Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1980, Síða 20

Faxi - 01.10.1980, Síða 20
Viktoría Guðmundsdóttir - var hafsjór af fróðleik og litrík kona Greinarhöfundur, Ingibjörg Erlendsdóttir, stendur hér viö málverk af Viktoríu Guömundsdóttur, sem gamlir nemendur hennar gáfu Stóru- Vogaskóla viö vígslu hans, 30. sept. 1979. Haustið 1921 kom hingaö í hreppinn ung kona og geröist kennari viö barnaskólann. Þessi kona var Viktoria Guðmunds- dóttir. Um langt árabil var hún eini kennarinn og jafnframt skólastjóri hér og hafði veg og vanda af uppfræðslu allra ung- menna í hreppnum á þeim árum. Ég var barn aða aldri er Viktoria hóf hér störf, en samt man ég hana vel frá þessum tíma. Þar sem faðir minn var þá oddviti hreppsins átti hún oft við hann erindi og á heimili for- eldra minna (á Kálfatjörn) var hún jafnan aufúsusgestur. Hún kom venjulega síðdegis og dvaldist oft lengi fram eftir kvöldi og þessi kvöld eru mér ógleymanleg. Viktoría var hafsjór af fróðleik og frásögn hennar af mönnum og málefnum var lifandi og lit- rík, krydduð kímni og gaman- semi, hvort heldur var um að ræða atburöi líðandi stundar eða löngu liðna tíð og hún sagði svo skemmtilega frá, að börn jafnt og fullorðnir hrifust með. Ég fann að foreldrar mínir mátu Viktoríu mikils og af umræðum þeirra heyrði ég að þau töldu þaö mikið lán að hafa fengið slíkan kennara í hreppinn. Enda reyndist það svo að Viktoría var kennari af Guðs náð, hollur upp- alandi og frábær kennari. Viktoría var nýkomin frá námi í Svíþjóð er hún geröist kennari hér. Áður hafði hún að loknu námi í Flensborgarskóla og kennaraskólanum stundað kennslu austan fjalls, í Biskups- tungum, Laugardal og Gríms- nesi. Hingaö kom hún eins og áður segir haustið 1921 og hér starfaöi hún óslitið til ársins 1952, er heilsa hennar brast skyndilega. En nokkrarnámsferðirfórhún utan á þessum árum og kynnti sér nýjustu kennsluhætti og uppeldis- og skólamál, einkum í Svíþjóð, sem hún dáði, bæði land og þjóð. Er óhætt að full- yrða að Viktoría var meöal vitr- ustu og gagnmenntuöustu kennara á þessum tíma, skarp- gáfuð var hún, minnug og marg- fróö og vel máli farin, auk margra fleiri kosta er gera kennara að góðum kennara. Hún var sönghneigð og lagviss, kunni ógrynni Ijóða, sem hún kryddaöi oft mál sitt með. Hún var trúuö, reglusöm og bindind- issinnuð. Hún vakti athygli nemenda sinna á öllu er til mannbóta horfði og brýndi fyrir þeim drengskap og heiðarleika. Minnist ég þess aö hún kvað það hin fegusrtu ummæli er hlotnast gæti, er sagt var um einhvern að „hann var drengur góður". Ein var sú grein ser Viktoría unni mest og var henni nánast heilagt mál, en það var móður- máliö og meöferð þess. Sjálf tal- aði hún og ritaði fagurt og vandað mál. Hún lagöi ríka áherslu á þaö í kennslu sinni að nemendur töluðu skýrt og rétt. f rituöu máli bæri að vera stutt- oröur og gagnoröur, forðast málalengingar og endurtekn- ingar. Hafði hún á hraðbergi heila kafla úr fornbókmenntun- um máli sínu til skýringar, þar sem mikil saga var sögö í stuttu máli. Auk móöurmálsins voru fs- landssaga og landafræði kjör- greinar Viktoríu og mörgum minnisstæðar frásagnir hennar í þeim greinum. Starfsaðstaða