Faxi - 01.01.1983, Síða 8
Útgefandi: Málfundafélagiö Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114.
Ritstjóri: Jón Tómasson.
Blaðstjóm: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristján A. Jónsson.
Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf.
Filmu- og plötugerð: Litróf.
Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar.
Ingólfur Falsson:
Við
upphaf
vetrar-
vertíðar
Nú hefur verið ákveðið hve mikið má veiða af þorski á þessu ári, en það eru 380
þúsund tonn. 1981 veiddum við 462 þúsund tonn af þorski, á síðasta ári veiddust
372 þúsund tonn, eða tæpum 90 þúsund tonnum minna, þrátt fyrir að skrapdögum
togara var fækkað verulega og jafnframt hafði þeim fjölgað. Þá má spyrja hvort
takast muni að veiða leyfilegt magn á þessu ári og hve mikill hluti þess verði þorskur
sem ekki hefur náð að auka kyn sitt. Og hvort að þorskstofninn sé ofnýttur. Við
sem byggjum þennan skaga hljótum að velta þessu fyrir okkur, þar sem veiðar og
vinnsla sjávarafurða er jafn snar þáttur og raun ber vitni, hvað varðar afkomu
launþega og fyrirtækja, sem í raun er spegilmynd afkomu sveitarfélaganna. Fiski-
fræðingar hafa nú síðustu ár sagt að þorskárgangurinn frá 1976 sé mjög sterkur og
ætti að bera uppi stóran hluta veiðanna í ár, en nú er ekkert sem bendir til að svo
muni verða, alla vega skilaði hann sér ekki í veiðinni á síðasta ári eins og gert var
ráð fyrir. Einnig hafa fiskifræðingamir sagt að þorskklak áranna 1981 og 1982 hafi
misfarist svo til alveg og engir sterkir árgangar séu þar á undan, og eftir þessa
vetrarvertíð þá fari hrygningarstofninn minnkandi. Við hljótum að vona að fiski-
fræðingunum skjátlist í spám sínum, þvr' ef svo er ekki þá er ekki hægt að segja að
bjart sé framundan. Þrátt fyrir minnkandi afla hefur flotinn stækkað, togurum
fjölgar stöðugt, en hinum hefðbundnu vertíðarbátum hefur heldur fækkað. Engin
loðnuveiði var leyfð á síðasta ári, einungis 13 þúsund tonn sem eftir var að veiða frá
1981. Hvað verður í ár er ekki vitað nú, en jafnvel má búast við að leyft verði að
veiða 40-50 þúsund tonn á þessari vertíð til hrognatöku og frystingar og að mínu
mati er brýnt að svo verði vegna þeirra markaða sem náðst hafa á síðustu árum og
samkeppnisaðstöðu við Norðmenn. Mikið hefur verið rætt um afkomu útgerðar-
innar nú á síðustu mánuðum og er það að vonum sérstaklega þegar á það er litið að
alltaf er talað um afkomu útgerðarinnar í heild, þ.e.a.s. allir bátar og togarar í
einum potti. Þessu þarf að breyta, afkoman er misjöfn, og þegar sannað er að hver
nýr togari breytir afkomu allrar útgerðar í landinu um 0.5% til verri vegar þá er illt í
efni, en þrátt fyrir það verður endumýjun að eiga sér stað. Mín skoðun er sú að
hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir stærsta hluta bátaflotans og hluta af
togurunum, en því miður tel ég engar aðgerðir geti komið til sem komi 30-40
nýjustu fiskiskipum okkar fyrir vind hvað rekstrargrundvöll snertir. Olíukostnaður
vegna veiðanna hefur aukist mjög mikið á síðustu tveimur ámm og má ætla að
togarar þurfi allt að 25% af aflaverðmæti til greiðslu á olíu. Hjá bátum er þetta
breytilegra, en liggur á bilinu 10 - 20%. Olíumælar hafa verið settir í marga togara
og báta, en mælar þessir sýna hvenær vélaraflið er nýtt með mestri hagkvæmni hvað
eyðslu snertir. 1961 var tekið upp nýtt skiptakerfi milli sjómanna og útgerðar-
manna en fram að þeim tíma höfðu ýmsir frádráttarliðir verið viðhafðir áður en til
skipta kom, svo sem olía, beita o.fl. Við þá breytingu átti allt aflaverðmætiað koma
til skipta, en samkvæmt síðustu fiskverðsákvörðun verður 35% af verði því sem
fiskkaupandi greiðir tekin utan skipta. Það er mín skoðun að taka þurfi til endur-
skoðunar hlutaskiptin og hallast ég að þeirri skoðun að upp ætti að taka olíu sem
frádráttarlið áður en til skipta komi. Þegar olían er orðin jafn stór þáttur og raun
ber vitni er þjóðhagsleg nauðsyn þess að allt sé gert til að spara olíu, en það verður
ekki gert nema sjómenn hafi tryggingu fyrir því að hlutur þeirra verði ekki skertur
frá því sem nú er, heldur að það verði beinn hvati fyrir sjómenn og útgerðarmenn
að spara oh'u.
Þá fer að ljúka þessum vangaveltum mínum í upphafí vetrarvertíðar, efalaust
finnst ýmsum, sem þessar línur lesa, gæta of mikillar svartsýni, vonandi er það rétt
og vissulega vona ég að ekki haldi svo fram sem horfir. Ykkur, sem lesið þessar
h'nur, svo og öllum Suðumesjabúum sendi ég mínar óskir um að árið verið okkur
sem hagstæðast.
