Faxi - 01.10.1980, Qupperneq 11
Kjartan Ólafsson
héraðslæknir - Sextugur
Eins og við mátti búast og i
fullu samræmi við vinsældir
Kjartans Ólafssonar hóraðs-
læknis, heimsótti fjöldi manns
hann á sextugsafmælinu og
veitti honum margháttaða virð-
ingu og vináttuvott. Fluttar voru
margar ræður, þar á meðal for-
seti bæjarstjórnar Keflavikur,
Tómas Tómasson, og bæjar-
stjórinn i Grindavik, Eirikur
Alexandersson, sem færðu
honum þakkir fyrir langt og
giftudrjúgt starf að heilbrigðis-
þjónustu í héraðinu, þökkuðu
einnig persónuleg kynni og vin-
áttu á liðnum árum og árnuðu
honum heilla á ókomnum árum.
Undir þær óskir tóku margir,
m.a. sóra Jón Árni Sigurðsson,
sem flutti honum eftirfarandi
Ijóð:
MEÐ VIRÐINGU OG ÞÖKK
TIL
KJARTANS ÓLAFSSONAR'
héraðslæknis,
á sextugsafmæli hans,
11. 9. 1980
Að lækna mein og lina þraut,
það lifsstarf kaustu þór.
Þú gengið hefur gæfubraut,
Guðs á vegum hór.
Veikra hefur vitjað þú,
og vinarhönd þeim rótt.
Glætt hjá mörgum gleði og trú,
og gagnleg boð þeim sett.
Holl hefur verið höndin þin,
holl og góð þin ráð.
Lifðu heill, unz dagur dvin,
Drottins studdur náð.
Jón Árni Sigurðsson
Kjartan Ólafsson hóraðslækn-
ir i Keflavikurlæknishóraði, er
sextugur i dag. Kjartan hefur
gegnt hór hóraðslæknisstarfinu
frá 1. janúar 1958, þ.e. i nær 23
ár.
Hvað eru margar starfsstundir
i 23 ára starfi hóraðslæknis?
Flestir lifa við 8-10-15 stunda
starfsdag, en læknirinn i fjöl-
mennu og stóru læknishóraði
má vera tilbúinn að gegna kalli á
nóttu sem degi og frá sjúkrabeð-
inu fylgja lækninum oft
óhyggjur um batahorfur. Hvild-
erstundirnar verða þvi vissulega
oft fáar en andvökustundirnar
margar.
í móðurætt er Kjartan Ólafs-
son ættaður úr Hrunamanna-
hreppi i Árnessýslu. Amma
hans, Valgerður, var systir Jóns
Bjarnasonar bónda i Galtafelli,
fööur Einars Jónssonar mynd-
höggvara. Kristin móðir Kjart-
ans, dóttir Valgerðar, og Einar
Jónsson myndhöggvari voru þvi
systkinabörn. Ólafur faðir Kjart-
ans var Vestfirðingur. Annaðist
hann barnakennslu i Hruna-
mannahreppi á þessum árum,
trúlofaðist hann Kristinu á Efra-
Seli. Er stundir liðu fluttist
Kristín með unnusta sinum til
Þingeyrar og hófu þau þar
búskap.
Lengst af munu Grindviking-
ar hafa notið næsta litillar lækn-
isþjónustu. Byggðarlagið var
löngum mjög úr þjóðbraut, ein-
angrað frá aðalbyggðakjarna
Reykjanessins af illfærum apal-
hraunum sv'o óhægt var um öll
samskipti við önnur byggðar-
lög, aðdrætti alla og ekki sist
læknisþjónustu. Löngum sat
aðeins einn læknir i læknishór-
aðinu fjölmennu og vegalausu.
Árið 1918 var einangrunin rof-
in. Þó var lokið við að leggja ak-
færan veg til Grindavikur. Hvilik
umskipti, meðal annars varð nú
auðvelt að ná til læknis, jafnvel
koma sjúkum á sjúkrahús et
þess var talin þörf.
Árið 1929 verður jafnan talið
merkisár i heilbrigðisþjónustu
vi6 Grindvikinga. Hinn nýskip-
aði héraðslæknir, Sigvaldi
Kaldalóns, settist að i Grindavik
vegna húsnæðisleysis iKeflavik.
Þegar svo stóð á brugðu Grind-
vikingar skjótt við og byggðu
vandað hús yfir lækninn. Var
héraðslæknirinn nú sestur að i
Grindavik og sat þar allmörg ár
uns heilsa hans bilaði og hann
flutti til Reykjavikur. Siðan hefur
læknir ekki setið i Grindavik.
