Faxi - 01.10.1980, Síða 18
Kirkjukór
Innri-Njarðvíkur
óskar eftir söngfólki í allar raddir. Ragnheiður
Guömundsdóttir sér um raddþjálfun. Hafið
samband við Jakob Snælaugsson í síma 6036 eða
Helga Bragason í síma 3701
Loftpressa
Tek aö mér
múrbrot,
fleygun
og borun fyrír
sprengingar.
Geri föst
^erötilboö SÍMI 3987
Sígurjón Matthiasson
Brekkustig 31 c - Y-Njarövík
Dagvistun barna
á einkaheimilum
í Keflavík
Athygli er vakin á því, að samkvæmt 35. gr. reglu-
gerðar um vernd barna og unglinga, eróheimilt að
taka barn/börn í dagvist á einkaheimilum gegn
gjaldi nema viðkomandi heimili hafi verið veitt
leyfi til slíkrar starfsemi frá viðkomandi barna-
verndarnefnd.
Félagsmálafulltrúi Keflavikurbæjar
Auglýsingasími Faxa er 1114
Knattspyrnufélag
Keflavíkur 30 ára
Laugardaginn 4. okt. sl. var
haldin í Félagsheimilinu Stapa
afmælishátíð KFK. Var þar veriö
að halda upp á 30 ára afmæli fé-
lagsins. Formaður þess, Sigurö-
ur Steindórsson, flutti afmælis-
ræðu og minntist ýmissa tíma úr
sögu félagsins.
Félagið var stofnað af miklum
áhugamönnum um knattspyrnu
og var Ársæll Jónsson þar
fremstur í flokki, og er enn í dag
ötull þátttakandi í starti félags-
ins. Fyrsti formaður var Eyjólfur
Guðmundsson og gjaldkeri
Kristinn Danivalsson.
Félagiö lét fljótlega aörar
íþróttagreinar til sín taka, m.a.
frjálsar íþróttir og sund. Knatt-
spyrnan hefur þó alltaf skipaö
heiðurssess í starfinu og marga
hildi hefurfélagiöháöviðhöfuð-
andstæðinginn. Ungmennafé-
lag Keflavíkur.
Forráðamenn annarra íþrótta-
félaga Keflavíkurfluttu ávörp og
færðu félaginu gjafir í tilefni
dagsins. Bæjarstjórn Keflavíkur
færði félaginu að gjöf 1 milljón
krónur, sem örlítinn viröingar-
vott fyrir starf þess í þágu æsku
bæjarins.
Það er fastur liður í starfi fé-
lagsins ð heiðra þá félaga sem á
einn eöa annan hátt skara fram
úr í leik og starfi. Að þessu sinni
hlutu eftirfarandi menn silfur-
merki KFK:
Óli Þór Magnússon, Ragnar
Margeirsson og Ingvar Guð-
mundsson fyrir leiki meö ungl-
ingalandsliölnu, og gullnælu
fyrir landsliösleiki hlutu Óskar
Færseth, Sigurður Björgvins-
son og GuðmundurGuömunds-
son, rannsóknarlögreglumaður,
en hann starfaöi áöur fyrr með
miklum dugnaði og var valinn í
B-landslið.
Þá hlaut Jón Ólafsson
farandgrip sem veitturerþeim af
yngri félögum sem best þykir
hafa unnið á árinu, en Bjarni
Ástvaldsson fyrir störf í hóp
hinna eldri.
Sævar Halldórsson, formaöur
æskulýósráös og handbolta-
maður með meiru, sýndi þann
rausnarskap aö ánafna hand-
knattleiksráöi IBK andvirði
þriggja happdrættisvinninga
sem honum hlotnaðist, en þeir
voru að verðmæti um 300 þús.
Siguröur Steindórsson hefur
veriö formaður KFK um langt
skeiö og er öllum aö góóu
kunnur fyrir það starf sitt. Lýsti
hann því yfir að hann hyggöist
draga sig í hlé á næsta aöalfundi
félagsins. Voru honum af öllum
viöstöddum þökkuð hans
ómetanlegu stört aö íþróttum í
Keflavík.
Faxi óskar KFK til hamingju á
þessum tímamótum og óskar
félaginu langra og giftudrjúgra
Iffdaga.
H.H.
Garöar Oddgeirsson, formaöir (BK, þakkar Siguröi Steindórssyni fyrir
mikiö og gott starf í þágu íþrótta og æsku Keflavíkur, og óskar honum til
hamingju meö afmælið og afhendir honum fallega gjöf. Ljósm : s Liiiiendahi
FAXI - 134