Faxi - 01.01.1983, Síða 9
íðheilla ... ámað heilla ... ámað heilla ... ámað heilla... ámað h
mikill krakkaskari, sem á stundum
fór talsvert fyrir. Smám saman
tókst þó kunningsskapur, sem tneð
árunum varð að vináttu sem endast
mun okkur öllum, sem bjuggum á
Asabraut 4 meðan við lifum. Auð-
unn er ekki allra en þegar skelin er
brotin stendur eftir heiðursmaður
sem á allan Itátt vill vel gera vinum
sínum og grönnum. Og ekki gildir
það sama síður um hana Onnu, allt
gat hún fyrirgefid erfiðum nábúum
sem oft á tíðum gleymdu að virða
garð granna í hita leiks.
Gott dœmi um Auðunfinnst tnér
vera þegar kom að því að girða í
millum lóðanna, hann átti kálgarð
alveg upp að stétt hjá okkur. ,,Ég
vil ekki vera ttteð kálgarð upp að
dyrum hjá ykkur og það nær engri
áitt að setja girðinguna hér," sagði
Auðunn. Skrefaði síðan fjögur
skref frá mörkum inn á sína lóð og
sagði: ,,Hér setjum við girðinguna
og það rœði ég ekki frekar." Lóðin
var þeim þó ttteira virði en tttörg-
um, því lengi var hún best rœktaða
og hirta lóð við Ásabrautina og þótt
víðar vœri leitað.
Annað dœmi vil ég nefna sem
lýsir manninum vel. Auðunn var
og er mikill skapmaður. Hann liat-
aði dragnót innilega og gat komist í
ham þegar rœtt var utn þetta voða
veiðarfœri. Ég hins vegar er hatd-
inn dragnótardellu. Aldrei rœddi
Auðunn þessimál viðmig. Trúlega
hefur hann œtlað að slík utnræða
yrði til vinslita og því látið kyrrt
Hggja. Anna og Auðunn voru okk-
ar nœstu og nánustu grannar í 20 ár
og öll voru samskiptin við þau á
sömu lund og jtessi tvö dæmi lýsa.
Margt reyndar þess eðlis að ekki
verður á þrykk látið, heldur geytnt
með cevinlegu þakklæti.
Anna og Auðunn eignuðust
þrjár dœtur sem allar búa í Kefla-
vík, auk þess ólu þau að metu upp
einn dótturson sem einnig býr hér.
A áttatíu ára afmœlinu óska ég
Auða allra heilla og þeim hjónutn
báðum gæfu og gengis um ókotnin
ar, með innilegu þakklæti fyrir allt
á liðnum árum.
Ólafur Björnsson
Guðmundur A.
Finnbogason
70 ára
Ar líða hratt. Sú staðreynd er
okkur e.t. v. ekki alltaf jafn Ijós, en
avallt erutn við þó að mæta þeim
stundum í lífinu, sem vekja okkur
ál vitundar utn flughraða tímans.
bað gerist ekki síst á áfangastöðum
œvinnar, bœði okkar eigin og
þeirra sem við höfum átt samleið
tneð og stundum staðið og starfað
með um lengri eða skemmri tíma.
Þannig fór mér, þegar ég var á
það minntur undir lok nýliðins árs,
að minn góði vinur og fyrrum
trausti samstarfsmaður, Guð-
tnundur Alfreð Finnbogason, frá
Hvoli í Innri-Njarðvík, vœri orðinn
sjötugur. Það gerðist hinn 8. nóv-
etnber síðastliðinn. Mér fannst svo
örstutt frá því við ræddum satnan í
tilefni fimmtugsafmælis hans árið
1962. En tiú voru 20 ár liðin frá
þeitn tíma, og það setn í einni sjó-
hendingu.
Guðmundur Alfreð Finnboga-
son er fœddur í Tjarnarkoti í Innri-
Njarðvík hinn 8. nóvember árið
1912. Foreldrar hans voru hin
kunnu merkishjón, Finnbogi Guð-
mundsson útvegsbóndi, fæddur að
Vatnsnesi við Keflavík og Þor-
kelína Jónsdóttir frá Hópi í
Grindavík. Þau eignuðust 5 börn,
sem öll eru á lífi, og er Guðmundur
næstelstur systkina sinna.