ámað heilla ... ámað heilla ... án
Auðunn Karlsson
áttræður
Þann 7. janúar sl. varð Audunn
Karlsson, Ásabraut 2 í Keflavík,
áttatíu ára. Hann fœddist að Hjá-
leigueyri við Reyðarfjörð árið 1903
og j>ar ólst hann upp hjá móðurafa
sínum og ömmu. Auðunn byrjaði
ungur á sjó og vorið sem hann
fermdist fór hann til róðra út í Seley
og hélt því áfram nœstu fimm vor.
A vertíðum var hann svo á ýmsum
bátum frá Hornafirði. Síðan lá
leiðin til Vestmannaeyja, þaðan
réri Auðunn nœstu tíu vertíðir og
þar kynntist hann sinni ágœtu konu
Önnu Kristjánsdóttur. Þau giftu sig
29. maí 1929. / Eyjum bjuggu þau
hálft annað ár, en fluttu svo að
Stapakoti í Innri-Njarðvík sem þau
keyptu. / Njarðvíkum stundaði
Auðunn ýmsa vinnu og var við
báta sem þaðan réru á vertíðum,
m.a. á m/b Snorra Goða.
Á þessum árutfi vann Auðunn
hjá Karvel Ögmundssyni sem jxi
hafði tnikil umsvif í Innri-Njarð-
vík. Árið 1938fluttust jxtu til Kefla-
víkur og hóf þá Auðunn störf við
hafnargerðina og varð fljótlega
verkstjóri þar. Við höfnina starfaði
hann svo meira eða tninna alla tíð,
seinni árin sem bryggjuvörður.
Auðunn eignaðist trillu strax eftir
að hann kom til Njarðvíkur og þeg-
ar hann fluttist til Keflavíkur tók
hann að sér að flytja hafnsögu-
menn um borð í skip sem hingað
komu. Allar götur síðan hefur
Auðunn átt lóðsbátinn héreinn eða
í félagi við aðra, ef undanskilin eru
fjögur ár sem hann réri á eigin bát.
Og ennþá flytur Auðunn hafnsögu-
mennina út í skipin, rétt eins og
fyrir 44 árutn. Óhœtt er að fullyrða
að þetta fyrirkotnulag hefur verið
höfninni hagstætt og aldrei tapað á
jteirri útgerð. Auk þess að flytja
hafnsögumenn hefur Auðunn alla
tíð verið reiðubúinn til jtess að veita
aðra þjónustu með bát sínum og er
það enn. Þeir eru orðnir œði tnarg-
ir sem hana hafa þegið, oft við
erfiðar aðstœður. Fyrstu árin í
Keflavík leigðu jxtu Auðunn og
Anna hjá Ragnari Guðleifssyni í
kjallaranutn að Suðurgötu 40. Ar-
ið 1942 fluttu þau í hús sitt við Ása-
braut 2 sem þau byggðu. Auðunn
var mikill ákafamaður, þó útsjón-
arsamur og forsjáll. Þessir eigin-
leikar hans nýttust vel í verkstjóra-
starfi enda gat hann sér gott orð
sem slíkur. Oft kom hann fteim
lærðari á óvart tneð lausnum sínutn
á erfiðum verkefnum. Meðal ann-
arra verka sem Auðunn stjórnaði
var að setja niður ,,stóra kerið”
settt ttú er fremri hluti hafnargarðs-
ins í Keflavík og þótti j>að takast
með miklum ágœtum.
Auðunn eignaðist snemma trillu
sem fyrr segir og réri hann á henni
bœði vor og haust. Fyrst og síðast
verður hatin fiskirnaður ,,af Guðs
náð”. Avallt aflaði hann manna
best enda áhuginn og árveknin með
eindæmum. Seinagang og sof-
andahátt þolir Auðunn ekki, hann
vœnti þess aldrei að fá hlut á kodd-
ann og vorkennir engutn að bera
sig eftir björginni, þann lœrdóm
mun hann ungur hafa nutnið.
Auðunn var einn af forystumönn-
um í loðnuveiðum ogstundaði þœr
lengi í félagi við Erlend Sigurðsson
og fleiri á m/b Ver. Hann lagði til
nótina fyrir ákveðinn hlut. Mest var
veitt í beitu og voru þær veiðar línu-
útgerð hér og víðar ómetanlegar.
Margar sögur eru af áhuga og elju
Auðuns við þennan veiðiskap, jxir
sem fyrsta boðorð var að tryggja
flotanum beitu, á hverju sem gekk.
Enn fylgist Auðunn með afla-
brögðum, kemur flesta daga á
bryggjurnar og beitir línustubb
þegar honutn sýnist vel liggja við og
rœr til að afla sér í soðið. Helst er ég
á að hann njóti jx’ss ekki að éta
soðningu sem aðrir hafa aflað.
Mest er hann þó nú orðið heima við
og hugsar um Önnu sem átt hefur
við vanheilsu að stríða seinni árin.
Kynni ttiín af þeitn heiðurshjón-
um hófust jx'gar ég byrjaði að
byggja á næstu lóð við þau að Ása-
braut 4 árið 1949. í byrjun hafði ég
það á tilfinningunni að ,,Auða”
þœtti lítill fengur í að fá nýjan
granna svotia alveg ,,ofan í sig".
Það hafði verið rúmt um þau því
þeirra hús var það fyrsta við Asa-
brautina, en nú var byrjað á stóru
húsi á þröngri lóð og því fylgdi
8-FAXI