Faxi - 01.10.1980, Side 17
Stuttar fréttir af
sumarstarfi STAKKS
Um hvítasunnuna í vor fóru
nokkrir Stakksfélagar á Hvanna-
dalshnjúk. Hófst feröin við
Stakkshúsið á Bergi um átta-
leytiö á föstudagskvöldi. Var
ekiö í Skaftafell og var komið
þangað um hálf fimm um
moruninn. Þegar menn skriöu úr
tjöldum um hádegi daginn eftir
var komið hið besta veður og
voru menn bjartsýnir á að þaö
héldist. Það sem eftir var laugar-
dagsins notuðu menn tímann til
aö athuga búnaö, bursta skó og
hvíla sig.
Klukkan hálf átta um kvöldiö
var lagt af staö. Fyrst var ekið frá
Skaftafelli að Sandfelli, sem er
eyöibýli undir Öræfajökli, og
þaöan átti gangan að hefjast.
Fyrst er gengiö upp á Sandfells-
heiöi og henni fylgt alveg upp í
snjóinn, sem er í um þaö bil 1000
m hæö. Sóttist gangan vel og
vonum framar þar til upp í snjó-
inn var komið. Var færið ansi
þungt, því menn sukku í ökla og
brattinn þó nokkur. En það hafö-
ist þó hægt gengi, og klukkan
um þrjú um nóttina náðu menn
upp á jökulbreiöuna, sem er í um
1800 m hæö. Var þá fyrir
höndum sjö km ganga eftir jök-
ulbreiöunni að Hvannadals-
hnjúk, og gekk þaö seint aö
mönnum fannst og fundu menn
þá fyrir þreytu og örlítið fyrir
þunnu lofti. Sennilega hefur
óþolinmæöi verið í mönnum, því
eftir um tvo tíma stóö mann-
skapurinn undir hnjúknum og
leituöu aö leið upp.
Mikil jökulsprunga lá bókstaf-
lega allan hringinn og fannst
ekki leiö upp fyrr en komiö var
alveg norður fyrir Hnjúkinn og
var hún nokkuð greið en brött.
Tókumen fram mannbroddaog
héldu af staö. Eftir um það bil
hálftíma göngu stóðu menn á
hæsta tindi landsins. Haföi
veðrið haldist hið allra besta og
var útsýnið alveg frábært, ekki
ský á himni en nokkuð misturog
þá helst í norðurátt. Var stoppaö
á tindinum í um það bil hálftíma
viö myndatökur og sjálfsá-
nægju. Var klukkan um 6 um
morguninn þegar haldiö var til
baka og sólin baöaði jökulinn í
geislum sínum og var birtan
allveruleg. Strax byrjaði snjó-
skorpan að þiðna og þyngdist
færið jafnt og þétt og síðasta
spölinn í snjónum sukku menn
alveg í hné. Er þettaein ástæöan
fyrir þvi aö menn kjósa frekar að
ferðast á jöklum að næturlagi.
Náðu menn bílunum um
klukkan 10 og hafði ferðin þá
tekið 14% tíma, sem þykir bara
gott. Voru þaö þreyttir og sælir
félagar sem skriöu í poka þegar
á tjaldstæðiö var komið. Veörið
hélst alveg frábært allan tímann
og jökullinn auöur bókstaflega
alla helgina, en kunnugir segja
að Hvannadalshnjúkur sé hul-
inn skýjum nema 7 eöa 8 daga á
ári. Og álitu menn sig aldeilis
Gó6 tilþrtf I Jeppakeppnl.
Á hæsta tlndl landslnt. Tallð frá vlnstrl: Jón Axel Stelndórsson, Elnar
BJarnason, Ágúst Arason, Rúnar Helgason. Ljósm. Þorsteinn Marteinss
hepþna að hafa fengiö 3 af
þessum fáu dögum. Ekki grun-
aði mannskapinn aö eitt besta
sumar í manna minnum var að
ganga í garð og sjálfsagt hefur
þessi 7 til 8 daga regla eitthvað
riðlast í sumar.
