Faxi - 01.10.1980, Side 15
Tillaga Runólfs
SAMKEPPNI LOKHD UM
MERKI GRINDAVlKUR
Samkeppni um merki fyrirGrindavlkur-
kaupstað er lokið. Tillögur bárust frá 96
aðilum.
Dómnefnd varð sammála um að engin
tillaga væri hæf til verðlaunaveitingar eða
nothæf sem skjaldarmerki í óbreyttu
formi, en ákveðið var að veita viðurkenn-
ingu fyrir tillögu, sem merkt var kjörorð-
inu "HÓP", þar sem nefndin álítur að sú
tillaga gæti orðið grundvöllur að góðu
merki með frekari úrvinnslu.
Höfundur tillögunnar reyndist vera
Runólfur Elentínusson, Tröð, Reykdæla-
hreppi, S.-Þing. Viðurkenningin er 250
þús. kr.
Runólfur Elentinusson
STJÓRNARFUNDUR
AFLATRYGGINGARSJÓÐS
Miðvikudaginn 1. okt. sl. hólt stjórn
Aflatryggingarsjóðs sjávarútvegsins
stjórnarfund í Keflavlk. Má segja að með
þessum fundi hafi verið brotið blað í sögu
sjóðsins, sem starfað hefur siðan árið
1949, hét þá að visu Hlutatryggingasjóö-
ur. Fundir sjóðsins hafa frá upphafi verið
haldnir I húsi Fiskifélags Islands í Reykja-
vlk.
Aflatryggingarsjóður skiptist i þrjár
deildir. Almenn deild sem hefur það hlut-
verk að bæta aflahluti skips og áhafnar
þegar aflabrest beraö hóndum, eöa þegar
brýna nauðsyn ber til að draga úr sókn til
verndar mikilvægum nytjastofnum.
Ahafnardeild sem hefur það hlutverk að
greiöa meginhluta fæöis sjómanna á
fiskiskipaflotanum. Veröjöfnunardeild
sem hefur það hlutverk að greiða verð-
uppbætur á afla einstakra fisktegunda i
þvl skyni aö draga úr sókn ieinstakafiski-
stofna og beina henni til annarra sem
fremur eru taldir þola veiðar.
Tekjur Aflatryggingasjóðs er tæpur
helmingur (46%) álagöra utflutnings-
gjalda af sjávarafuröum sem eru i dag
,5V4% . Tekjurnar i ár má ætla að verði um
7.8 milljaröar.
Stjórn sjóðsins er skipuð 7 fulltrúum
sem skipaöir eru þannig: Tveir frá Lands-
sambandi fsl. útvegsmanna (L(Ú), einn frá
Félagi Isl. botnvörpuskipaeigenda (FlB),
einn frá Alþýðusambandi Islands (ASli,
einn frá Sjómannasambandi Islands (SSI)
einn frá Farmanna- og fiskimannasam-
bandi (slands (FFSl).
Tveir Keflvíkingar eiga sæti í stjórn
sjóðsins, Halldór Ibsen, annar tveggja
fulltrúa LlÚ, kom hann í stjórnina á þessu
ári, og Ingólfur Falsson fulltrúi FFSl og
hefur átt þar sæti síðustu 5 árin.
MAl
Maí-mánuöur er sá árstími er kallar á
gróöursetningu og aðfólk taki til hendiog
geri hreint fyrir sínum dyrum, fjarlægi
drasl af lóðum sinum, þvl þaðer engum til
sóma að misþyrma umhverfinu meö alls
kyns drasli.
Við horfum vonaraugum til vorsins og
til hækkandi sólar, vorhugur vaknar, áætl-
anir brjótast fram i hugum manna. Menn
líta bjartari augum á framtiöina, drungi
skammdegisins hverfur, mannfólkið
sprettur á fætur snemma að morgni
,,Lóan er komin ', jjessi ástsæli fugl, sem
vekur okkur úr dvala vetrarins og flytur
okkur yl og sól aö sunnan.
Það er kominn mai, erfærirokkursól og
gróanda. Þá getum við tekiö undir með
skáldinu „Vorið er komið".
En þaö voru ekki allir eins hressir meö
vorkomuna. Stór hluti islenskra sjó-
manna varð að hætta störfum og sigla
fleyi slnu i höfn vegna veiöibanns með
net. Þetta gerist þegar baráttudagur
verkalýðsins er að renna upp. Það hefði
kannski mátt velja annan tima til þessarar
ákvaröanatöku.
