Faxi - 01.01.1983, Síða 4
Stjórn VSFK. Sitjandi frá vinstri: Björgvin Þorvaldsson, Guðlaugur Þórðarson, Helgi Jónsson, Karl Steinar Guðnason,
formaður, Jóhann Alexandersson, Sigurbjörn Björnsson, framkvœmdastjóri VSFK. Standandi: Helgi Steinarsson, Arni Her-
mannsson, Hilmar Harðarson, Guðmundur Finnsson, Slefán Kristinsson, Einar Jónsson. Ljósm. Heitnir.
Guðjónsson og Þorbergur Sigur-
jónsson.
Já, í Keflavík/Njarðvík var mik-
ið að ske. Það var fylgst grannt
með gjörðum þeirra er þorðu að
leggja málstað verkalýðsins lið.
Atvinnurekendur neituðu áð
viðurkenna félagið, sem samnings-
aðila. Alþýðusambandið setti þá
afgreiðslubann á alla báta í Kefla-
víkurhöfn. Utgerðarmenn og aðrir
atvinnurekendur funduðu. Þeir
gerðu með sér samtök um að
brjóta félagið á bak aftur - með
ofbeldi.
Ofbeldi — mannrán
Aðfaranótt hins 20. janúar 1932
réðst hópur manna inn í hús eitt í
Keflavík, þar sem félagsformaður-
inn Axel Bjömsson var næturgest-
ur. Var þar kominn flokkur út-
gerðarmanna 20 - 30 talsins. Þeir
létu ófriðlega og eftir nokkur
orðaskipti og hótanir um meiðing-
ar tóku þeir Axel með valdi, - fóru
með hann um borð í vélbát og
fluttu til Reykjavíkur.
Var honum hótað öllu illu, ef
hann sæist aftur í Keflavík. Þessi
átök hleyptu illu blóði í verkafólk
hér um slóðir. - Segja má að raun-
verulegt styrjaldarástand hafi ríkt
hér um skeið. Litlu síðar fengu út-
gerðarmenn hreppsnefndina til að
koma saman og þvingaði hún
stjóm verkalýðsfélagsins til að
boða til félagsfundar. .
Jafnframt kúguðu þeir eigin-
konur og böm félagsmanna með
hótunum og svívirðingum - svo
þeim varð ekki vært í bænum.
Og þegar félagsfundurinn var
haldin umkringdu þeir húsið, -
þrengdu sér síðan inn á fundinn og
kúguðu fundarmenn til að sam-
þykkja að félagið skyldi lagt niður.
Aðeins einn maður greiddi at-
kvæði gegn slitum á félaginu. Aðr-
ir treystu sér ekki til annars en
greiða atkvæði með niðurlagn-
ingu, enda var mönnum hótað öllu
illu og stór orð látin falla.
Stríðinu ekki lokið
En þótt þessi omsta tapaðist,
var stríðinu ekki lokið. Nokkmm
mánuðum síðar eða hinn 28. des-
ember 1932, - fyrir 50 ámm, -
komu 19 verkamenn saman til
fundar um endurvakningu eða
stofnun nýs verkalýðsfélags. Það
var alvara í hug þessara manna.
Þeir vom staðráðnir í að standa
saman, - um þær hugsjónir er þeir
áttu sér.
Þeir horfðu fram á veg, - mótað-
ir af þeirri eldraun, sem áður er frá
greint og vom reynslunni ríkari.
Það þurfti sannarlega bæði kjark
og áræði til þess, sem þeir höfðu í
huga, því byggðarlagið var gegn-
sýrt óvinveittum og ósönnum
áróðri atvinnurekenda.
Eftir langar og strangar umræð-
ur kom þar að fundarmenn ákváðu
að stofna nýtt verkalýðsfélag er
skyldi bera heitið Verkamannafé-
lag Keflavíkur. Var síðan fundi
frestað og framhaldsstofnfundur
haldinn hinn 16. janúar 1933.
Var þá meðal annars ákveðið að
félagið skyldi heita Verkalýðs og
sjómannafélag Keflavíkur og hef-
ur félagið borið það nafn lengst af
síðan. Stofnendur töldust 41 tals-
ins, og var ákveðið að í fyrstu stjóm
þess skyldi enginn sá vera, er var í
stjórn fyrra félagsins.
Töldu stjómarmenn fyrra fé-
lagsins að rógur og lygi atvinnu-
rekenda væri búinn að gera þá svo
óvinsæla í bænum, að það væri
óheppilegt fyrir nýja félagið, ef
þeir yrðu í stjórn þess.
Stjórn hins nýja félags skipuðu
þeir Guðni Guðleifsson formaður,
Danival Danivalsson ritari, Guð-
mundur J. Magnússon gjaldkeri
og þeir Guðmundur Pálsson og
Arinbjöm Þorvarðarson með-
stjómendur. Guðni skipaði for-
mannssætið allt til 1935 að Ragnar
bróðir hans tók við formennsk-
unni. Var Guðni þó áfram í félags-
stjóminni allt til 1953. Ragnar
Guðleifsson var síðan formaður
félagsins allt til 1970 eða í 35 ár.
Hugsjónamaður og
eldhugi
Já, hann stýrði félaginu í 35 ár.
Undir hans forystu unnust miklir
FRAMHALD Á BLS. 24.
i
«
Guðrún Ólafsdóttir, formaður Sigurbjörn Björnsson, fram-
Verkakvennafélags Keflavíkur kvœmdastjóri VSFK.
og Njarðvíkur.
Magnús Gíslason, form. Versl-
unarmannafél. Suðumesja.
Jón Hjálmarsson, form. Verka-
lýðs- og sjómannafél. Gerða-
hrepps.
Jón Ólsen, form. Vélstjórafé-
lags Suðurnesja.
4-FAXI