Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1979, Qupperneq 20

Faxi - 01.05.1979, Qupperneq 20
Sjö stelpur. Ásta, Inga, Jóhanna, Þórný, Ingibjörg, Kristrún og Guðný. Myndin, sem hann dregur upp af þessu ástandi er dökk, en vafalaust sönn. Það er átakanlega ömurleg staöreynd aö fjöldi stúlkna er lokaöur inni á slíkum heimilum víösvega um heim. Velviljaö og elskulegt fólk reynir aö gera allt Asta Magnúsdóttir hugsanlegt til aö bjarga þeim frá glötun, en stendur jafnan uppi algerlega ráöþrota, getur i besta lagi deyft í bili sárustu kvalirnar, sárustu angistina, ..sem heltekur þessa vesalinga. Örfáir einstak- lingar eiga afturkvæmt til eðlilegs mannlífs, ná þolanlegri heilsu og normal tökum á lífinu. Flestar brenna upp á báli fíkniefna og lasta, sökkva dýpra og dýpra, veröa alla æfi reköld og aö lokum jafnvel úrhrök sem almenningur foröast. Af ýmsum ástæöum tekur þaö þær mis langann tíma og viðbrögö þeirra eru meö ýmsum hætti en leiöin til glötunar er ein, vöröuö sálarstríöi, kvölum, örvæntingu, glapsýnum, ofstæki og endar oft meö sjálfsmoröi. Leikurinn er sterk aövörun til ungs fólks aö hætta sér ekki út á hálar brautir ffkniefna eöa annara lasta. Viststúlkurnar sjö leika þær Ásta Magnúsdóttir, Barböru, Inga Stefánsdóttir Maju, Kristfn Eyjólfs- dóttir Ásu, Ingibjörg Eyjólfsdóttir Gunnu, Þórný Jóhannsdóttir Elsu, Jóhanna Helgadóttir Maríu og Guðný H. Jóhannsdóttir leikur Guörúnu. Aöeins þrjár þeirra hafa Iftillega komiö á leiksvið áöur, þó er túlkun þeirra og innlifun mjög góö. Þær Ásta og Inga sköruóu framúr, enda gefa hlutverk þeirraþeim íviö meiri möguleika, einkum Astu, sem vafa- laust veröur mörgum minnisstæö í lokaatrióinu, þar sem hún var frá- Litla leikfélagið. SJÖ STELPUR Höfundur: Erik Thorstenson. Leikstjóri: Sigmundur Örn Arngrímsson og þýddi hann einnig leikritið. Leikritið Sjö stelpur eru eftir sænskan höfund, sem skrifar undir dulnefninu Erik Thorstensen. Sögusvið leiksins er upptökuheimili fyrir vand- ræðastúlkur. Höfundurinn vann sem gæslu- maður á slíku heimili í Svíþjóð og þekkir því vel sjúkleika og ástand þessara ógæfusömu ungl- inga, geðveilu þeirra og óhefta skapsmuni, orð- bragð þeirra og æði. bær. Það er næstum ótrúlegt aö 15 ára stúlka skuli ná slfkri innlifun, skilningi og hófsemd í túlkun án þess aö bregöi fyrir ofleik. — Frum- raun sem segir sex, og gefur góðar vonir um aö enn séu Suöurnesja- menn aö eignast úrvals leikara. Inga lék Maju, sem virtist hvaö lengst hafa veriö vistuö á hælinu, af þessum sjö stelpum. Hún lék ágætlega og kom mér þaö ekki á óvart eftir aö hafa séö hana leika „stúlkuna aö austan" ( Hart í bak. Þetta var mjög ólíkt hlutverk og staöfesti þaö ótvíræöa leikhæfi- leika Ingu. Hinar fimm stóðu sig líka meö prýöi. Samleikur allra stelpnanna var lipur og rann þægilega fram, nema hvaö oröbragöiö skar í eyra á köflum, en þaö er ekki þeirra sök, heldur ekki hve persónugeröir