Ullu hefur samt þokað i
eðlilega átt. Nú tekur læknir á
móti sjúklingum á lækninga-
stofu i Grindavik og annast vitj-
anir fimm daga i viku hverri, en
auk þess hafa læknar frá Kefla-
vik reynst einstaklega fljótir að
bregða við hafi skyndilega legið
á lækni.
Tel óg nú all vel séð fyrir heil-
brigðisþjónustu i byggðarlag-
inu og mun héraðslæknirinn
Kjartan Ólafsson eiga þar
drýgstan hluta að, hversu vel
hefur til tekist. Hefur hann jafn-
an af einhug og viðsýni unnið að
þvi að nú njóta flest eða öll
byggðarlögin i læknishóraðinu
ágætrar heilbrigðisþjónustu.
En starfsárunum fjölgar. Sem
lækni man óg Kjartan best er
hann sinnti heilbrigðisþjónustu í
grunnskólanum, hversu mikillar
hlýju og varfærni þeir nutu er
veilir voru. Bak við góð læknis-
ráð var jafnan hinn velviljaða og
hugsandi mann að finna. Enn
verður mór þvi að segja, ersjúkir
rekja vandkvæöi sin um hægan
bata: ,,En hefurðu talað viðhann
Kjartan Ólafsson hóraðslækni?"
Ég þakka Kjartani læknis-
störfin og persónuleg kynni á
liðnum árum, vona að læknis-
hóraðið megi enn um mörg ár
njóta hæfileika hans og ágætra
krafta. Honum og fjölskyldu
hans árna óg allra heilla og
blessunar i framtið.
Einar Kr. Einarsson
Hinn 11. september varð
Kjartan Ólafsson héraðslæknir
sextugur.
Hingað fluttist hann frá Vest-
fjörðum 1958. Föður hans, Ólafi
Ölafssyni, skólastjóra frá Dýra-
firöi, kynntist óg fljótt eftir að
hann kom hingað suðurtil sonar
sins.
Ólafur var um margt sór-
stæður og stórmerkur maður.
Siöan hefi óg oft lagt leið mína á
Kirkjuteiginn og notið gestrisni
þeirra Ásdisar Jóhannsdóttur
og Kjartans.
Og á afmælinu komu fram
vinsældir þeirra hjóna. Mér er
sagt að um þrjú hundruð manns
hafi heimsótt þau þann dag. Þó
er Kjartan fremur hlódrægur
maður og litið fyrir það aö ota
sinum tota. Við Suóurnesja-
menn eigum honum margt að
þakka. Þróun heilbrigðismála
hór hefur veriö hröð og þar hefur
Kjartan sannarlega lagt sitt lóð á
vogarskálina. Þó hygg óg að
hann sé langt frá því að vera
ánægöur með núverandi ástand
þeirra mála. Og þannig eiga allir
sannir umbótamenn að vera.
Ég vil svo endurtaka ham-
ingjuóskir minar og konu
minnar til þeirra hjóna og óska
þess að þau verði hórsem lengst
byggðarlaginu til gagns og
okkur öllum til fróðleiks og
skemmtunar.
Hilmar Jónsson
Tilkynning frá Fiskveiða-
sjóði íslands um um-
sóknir um lán á árinu 1981
Á árinu 1981 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði (s-
lands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi:
1. Til framkvæmda í fiskiðnaði.
Eins og áður verður einkum lögð áhersla á
framkvæmdir er leiða til aukinnar hag-
kvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hrá-
efnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmd-
anna. Ekki verða veitt lán til að hefja bygg-
ingu nýrra fiskvinnslustööva, eða auka
verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru
á þeim stöðum, þar sem talið er að næg
afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess
afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í
byggðarlaginu.
2. Tll fisklskipa.
Lán verða veitt til skiptaá aflvél og til tækja-
kaupa og endurbóta, ef talið er nauðsyn-
legt og hagkvæmt, svo og einhver lán til
nýbygginga innanlands.
Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum
sínum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt
þeim gögnum og upplýsingum sem þar er
getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin
til greina. (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fisk-
veiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykja-
vík).
Umsóknarfrestur er til 1. desember 1980.
Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki
teknar til greina við lánveitingar á árinu 1981,
nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður
en framkvæmdir eru hafnar.
FAXI - 127