Faxi - 01.10.1980, Qupperneq 4
Forláta
fiðla úr
smjörlíkis
kassa
Hver voru tildrögin
að stofnun Baðstofunnar?
Erlingur er hér á tali viö Mr. Stafford - en þaö nafn gaf hann þessari viröulegu smíö.
Við Suðurnesjamenn höfum á síöari árum verið stoltir af
Baðstofunni okkar. Þar hefur á vissan hátt verið gerð tilraun
til að endurvekja og halda í heiðri því besta, sem baðstofu-
samfélagið gamla færði þjóðinni í arf, þar sem hönd hjálþaði
hendi og einn leiðbeindi öðrum við gerð fagurra muna,
stundum til augnayndis en oftar til hagnýtra nota. Nú er svo
komið að tvær - þrjár kynslóðir íslendinga hafa aldrei komið í
snertingu við virkt baðstofulíf, og þeim fækkar óðum sem þar
námu á einn eða annan hátt. Baðstofan var áður fjölbrauta-
skóli og aðal menntastofnun þjóðarinnar. Þar lærði sonur af
föður sínum, dóttir af móður og hjú af góðum húsbændum.
Ungir og aldnir áttu sömu markmið. Héldust hönd í hönd.
Bókmennt var þá ekki almennt höfð í hávegum, nema í
undantekningartilvikum, hins vegar ýmis konar handíðir, tó-
vinna, veiðarfæragerð og annaö það er laut að framfærlsu
heimilanna. Bókvitið var ekki látið í askana, sögðu menn, og
brauðstritið krafðist mikils tíma og álags hjá þjóðinni, sem
bjó öldum saman við harðræði, efnaleysi og algjörlega hjálp-
artækjalaus. Ber þó að hafa það hugfast, að sagna- og
bókmenntaerfð þjóðarinnar er kannöki mikilvægust þegar á
allt er litið og er sífellt aö tæra okkur arð i menningarlegu
tilliti. Og var það ekki baðstofan sem átti þar margþætta aöild
að? Baðstofulífið þurfti á sögnum að halda til skemmtunar
og fróðleiks, var því viss hvati að sagna og Ijóðagerð, sem
síðan var lært og flutt á vökunni og að lokum skráð á skinn og
varðveitt sem gersemar.
Margir voru og eru þeirrar skoðunar, að baðstofulífið hafi
átt mikinn þátt í þreki og þolgæði þjóðarinnar. Þar hafði
þjóðin hlotið þann styrk til sóknarog varnaráerfiðumtímum
er nægði henni til að þrauka dimmar miðaldir, einokun og
ofríki. ísaár oa eldgos, sem eyddu heilum byggðum svo
fólkið var knúið til að fara á vergang. Þjóðin varðað lifaaf því
sem bú og bátskel gat tærst henni í askana. Engin Marshall
hjálp eða alþjóða styrktarsjóðir voru þá innan seilingar.
þegar svo tækniþróun, þætt afkoma, umdeilt fræöslu- og
skólakerfi, hjaðningarvíg smápólitíkusa að ógleymdri stór-
veldapólitík (með heitu og köldu stríði) komu til sögunnar,
riðluðust góðar geymdir liðinna alda.
Einn þeirra vina minna er ég heyrði hvaö oftast tala um
mátt baðstofuuppeldisins og þá válegu braut er nú væri farið
út á með sundurstíun kynslóðanna, var Hallgrímur Th.
Björnsson, fv. ritstjóri Faxa. Hann haföi sjálfur alist upp í
þéttsetinni baðstofu ístórum barnahóþ, þarsemforeldrarnir
lögðu ríka áherslu á að búa börn sín sem best að heiman, að
hætti þess tíma. /Efistarf hans varð síðan barnafræðsla og
uþþeldismál. Hans sjónarsvið náði því út yfir þann umbrota-
tíma, sem átt hefur sér stað í þessum efnum, allt frá formi
baðstofufræðslu, sem byggistánánumkynslóöatengslumtil
umdeildrar skólalöggjafar, sem við búum að núna. Fræðslu-
og uppeldismál voru honum hugfólgin og hann túlkaði þau
bæði í ræðu og riti og raunar alls staðar þar sem hann fékk
áhugasaman viðmælanda.
Nokkru eftir stríð knúði ungur maður dyra hjá Hallgrími og
falaði herbergi til leigu. Hallgrímur ræddi lítillega leigumála,
fannst pilturinn framandlegur og forn í máli, en það ásamt
kennaraskólamenntun hans kann að hafa ráðið hagkvæmum
úrslitum fyrir piltinn, og flutti hann fljótlega í hús Hallgríms.
Pilturinn var fyrirferðarlítill, látlaus og prúður, en vel að sér í
hugðarefnum Hallgríms. Hann reyndist fjölhæfur hagleiks-
maður, varðalltaðsmíðisefni, m.a. minnist ég undrunarHall-
gríms er hann sagði mér frá forláta fiölu er leigjandinn hafði
smíðað úr smjörlíkiskassa.
Þegar ég skoðaöi ágæta myndlistarsýningu Baðstofunnar
í vor, rifjaðist það upp fyrir mér, að áður fyrr var stundum
mun fjölbreyttari listtjáning á þessum vorsýningum. Einnig
hugleiddi ég mikilvægi Baðstofunnar, tilgang hennar og
hvern ávöxt hún hefiur borið. Mjög góð aðsókn að sýning-
unum bendir til þess, að menningarviðleitni Baðstofufólks-
ins sé skilin og metin að verðleikum.
Stutt spjall við Erling Jónsson, handavinnukennara, færði
mig að rótum þessarar merki stofnunar, sem hann er tví-
mælalaust brautryðjandi að.
Ert þú Suöurnesjamaöur,
Erlingur?
„Það er nú líkast til.
Fæddur í Móakoti á
Vatnsleysuströnd í Ásláks-
staðahverfi, en fluttist korn-
ungur til Hafnarfjarðar.
Annars er föðurætt mín úr
Húnavatnssýslu og móður-
ætt úr Barðastrandasýslu. En
megin hluta starfsævinnar
hef ég búið hér í Keflavík".
Skólaganga þin, hver var
hún?
„Ég var í Barnaskóla
Hafnarfjarðar og síðan í
Flensborgarskóla. Að því
loknu fórég ífiðlunám hjá Al-
bert Klahn og vann þá
iafnframt hjá Landssíma
Islands og víðar. Fór því næst
í Kennaraskóla íslands og
lauk þar námi sem mynd- og
handmenntakennari".
FAXI - 120