1. mai. - Mér hetur alltaf þótt vænt um
þennan dag. Þetta er hátlðar- og baráttu-
dagur milljóna manna um heim allan, -
manna sem barist hafa fyrir því að hafa
onl sig og á. Það er nauösynlegt, að það
sé til dagur í Iffi einnarþjóöar, tilaðminna
forystu hennar á að það eru hendur þessa
fólks er skapa aö miklum hluta þann auö
og hamingju er við búum við. Þetta fólk
veröur aö fá þau laun sem þaö getur haft
mannsæmandi lifibrauð af. Það hlýtur að
vera hægt aö brúa biliö á milli háu og lágu
launanna. Ég er ekki að tala um að gera
alla jafna, en við getum minnkaö bilið.
Nú í vertiöarlok er það að segja, að afla-
brögð hafa verið með besta móti nú um
nokkur árabil, og vonandi fær sjómaður-
inn góð laun frá þessari vertið. Því miöur
er ekki hægt að segja það sama fyrir fisk-
kaupendur i frystiiðnaöi. Þar er allt i kalda
koli, - aftur á móti þeir aðilar er kaupa fisk
til verkunar í salt og skreið munu koma
fjárhagslega vel út.
Mikið er talaö um ár trésins. Að þvi til-
efni hóldu kvenfólögin I Keflavlk og Njarð-
vlk garðyrkjukynningu. Vonandi hefur
margur maðurinn lært á þeirri kynningu
og búinn aö gróöursetja sinar plöntur
öllum til yndisauka.
Mikil atvinnuþrá er i Suöurnesjamönn-
um. Talað er um að koma upp stóriöju á
Reykjanesi og er taliö að verömætasköp-
un verksmiðjunnar yrði um 3 milljarðar.
Nokkur skip hafa bæst i flota Suöur-
nesjamanna, að vlsu gömul.
Þá er talaö um að Kaupfólag Suðurnesj-
ætli aö reisa verslunarmiöstöö i Njarö-
v/kum.
Sparisjóðurinn hefur fest kaup á húsi i
Garðinum undir starfsemi sina.
Þá eru á vegum Hitaveitu Suöurnesja
hafnar stórframkvæmdir á Keflavikurflug-
velli
Nýtt íþróttahús mun rísa í Grindavík.
Menningarmálin hafa ekki setiö á hak-
anum. Fyrsti nemandi er lokiö hefur burt-
fararprófi frá Tónlistarskólanum í Kefla-
vík, hólt tónleika I Keflavlkurkirkju, og
Karlakór Keflavikur hólt tónleika i Fólags-
biói.
Systrafélag Ytri-Njarövíkurkirkju
heldur vorfagnaö til styrktar kirkju sinni.
Kirkjudagur Keflavikurkirkju var 11.
mal. Ræöuefni var áfengisvandamáliö.
Kaffiveitingar voru til styrktar minningar-
sjóðs kirkjunar
Miðnesingar hafa að undanförnu sýnt
Möppudýragaröinn við góöar undirtektir
Rafveita Keflavlkur keypti listaverk eftir
Eirlk Smith á 1.4 millj., og urðu ekki allir
sáttir um þau kaup.
Sigurgeir Þorvaldssyni (Slána slag-
brands) var veitt viðurkenning fyrir fram-
lag sitt til bókmennta á Suöurnesjum.
Ársþing Bandalags íslenskra leikfé-
laga var haldiö i Garöinum og það ekki af
ástæöulausu, þar sem Litla leikfélagið
hefur verið mjög svo athafnasamt i leik-
listinni.
Landsmót skólalúörasveita var haldiö i
Njarðvik.
Það er ótrúlegt hvað bórn geta áorkaö.
Að undanförnu hafa nokkrir hópar barna
haldiö hlutaveltur og látiö ágóöann renna
til liknarmála. Tveir hópar afhentu pen-
ingagjóf til Þroskahjálpar áSuðurnesjum.
Tveir hópar afhentu Sjúkrahúsinu i Kefla-
vlk peningagjöf, og svo mætti lengi telja.
Nú i Keflavík liggja fyrir umsóknir um
lóðir undir 50 einbýlishús, en lóðir liggja
ekki á lausu. Sömu sógu er aö segja frá
Ytri-Njarövík.
Blessuð krian kom til okkar á réttum
tlma.
19. mai fyrir 30 árum sigldi stolt
islensku þjóðarinnar fánum prýddur inn á
Reykjavíkurhöfn. I dag á siglingaþjóöin
Island ekki fley á mari til mannflutninga.
Islendingar boröuöu 600 tonnum
minna af dilkakjöti en i fyrra.
Þá segir aö fiskimiö Garöbúa séu i
hættu vegna mengunarhættu frá skolp-
ræsi er kemur frá Keflavíkurflugvelli.