Hann ólst upp hjá foreldrutn sín-
um í Tjarnarkoti. Það varð
snetnma á ævinni hlutskipti hans
að taka til höndunum og leggja hart
að sér við erfiðisvinnu, bœði á sjó
og landi. Ekki samt svo að skilja,
að tneira starfs væri krafist af syst-
kinunum í Tjarnarkoti en kraftst
var yfirleitt af börnutn og ungling-
um þeirra tíma á vettvangi starfs-
ins. Eti lífsbaráttan þá varönnurog
stórum erfiðari en við þekkjum nú
til dags. Þá varð hver sá, er vildi
bjarga sér og ekki vera upp á aðra
kominn að leggja sig fratn og vinna
án þess nokkru sinni að gefa eftir.
Þetta var reynsla Guðmundar á
uppvaxtarárum hans. Hann fann
sig bæði kallaðan og knúinn til að
leggja sig fram og láta ekki sitt eftir
liggja í jteirri lífsbaráttu, sem for-
eldrar hans háðu til þess að sjá
heimili og fjölskyldu farborða.
Þrjá vetur var hann í barnaskóla
í Keflavík og fékk leyfi til að taka
fullnaðarpróf ári fyrr en venjulegt
var. Þar með var skólavist lokið í
hinum venjulega skilning þessorðs.
En skóli lífsins reyndist Guðmundi
næsta notadrjúgur. Þar nýttust
hans góðu námsgáfur honum harla
vel. Hann var bæði námfiís og
fróðleiksþyrstur, íhugull og eftir-
tektarsamur í besta lagi. Sérstaka
stund lagði hann á ættfræði og
sögulegan fróðleik. Fór svo, er
fratn liðu stundir, að hann varð
allra manna fróðastur um sögu
Suðurnesja, einkum þó þá þœtti
hennar, er snerta Njarðvík og
Njarðvíkinga. Það sýnir m.a. bók
hatis, Sagnir af Suðurnesjum,
setn út kom árið 1978, þó> svo að í
henni birtist ekki netna lítið brot af
þeim hafsjó af fróðleik, setn Guð-
tnundur hefir aflað sér á áranna
rás. I fórum sínum á hann efni í
tnargar bækur, gagnmerkar, setn á
engan háttgefa þeirri eftir, er jtegar
hefir litið dagsins Ijós. Vœri vissu-
lega ttúkill fetxgur I að fleiri bækur
tneð fróðleik af Suðurnesjum
kætnu út frá hans hendi. Er það
einlæg ósk mín og von, vini mínum
til handa, að honum endist aldur
og heilsa til þess að sjá slíkan ávöxt
sinna þjóðnýtu fræðistarfa.
Guðmundur hefir komið víðar
við en á vettvangi fræðimennsk-
unnar. Fyrir utan sín daglegu störf,
fyrst við sjósókn og síðar við land-
búnað, hefir hann velt björgum í
störfum sínum fyrir málefni kirkj-
unnar í Innri-Njarðvík. Trúhneigð
og trúrækni voru sterkirog ríkjandi
þættir í heimilislífinu í Tjarnarkoti,
bernskuheimili hans, og má því
hiklaust fullyrða að hann hafi
***♦*»
gg
HITAVEITA
SUÐURNESJA
SKRIFSTOFAN:
Opið mánudag - föstudag frá kl. 9-12 og 13-16.
VERKSTÆÐI OG LAGER:
Opið mánudag -fimmtudag frá kl. 7,30-12 og 12,30-18.
Föstudag kl. 7,30-13.
Símar Hitaveitunnar eru 3200 og 3475.
Bilanasími utan skrifstofutíma er 3536.
Til notenda Hitaveitu Suðurnesja:
Viðskiptavinir eru hvattir til að greiða ógreidda
hitaveitureikningafyrir 15. dag hvers mánaðar.
HITAVEITA SUBURNESJA
BREKKUSTlG 36, NJARBVlK
FAXI - 9