Faxi - 01.10.1980, Qupperneq 6
FAJCl
Útgefandi: Málfundafélagiö Faxi, Keflavik
Ritstjóri: Jón Tómasson
Afgreiösla: Hafnargötu 79, sími 1114
Blaöstjórn: Jón Tómasson, Melgi Hólm,
Ragnar Guöleifsson
Setning, prentun og frágangur:
GRÁGÁS HF
Þrjú leiðarmerki:
Alþingi - Kjarasamningar - Ný króna
Veróþenslan á fslandi er oröin geigvænleg. Veröhækkun á vöru
og þjónustu er oröin dagleg plága, sem hvorki stjórnmálamenn nó
aörir leiötogar þjóöarinnar kunna ráö gegn, aö þvi er best veröur
sóö.
Vandamál þetta vex meö auknum hraöa á viku hverri, prósentu-
reikningurinn, sem gjarnan er notaöur sem smurolia á veröbólgu-
hjólin, tekur miö af stööugt hærri tölum, áfangastökkin viö hverja
hreyfingu stækka.
Tiu króna hækkun, sem þótti mikil fyrir fáum misserum, er nú
oröin aö hundraö - jafnvel þúsund króna stökki i dag.
Þessar tiöu veröbreytingar trufla veröskyn fólks, torvelda allt aö-
hald neytandans viö verömyndun, verölagseftirlit fer úrskoröum og
verömiöinn fær á sig skráöa frjálsari verölagningu, sem i haröri
samkeppni erstundum merktur tveimur tölum, hámarksveröi og til-
boösveröi. Fólk örvæntir um hag sinn. Heimilisbókhaldiö gefur aö-
vörunarmerki - rautt Ijós. Tekjur og gjöld eiga ekki lengur samleiö.
Hvaö skal gera?
Þegar þessar linur eru skrifaöar eru ÞRJÚ LEIÐARMERKI i sjón-
máli, sem geta haft áhrif áhvort stefna þjóöarskútunnar veröur upp i
brimsorfna kletta, brotni þar i spón, missi fragt og fargögn og
jafnvel fólk (sem er nú þegar fariö aö flýja af skútunni til annarra
landa) eöa hvort sveigt veröur frá blindskerjum og bölklettum og
haldiö á fengsæl miö farsældar og áframhaldandi framfara, sem
Island hefur upp á aö bjóöa, ef Islendingar láta ekki dimmar þokur í
austri og vestri villa sór sýn.
Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir, gat þess i þingsetningar-
ræöu sinni fyrir fáum dögum, aö alþingismenn væru meö fjöregg
þjóöarinnar i höndunum og baö þá vel gæta. Atti forsetinn þar
fyrst og fremst viö lýöræöi og sjálfstæöi þjóöarinnar. En hætt er viö
aö lýöræöi og sjálfstæöi só i hættu ef efnahags- og atvinnumál
hrynja til grunna. Þjóöin biöur þvi öll i ofvæni eftir þviaö sjá Alþingi
stilla upp leiöarmerki nr. 1.
Hvert skal halda?
Kaup- og kjarasamningar hafa i marga mánuöi mallaö imoöpotti.
Eftir aö sáttasemjari rikisins, Guölaugur Þorvaldsson, kom aftur til
starfa eftir drengilega baráttu um Bessastaöabrauö, hefur hann
itrekaö reynt aö fá samningsaöila til aö lyfta sameiginlega lokinu af
pottinum svo báöir fáisóö frá sama sjónarhóli hver soöning er ipott-
inum, ef veröa mætti til samkomulags um skiptin. En margar blikur
eru á lofti og erfitt aö spá hver veörabrigöi veröa. Enginn viröist hafa
fengiö ,,sinn" skammt af þjóöartekjunum og ekki veröur enn sóö
hvaö letraö veröur á leiöarmerki þeirra striöandi stótta, sem kljást
um kjaramálin.
Lengi hefur allt hnjaskiö lent á litlu krónunni okkar. Hún hefur
veriö smáö og hrakin og nú veröur hún brátt aö einseyringi - ætti
sennilega aö vera mun minni. En hvaö um þaö, þá mæna margir
vonaraugum til áramótanna i von um aö gjaldmiöilsskiptin fái ein-
hverju áorkaö i okkar hag - veröi vendipunktur frá eyöslusýki,
vantrú og hiröuleysi i peningamálum til aukins skilnings á
verömætasköpun og varöveislu verömæta.