HRAFNTINNUSKER
OG ÍSHELLUR
Um miðjan ágústfóru Stakks-
félagar í aðra gönguferö,
kannski ekki eins erfiða, en ekki
síður skemmtilega. Nú átti aö
ganga frá Álftavatni á Syðri-
Fjallabaksleið í Landmanna-
laugar meö viðkomu í
Hrafntinnuskeri. Var meiningin
að fylgja gönguleið þeirri sem
Ferðafélag Islands hefur stikað
og sett niður skála með hæfilegu
millibili fyrir göngufólk. (fyrra-
sumar gengu Stakksfélagar
annan hluta af leið þessari, eða
frá skálanum á Emstrum og i
Þórsmörk. En nú átti aö ganga í
hina áttina og bera allt sitt hafur-
task og vera í tvo daga á göngu.
Það var frískur hópur sem
lagði af stað á laugardags-
morgni í blíðskaparveðri frá
skálanum viö Álftavatn, en
þangað hafði hópurinn komið
seint kvöldið áðurog slegiö upp
tjöldum frekar en að ryöjast inn
á sofandi feröamenn.
Leiöin liggur um Kaldaklofs-
fjöll og eru þau um 1100 m há. Er
í þeim hverasvæði mikiö og
fallegt. Reyndar eru hverir má
segja út um allt á leiðinni í Hrafn-
tinnusker. Útsýnið til suðurs var
alveg sérstaklega gott og blasti
Mýrdalsjökull við baðaöur í sól. í
Hrafntinnuskeri voru hressir
ferðalangar sem hópurinn hitti.
Voru þeir á ,,smá göngutúr“eins
og þeir komust aö orði, og þætti
mörgum sá göngutúr nokkuð
langur.
Hrafntinnusker er ekki síöur
kunnugt fyrir íshellana heldur
en hrafntinnuna, en hellarnir
voru ekki eins tignarlegir og
þeirra er venja. Hugsanlega eru
einhverjar breytingar aö eiga sér
staö. Var síöan slegiö upp
tjöldum á flötum, sem eru vestan
undir Skerinu og höföu menn þá
lagt aö baki ca. 18 km þann dag-
inn.
Eldsnemma daginn eftir lögðu
menn af staö og byrjaöi hópur-
inn á því að fara uþp á Skerið og
gengu menn þá upp úr skýja-
eða þokuþykkni, sem legið hafði
yfir öllu. Var það siöan heiöblár
himinn sem blasti viðogeinsfal-
legan bláan lit sjá menn ekki oft.
Voru menn fljótir í Landmanna-
laugar, enda leiöin undan fæti
mestan hluta. Litir í leirflákunum
og lögun hraunsins á leiöinni
eru afarskemmtilegirogerhægt
að eyöa löngum tíma í að skoða
næsta nágrenni Landmanna-
lauga ef fólk vill. Að fara í baö í
Laugunum er alveg ómissandi
hlutur af heimsókn í Land-
mannalaugar. Þurfti hópurinn
aö taka á sig allverulegan krók á
heimleiöinni vegna Heklugoss-
ins, en gosmökkurinn lokaði
jvenjulegu leiöinni úr Laugun-
jum og fór hópurinn því Nyrðri-
Fjallabaksleiö til aö sleppa viö
mökkinn. Voru menn því ekki
komnir að Hellu fyrr en seint um
kvöld og var þá mjög tignarlegt
að sjá gosiö og hvernig himinn-
inn litaöist frá eldunum.
Nú er nýafstaðin jeppakeppni
björgunarsveitarinnar og er hún
ein aöal fjáröflunarleiðin. Þátt-
takendur i keppninni voru
aðeins fimm og er baö mun
færra en oft áður. Ástæðuna
fyrir því má hugsanlega rekja til
hinna miklu hækkana á bensíni
og varahlutum og þarf víst tölu-
vert af hvoru tveggja í svona
jeppa. Stakkur vill þakka þeim
geysimörgu og góöu stuönings-
mönnum sínum sem koma og
horfa á keppnina ár hvert. Ætlar
sveitin að reyna aö bæta og gera
þessa keppni enn skemmtilegri
og fjölbreyttari í framtíðinni.
Vetrarstarf sveitarinnar er nú
að hefjast af fullum krafti og hafi
einhver áhuga að kynnast því
nánar eru reglulegir fundir
fyrsta jsriðjudag í hverjum
mánuði í Stakkshúsinu á Bergi.
Þ.M.
FAXI - 133