þeirra margar voru Ifkar, sem mér fannst Ijóöur á annars athyglis- veröu verki. Þrátt fyrir þaö tókst þeim öllum aö vekja samúð og meöaumkun. Gæsluliðiö átti erfiöara uppdrátt- ar — þeirra hlutverk eru ekki þess eðlis að þau komi óvænt við til- finninga strengi áhorfandans og marki þar afgerandi minningar, jafnvel reyndustu leikurum mundi ekki reynast þaö auövelt. Hér voru allt nýliöar aö verki. Óla, yfireftir- litsmann, leikur Sigfús Dýrfjörö. Persónugerö Sigfúsar hentar vel í hlutverkió en raddbeiting og fram- setning mætti vera meira í samræmi viö karlmannlegann og fyrirmannlegann svip. Gunnillu, gæslukonu, leikur Guörún Stein- þórsdóttir. Hlutverkiö er lítiö og gefur ekki mikla möguleika. Guörún hefur góöa rödd og nægan myndugleik en var þó ekki nógu sannfærandi. Hún virtist stöóugt vera maö þaö f huga, aö hún var bara aö leika — og kannski leit hún of vel út, meiri maski heföi sjálf- sagt gert hana trúveröugri. Erik, gæslumann, leikur Sigurjón Krist- jánsson. Hann naut þess hinsvegar aö hann hefur heppilegan aldur og „holningu" í gæslumanns hlutverk- iö og slapp vel frá gáska stelpn- anna. Svein, gæslumann, leikur Þórarinn Eyfjörö. Hann kom treg- lega fyrir í byrjun en sótti sig allt til síöasta atriðis. Þar fannst mér hann nálgast þær Ástu og Ingu, sem fyrr er getiö, meö góöri inn- lifun — tókst aö sannfæra mann um, aö i svona starf fara menn ekki fyrir peningana (launin) heldur í von um aö hugsjónarstarf þeirra megi veröa aö gagni fyrir hrjáöa sam- borgara. Minnsta hiutverkiö Algot, nefndarfulltrúa, leikur Hólmberg Magnússon. Vegna nokkurar sviös- reynslu heföi hann mátt vera f stærra hlutverki. Sem nefndar- fulltrúi kom hann bara og fór snoturlega og snarlega. Þaö lítur út fyrir aö þaö sé stefna Litla leikfélagsins, aö gefa sem flestum Garöbúum og jafn vel fleir- um, kost á því að komast á leiksviö og reyna þar hæfni sína f vist hjá Talfu. Þaö er að vissu marki mjög viröingarvert, já, og skemmtilegt. Þetta leggur hins vegar vanda á heröar forráöamanna og leikstjóra félagsins að ganga ekki um skör fram í þessu efni, ef þeir vilja halda félaginu í hópi alvöru leikhúsa, en þann sess hefur Litla leikfélagið tvfmælalaust unnið sér. Nú, en í sjálfboöastarfi áhugaleikara kunna aö vera eölilegar fjarvistir besta fólks, og viö því er ekkert aö segja. í þetta skipti tókst- ágætlega til og er þaö ósk mín aö svo megi jafnan veröa. Baksviösmenn, sem eru margir, geröu góöa hluti þrátt fyrir erfiö vinnuskilyröi. Þaö er brýn þörf og aökallandi aö stækka sviöiö og bæta aöstööuna í kringum þaö. Garöbúar láta þaö kannski veröa forgangsverkefni f menningarmál- um. Góöur árangur og vinnugleöi félaganna í Litla leikfélaginu hefur unniö til þess aö frumstæð aöstaöa sé færö til betri vegar. Jón Tómasson. Inga Stefánsdóttir og Sigurjón Kristjánsson. Ljósmyndir: Hreggviður Guðgeirsson FAXI — 20

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.