Spurningin, sem brennur á vörum fólksins er ekki fyrst og fremst
um efnislega framkvæmd þessarar merkilegu tilraunar - heldur um
þaö hvort hugarfarsbreyting heföi ekki veriö nauösynlegri. All mikill
auglýsingafaraldur hefur snúist um Nýkrónuna, en hvergi minnst á
aö gjaldmiöilsskiptin komi þvi aöeins aö gagni aö þjóöin öll einbeiti
sór aö ná þvi marki sem til er ætlast meö þessari gjaldmiöilsbylt-
ingu. Áróöur fyrir þvi er hvergi aö sjá. Þaö er hvergi vegiö aö eyöslu-
semi, hvorki i einkalifi manna, hjá fyrirtækjum nó hjá þvi opinbera.
Þess vegna óttast margir aö aöeins só veriö aö krukka eöa krafla
ofan i meinsemd, sem þarf miklu kröftugri meöferö ef varanlegt
heilbrigöi að að verða staöreynd. Þaö duga ekki vettlingatök eöa
kveifarskapur hjá þeim sem um stjórnvöldin halda.
J.T.
Verslunin RÓM
Ljósm.: Heimir
Jónas Ragnarsson, húsa-
smíðameistari, opnaði gjafa-
vöruverslun 29. september
sl. með þessu firmanafni, að
Tjarnargötu 3,_Keflavík, hús-
næði því er Útvegsbankinn
hafði er hann hóf starfsemi
hér, gegnt Apótekinu.
Jónas hefur sjálfur gert all-
ar innréttingar og eru þær
haganlegar og smekklegar.
Jónasi hefur einnig tekist aö
fá all framandi og rómversk-
an súlnasvip á innrétting-
arnar.
Auglýsingastofan Dekor í
Reykjavík hefur séð um
hönnunina. Hún hefureinnig
gert tillögur um útlitsbreyt-
ingu á neðstu hæð (götu-
hæð) hússins, en þeir
bræður Jónas og Hannes
hafa fest kaup á þeirri hæð
ásamt '/> kjallara hússins. Að-
spurður kvaðst Jónas
einkum verða með íslenskar
gjafavörur, kínverskar og
danskar og svo sitthvað fleira
eftir því sem ástæður leyfa og
henta þykir. Hann er ánægð-
ur með byrjunaráfangann,
telur að versluninni hafi verið
vel tekið og hyggur gott til
framtíðarinnar og vonar að
fólk kunni að meta þá þjón-
ustu, sem verslunin kemurtil
með að veita.
FORLÁTA FIÐLA . . .
Framh. af síðu 121
(þrívídd), ég verð eitt ár í
Telemark Lærerhögskole.
Þetta verður framhaldsnám í
þeim greinum er ég stundaöi
þar fyrir 4 árum, en þá var ég
þar í 1 ár og líkaði þar mjög
vel.
En aö þvi loknu?
„Þá kem ég heim og kenni
þá vonandi betur.“
Ert þú að vinna aö ein-
hverju sórstöku verki þessa
stundina?
,,Ég er að stækka Mána-
hestinn, sem ég mótaöi fyrst í
smærri útgáfu. Sjálf myndin
frá sökkli veröur 1.6 m á hæð,
gerð úr látúni.“
Hvar á myndin aö standa?
„Þaö má hamingjan vita.“
Er fleira í takinu?
„Já, t.d. skeiöhesturinn.
Hann „stendur í mér“ svo um
munar. Ég vona þó aö ég geti
full unnið hann í sumar."
Hvaö um þina merkilegu
hljóöfærasmið?
„Það er gömul árátta hjá
mér að fást við slíkt, enda
furðu heppinn í sumum
fyrstu tilraununum. T.d. erég
smíðaði fiðlu úr smjörlíkis-
kassafjölum. Tónninn þótti
sumum furðu góður og
minna jafnvel á söngkonuna
ölmu Gluck. Ástæöan hefur
sjálfsagt verið sú, að í þeirra
tíðar smjörlíkiskössum var
notað greni en ekki fura, þ.e.
nákvæmlega sama efni, sem
sjálfur Stradivaríus notaði í
dekkið á sínum frægu fiölum,
aðalhljómbotninn. Þetta var
einstök heppni, sem ég skildi
ekki fyrr en löngu seinna.
Þannig gerast undrin iðu-
lega.“
En siöan hefur þú kennt
hljóöfærasmiöi?
„Stefán Edelstein hefur
nýtt leiðsögn mína tvo síð-
ustu vetur í Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. í þeim skóla er
hljóðfærasmíð valgrein.
Á vordegi heima hjá
Erlingi Jónssyni.
Jón Tómasson
FAXI - 122