Faxi - 01.10.1980, Síða 10
BARTELSÆTTIN 1903. Standandi frá vinstri: Louise MarieThorarensen, t. Bartels, HannesThoraren-
sen, maki Louise, Thorgerda Augusta Bartels, Ágúst Sigurösson, maki Ingileifar, Ingileif Anna Bartels,
Carl Ferdinand Bartels, Martin Andreas Theodor Bartels. Sitjandi frá vinstri: Arndís Bartels, Sara Dor-
thea Vilhelmina Bartels, f. Clausen, Johann Heinrich Bartels, Hedvig Dorthea Bartels. Sitjandi barniöer
Hinrik Vilhelm Thorarensen, sonur Louise og Hannesar Thorarensen.
Frá
Byggðasafni
Suðurnesja,
Vatnsnesi,
Keflavík
Fyrir nokkru barst safninu
bréf frá manni i Reykjavík aö
nafni Haraldur Ágústsson. Meö
bréfinu sendi hann eftirmæli afa
síns H.J. Bartels, en H.J. Bartels
haföi komiö frá Danmörku til
Keflavíkur 4. júní 1861, þá 15 ára
gamall. Hann var viö verslun P.
Duus fram til 1869 er hann fór
aftur til Danmerkur til dvalar þar
í eitt ár. Sumarið 1870 kom hann
svo aftur til íslands og gerðist þá
starfsmaöur Sassverslunar á
ísafiröi og viö þá verslun var
hann þangaö til 1882, en þaö ár
fluttist hann aftur til Keflavíkur
og gerðist verslunarstjóri fyrir
W. Fischer kauþmann. Hjá
Fischer var hann verslunarstjóri
þangað til áriö 1894 er hann
flutti til Reykjavíkur. Móðir Har-
aldar Agústssonar var dóttir H.J.
Bartels og hét Ingileif Anna. Tal-
aöi hún oft viö börn sín um
Keflavík, sem hún bar hlýhug til
vegna góöra endurminninga er
hún átti þaðan og mun hafa
komiö suður á efri árum til aö
skoöa gamlar slóöir.
Jafnframt bauöst Haraldur til
að láta safniö fá mynd af Bartels-
fjölskyldunni, ef viö kæröum
okkur um og einnig Ijósrit af
niöjatali ættarinnar, en elstu
heimildir hennar eru frá 15. öld.
Að sjálfsögðu þáöum við gott
boö og viljum hér meö þakka
Haraldi fyrir hugulsemina við
safnið og jafnframt vill stjórn
safnsins þakka þeim mörgu hér
syöra, sem fært hafa safninu
stórt og smátt síöan það var
opnaö, og vonum aö áframhald
veröi á.
Hverjir hafa dregíö fána
aö hún á lýöveldis-
stönginni 17. júní?
Nokkru eftir aö lýöveldisfána-
stöngin í skrúögaröinum var
reist, var tekinn upp sá siöur að
heiöra hverju sinni einn borg-
ara þessa bæjar með því að láta
hann draga fánann aö hún á
stönginni 17. júní, en eins og
menn vita er flaggað á stöng
þessari þennan eina dag ársins.
Ein undantekning hefur þó
oröiö á, en þaö var þegar fyrsti
forseti fslands kom hingað í
heimsókn. Þaö er af ýmsum til-
efnum sem menn hafa hlotið
þennan heiöur og heföi mátt
ætla að umsögn um þetta hefði
verið haldiö til haga í fundar-
geröum 17. júní nefnda, en svo
hefur því miöur ekki veriö gert
svo fullnægjandi sé, nema nú
síöustu árin.
Innan byggðasafnsnefndar
hefur komiö fram sú hugmynd
aö á safninu væri aðfinnaalbúm
meö myndum af viðkomandi að-
ilum ásamt umsögn þar um. Með
þetta fyrir augum hefur veriö
leitast viö aö vinna úr þeim
gögnum sem fyrir hendi eru, en
sem hafa ekki reynst áreiðanleg-
ar, og margar eyður eru þar að
finna. Viö birtum hér útkomuna
og væntum leiöréttinga og að
fyllt veröi upþ í eyöurnar. Jafn-
framt munum viö svo leita eftir
myndum af viökomandi aöilum
og af atburöinum, ef slíkar
myndir eru fyrir hendi. Viö
þurfum aöeins aö fá myndirnar
aö láni til eftirtöku. Einnig vær
okkur kærkomið ef þeir sem
ættu góðar myndir af 17. júní
hátíöahöldum og það jafnt þótt
um skyggnur (slides-myndir) sé
aö ræöa, vildu lána okkur þær til
eftirtöku. Ólafur Þorsteinsson,
Túngötu 19, sími 2087, mun sjá
um þessa framkvæmd fyrirsafn-
iö. Viö viljum ítreka beiöni okkar
til almennings: Lániö safninu
allar þær myndir sem varöar
byggöasögu, atburöi og íbúa
Keflavíkur og Njarövíkur, til eft-
irtöku. Á safninu eru þær best
geymdar.
Þeir sem dregið hafa fánann
aö hún 17. júní:
1945 Skátaflokkur
1946 Óskar Ingibersson
1947 ?
1948 ?
1949 Ragnar Guöleifsson
1950 Óskar Ingibersson
1951 Guölaug Guöjónsdóttir
1952 Sr. Eiríkur Brynjólfsson
1953 Inga Eygló Árnadóttir
1954 Elínrós Benediktsdóttir
1955 Sr. Ólafur Skúlason
1956 Björgvin Hilmarsson
1957 Margeir Sigurbjörnsson
1958 Guöríður Jónsdóttir
1959 Jón Guðbrandsson
1960 Marta Valgerður Jónsd.
1961 Eyjólfur Bjarnason
1962 ?
1963 Jóna Guöjónsdóttir
1964 Jón Guöbrandsson
1965 Högni Gunnlaugsson
1966 Helgi S. Jónsson
1967 Ólafur Ingibersson
1968 ?
1969 Þorbjörn Kjærbo
1970 Guöni Kjartansson
1971 Ragnar Guðleifsson
1972 Ólafur S. Lárusson
1973 Bergsteinn Sigurðsson
1974 ?
1975 ?
1976 ?
1977 ?
1978 Sesselja Magnúsdóttir
1979 Jón Tómasson
1980 Árni Þorsteinsson
Stjórnin
Laus staða
Staöa skrifstofumanns Landshafnarinnar í Kefla-
vík-Njarðvík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, sendist skrifstofu hafnarinnar fyrir 1.
nóvember næstkomandi.
Hafnarstjórinn i Keflavík-Njarövlk
Keflavfk, 30. sept. 1980.
FAXI - 126