Talað er um lyktarlausa Fiskiöju eftir
15. október.
IBK þarf ekki að örvænta, stóð i ein-
hverju blaði.
A 169 vikum hafa Keflvikingar náö af sér
6'/fi tonni af spiki. Ekki er þaö að sjá á mór
Bæjarstjórn Keflavlkur var boöin til
kaups íssjoppa.
Athyglisverðasti popparinn um þessar
mundir er gúanó-rokkarinn Bubbi
Morthens. Það skyldi þó ekki vera skíta-
lykt af gúanó-rokkinu?
Stórfrótt: Morgunblaðið hefur tekiö
Tomma og Jenna upp á arma sina til aö
kitla hláturtaugar lesenda blaðsins.
Eftir að Rögnvaldur Pálsson hætti við
forsetaframboö sitt, ætlar hann að líta á
Sjálfstæðisflokkinn og athuga hvort hægt
sé aö rétta hann viö. I Vlsi segir: ..Kannski
þar séfundin lausn áforystuvandamálum
flokksins." og nú er Rögnvaldur búinn aö
halda málverkasýningu og næst ætlar
hann að fara í þingframboö.
Malmánuöur virðist hafa verið litrlkur.
Mest lesna bók ársins kom út, Símaskrá-
in. En hún er ekki að sama skapi auðlesin.
Viröist aðeins fyrir þá er hafa mjög góða
sjón og er svo að sjá að sjóndöprum sé
ekki ætlaö að lesa þá merku bók. Þarna
þarf virkilega úr að bæta. I bókinni er
auglýsing frá Símanum: ,,Allir lesa síma-
skrána".
Viö hér í Keflavik getum glaðst yfir því
að öldruðum hefur verið sóð fyrir virkilega
góðum iverustöðum.
Þinglausnir fóru fram á Alþingi 29. mai.
Afgreidd voru 63 lög og 15 þingsályktun-
artillögur. Þetta þing var um margt sér-
stætt. Meöal merkustu mála er afgreidd
voru, voru lögin um Húsnæðismálastjórn
og breytingar á sjómannalögum.
Þá losnuðu blessuð börnin og ungling-
arnir úr skólaprisundinni, aö visu meö
mismunandi áranqri.
Senn liöur að forsetakosningum til
handa islenska lýðveldinu.
Zakarias Hjartarson
JÚNl
Þaö mun vera nokkuð föst venja aö
þegar menn hefja viöreaöur, þá berst taliö
gjarnan að veðrinu. Eg ætla aö hefja
þennan stutta júnf-annál með aö lýsa
veðrinu og öðru svona I frekar léttum dúr.
Júnl-mánuöur byrjaði meö frekar kalda
norðanátt og lá við frostnóttum fyrir
norður- og noröausturlandi. Er liða tók á
mánuöinn hlýnaði mikið í veðri og má
segja að frá 15. júní til mánaðamóta hafi
veriö sólskin svo til hvern dag hér sunnan
lands. Sláttur hófst fyrir mánaðamót,
enda mikil grasspretta.
Einn var sá atburöur sem bar öörum
hærra I júnl, en það voru nýafstaðnar for-
setakosningar Ekki þarf að endurtaka
þau úrslit aö óöru leyti en þvi, aö frú
Vigdis Finnbogadóttir var kjörin forseti,
og þar með fyrsta konan I heiminum sem
hlýtur þann heiður. Eftir þetta forsetakjör
hafa spunnist nokkrar umræöur um þaö,
hvernig að slikum kosningum verður
staöiö næst, en aö sjálfsögöu verður þá
að breyta lögum og reglugeröum. Talaö
hefur verið um forkosningar þar sem 4
eða 5 frambjóðendur geta komið fram og
kann svo að fara að forseti verði kjörinn
meö 26% til 30% greiddra atkvæða.
Annaö er það, að mér segir svo hugur
aö sá glfurlegi kostnaður sem frambjóð-
endur verða fyrir rlði fjárhag þeirra aö
fullu, aö minnsta kosti taki þaö langan
tlma að jafna sig. Verði haldiö áfram á
sömu braut verður það ekki á færi nema
margfaldra milljónamæringa aö gefa kost
á sér til forsetakjörs.
Min skoöun er su aö i landi sem kallaö
er land kunningsskaparins, hafi þaö veriö
algjör óþarfi allar þær auglýsingar og
feröalög um landiö þvert og endilangt,
heldur áttu frambjóðendur aö koma sér
saman um aö láta útvarp og sjónvarp sjá
eingöngu um kynninguna og ekkert
annaö.
Voru þessir frambjóðendur ekkert
Framh. á nsatu aföu
FAXI - 131