Viktoríu hérvar vissulega aldrei góð. Að vísu átti hún lengst af heimili sitt undir sama þaki og skólinn, eða meöan gamla skólahúsið stóð, og hafði hún þá oftast stúlku sér til aðstoðar við heimilisstörfin um skólatímann. En langur var skóladagurinn með 4 aldurs- flokka samtímis í skólastofunni, sem þurftu verkefni hver við sitt hæfi, eftir þroska og getu. Allir dagar byrjuöu meö söng. Stóðu nemendur í hóp fyrir framan kennarapúltið meöan sungið var. Síðan spenntu allir greipar, lutu höföi og lásu „faöir vor." Er kennslu lauk var aftur safnast saman við púltið, sungiö vers eða vísa og lesin blessunar- orðin áður en haldið var heim. Allir kvöddu með handabandi og þökkuðu fyrir daginn. Að loknum skóladegi fór Viktoría svo yfir verkefni dagsins, leið- rétti stíla og reikningsbækur. Aldrei man ég eftir aö hún skil- aöi óleiðréttum vinnubókum. Viktoría taldi sig ekki skrifa fal- lega rithönd, en hún skrifaði skýrt og hreinlega og þau voru falleg rauðu R-in í reikningsbók- unum. En Viktoría lét sér ekki nægja þessi störf. Auk þess að kenna 6 daga vikunnar hafði hún stúku- fundi anna hvern sunnudag fyrir hádegi. Hún var aæslumaöur barnastúkunnar „Ársól nr. 84“ frá stofnun hennar 1926. Einnig þar beitti hún áhrifum sínum til göfgunar og blessunar hinum ungu. Benti á hættur skaðvalda og skemmdarafla og tendraöi trú á sigur hins góða í mannltf- inu. Þá söng hún í kirkjukór Kálfatjarnarkirkju og stóö fyrir æfingum á leikritum til sýningar Framh. á næstu sfðu Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins Á fundi Tryggingaráðs þann 25. júní 1980 var sú ákvörðun tekin, að allar mánaðarlegar bótagreiðslur Tryggingastofnunar ríkisins verði frá næstu áramótum afgreiddar inn á reikning hinna tryggðu í lánastofnunum. Fyrirkomulag þetta mun gilda í Reykjavík svo og í öðrum þeim umdæmum, þar sem því verður við komið. Með hliðsjón af ákvörðun þessari eru allir þeir, sem fá greiddar mánaöarlegar bæturfrá Tryggingastofnun ríkisins, hverrar tegundar sem þæreru, eindregið hvattar til þess að opna við fyrstu hentugleika bankareikning, (sparisjóösbók, ávísanareikning eða gíró) í lánastofnun, svo framarlega sem þeir hafa ekki gert það nú þegar. Um leið skal Tryggingastofnun ríkisins tilkynnt númer banka- reiknings, nafn og nafnnúmer hlutaðeigendi svo og nafn lánastofnunar. í þessu skyni eru fáanleg sérstök einföld eyðublöð hjá Tryggingastofnun ríkis- ins og lánastofnunum. Athygli skal vakin á því að jafnframt því sem viðskiptamenn Tryggingastofn- unar ríkisins fá þannig greiðslur sínar lagðar inn á reikning sinn fyrirhafnar- laust og sér að kostnaðarlausu, hljóta þeir með hinu nýja fyrirkomulagi greiðslur sínar þann 10. hvers mánaðar, í stað 15. hvers mánaöar. Tekið skal skýrt fram, að þeir viðskiptamenn Tryggingastofnunar ríkisins, sem þegar hafa opnað reikning og tilkynnt þaðTryggingastofnun ríkisins, þurfa ekki neinu að breyta. Tilkynningu þessari er aðeins beint til þeirra viðskiptamanna Tryggingastofn- unar ríkisins sem ekki hafa þegar fengið sér bankareikning og tilkynnt það Tryggingastofnun ríkisins. Tryggingastofnun rikisins. FAXI - 136

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.