, alþingismennirnir Matthías Á.
Mathiesen, Geir Gunnarsson, Gils
Guðmundsson, Ólafur G. Einars-
son, Oddur Ólafsson og Ólafur
Björnsson. Ennfremur komu á
fundinn form. L.I.Ú., Kristján Ragn-
arsson og formaður Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum,
Albert K. Sanders.
Miklar umræður urðu á fundin-
um og í upphafi bent á, að Suöur-
nesjamenn heföu ávallt viljað taka
aðvaranir fiskifræöinga um sókn f
þorskinn af alvöru. Töldu fundar-
menn þær ráöstafanir, sem nú
hefðu verið gerðar, um takmarkanir
á sókn í þorskinn á þessu ári, þær
raunhæfustu, sem enn hefðu verið
gerðar i þessum efnum.
Sýnt var fram á aöstööumun til
uppbyggingar í sjávarútvegi og
taliö að Suðurnesin og raunar öll
byggðarlög, er byggðu afkomu sína
á útgerö báta, heföu búiö við
skaröan hlut.
Þá töldu ræðumenn fráleitt að
skerða, sem nokkru næmi, sókn
bátanna á yfirstandandi vertíð,
umfram það, sem þegar hefði verið
gert og lögöu áherzlu á, að þeir
fengju að Ijúka vertíöinni án veru-
legra skerðinga. Bentu þeir jafn-
framt á, að allar viðmiðanir um
aflabrögð bátanna á yfirstandandi
vertíð og þeirri eindæma lélegu ver-
tíö 1978, væru í hæsta máta ósann-
gjarnar, ef vegna þess ætti að
stööva bátana nú.
í framhaldi af þessu var lögð
fram á fundinum skýrsla um hag-
n-ýttan þorsk í hinum ýmsu lands-
hlutum s.l. 10 ár.
Nokkuö var deilt á þingmennina
og m.a. sagt að þótt þeir hefðu
marga hluti vel gert, þá hefðu þeir
sýnt sinnuleysi, þegar um málefni
sjávarútvegsins hefði verið að
ræða, — og ætti þetta raunar við
alla þingmenn á Suöur- og Suðvest-
urkjálka landsins.
í ræðu sjávarútvegsráöherra
kom fram að hann teldi ráöstafanir
um takmarkanir þorskveiðanna
vera að mestu í samræmi við tillög-
urfiskifræðinganna.
Ráöherrann hvatti til þess að
togara- og bátamenn hættu öllum
metingi og sagöi, að báðar grein-
arnar ættu fullan rétt á sér.
Þá vildi ráðherrann ekki, við
þetta tækifæri, upplýsa hverjar
ráöstafanir væru á döfinni varð-
andi netaveiöar það sem eftir er
vertíðar.
Að lokum var einróma samþykkt
ályktun, sem lögð hafði verið fyrir
fundinn. (Ályktun hjálögð).
F.h. Útvegsmannafél. Suðurnesja,
Ingólfur Arnarson.
f
Ályktun
Almennur fundur í Útvegsmannafélagi Suðurnesja, var
haldinn í Stapa 14. apríl 1979, samþykkir svofellda ályktun,
varðandi ákvörðun stjórnvalda um takmarkanir á þorsk-
veiðum.
Fundurinn fagnar því að loksins virðist eiga að gera raun-
hœfar ráðstafanir til þess að takmarka sókn í þorskstofn-
inn. Jafnframt vekur fundurinn athygli á því, að fáranlegt
vœri að miða við það aflahrun, sem varð á síðustu vertíð á
Suðurnesjum, eigi að vera viðmiðun um hlutfall fyrir báta-
flotann, en metafli síðasta ár í öðrum landshlutum við-
miðun fyrir þá.
Fundurinn bendir á, að togarar hafa flœtt inn í landið
þrátt fyrir ofveiði á þorski. Það hlýtur því að vera
sanngjörn krafa að þeim sé nú beint í vannýtta stofna, með
öllum tiltœkum ráðum, meðan þorskstofninn er byggður
upp.
Fundurinn vill ítrekað vekja athygli á því að á Suður-
nesjum hefur þorskafli hrunið niður í helming af því, sem
hann var fyrir nokkrum árum, á sama tíma hefur þorskafli
víða margfaldast.
Þá vill fundurinn minna á, að eftir því sem fleiri fisk-
vinnslustöðvar loka á Suðurnesjum, vegna aflabrests, er í
vaxandi mœli sótt eftir fólki úr öðrum heimsálfum til þess
að yinna fisk víða um land.
I framhaldi af framansögðu telur fundurinn engin rök
mœla með því að bátaflotanum sé ekki gefinn kostur á að
Ijúka yfirstandandi vertíð án frekari stöðvana.
Fundurinn lýsir yfir fullum vilja um samstöðu við sjávar-
útvegsmenn á hinum hefðbundnu vertíðarsvæðum báta-
flotans um hvaðeina, er varðar sameiginlega hagsmuni.
Að lokum lýsir fundurinn furðu sinni á þeim linnulausa
áróðri, sem rekinn er í fjölmiðlum gegn þessu svæði og
bátaflotanum í heild, og í vaxandi mœli kemur fram í um-
rœðum á Alþingi ífurðulegustu myndum.
Úrvalsfólk á einni plötu, Keflavík í Poppskurn
Keflavíkurkaupstaður átti 30 ára
afmæli fyrir skömmu. Hátíöabrigði
voru engin að undanskildu því að fánar
voru dregnir í hún í tilefni dagsins,
bæði hjá einstaklingum og hinu opin-
bera. Einn aðili minnist þó tímamót-
anna oörum fremur, útgáfu fyrirtækið
Geimsteinn, sem gaf út vandaða hljóm-
plölu af þessu tilefni. Var það mjög vel
til fundið af Rúnari Júlíussyni, hljóm-
listarmanni og söngvara, en hann er
jafnframt eigandi Gcimsteins, að safna
saman á eina plötu, úrvalsfólki í söng
og hljóöfæraleik, ásamt Ijóðahöfund-
um, og lagasmiöum, en eins og flestum
er kunnugt er ótrúlega stór hluti þeirra
sem hæst ber á skemmtanahimninum í
dægurlagadónlist, úr Keflavik og ná-
grenni. Taka má undir orð hins fjöl-
hæfa listamanns Þorsteins Eggerts-
sonar, á plötukápunni, þar sem hann
ritar. „Nú er Keflavík oröin þrítug,
með nærri 7000 þúsund íbúa. Fyrir
utan að vera gamalfræg verstöð og
skrásett á alþjóölegum landakortum
vegna flugvallarins, er Keflavik þekkt
fyrir óvenju marga skemmtikrafta og
músíkanta (höfðatalan fræga, júnó) og
þess vegna timi komin til að gefa út
a.m.k. eina hljóplötu með úrvali kefl-
viskra skemmtikrafta. En það var úr
vöndu að ráð. Hverjir af öllum skaran-
um áttu að vera á hljómplötunni?"
Ekki er annað að heyra en að valið
hafi tekist alhliða mjög vel og Suður-
nesjamcnn ættu því ekki að láta
„Keflavik í poppskrun", fram hjá sér
fara.
emm
Eyjólfur Guðjónsson varð 75 ára 17.
október s.l. Hann vinnur nú verzlunar-
störf á Keflavíkurflugvelli og er líklega
elstur starfandi í þeirri grein. Hann
hefur unnið mikið að leiklista- og
íþróttamálum og var meðal annars
fyrsti formaður K.F.K.
FAXI — 19