Faxi - 01.01.1983, Síða 10
ámað heilla ... ámað heilla ... ámað heilla ... ámað heilla..
i
drukkið ást sína og virðingu fyrir
kirkju og kristindómi í sig með
móðurmjólkinni. Hann átti um
langt skeið sœti í sóknarnefnd
Innri-Njarðvíkursafnaðar. Er þar
skernmst frá að segja, að fram-
kvœmdir hans í þágu kirkjunnar og
afköst voru slík, að með eindœm-
um verður að teljast. Fyrsla pípu-
orgelið, sem sett var upp á Suður-
nesjum, kom í Innri-Njarðvíkur-
kirkju árið 1963. Þar hafði Guð-
mundur algjöra forystu. Nokkru
síðar hafði hann aflað fjár til að
setja fagran Ijóskross á turn kirkj-
unnar. Og þegar hygging safnaðar-
heimilis í Innri-Njarðvík kom á
dagskrá, þá gekk Guðmundur þar
fram fyrir skjöldu og barðist heilla-
ríkri baráttu fyrir ótrúlega skjótiim
framgangi þess mikla verkefnis.
Fyrstu skóflustunguna tók Jórunn
Jónsdóttir í Njarðvík, móðursystir
Guðmundar, kirkjuhaldari staðar-
ins um áratuga skeið, hinn 30. maí
1970. Fimm árum síðar var Safn-
aðarheimilið fullbyggt og formlega
vígt hinn 31. maí 1975.
Ekki má þó skilja orð mín svo,
að Guðmundur hafi verið einn að
verki í þeim stórframkvœmdum,
sem hér er um rœtt - og mörgum
fleiri, sem ónefndar eru. Að baki
honum og með honum stóð einhug
söfnuður, fámennur að vísu, en
eigi að síður sterkur og djarjhuga
söfnuður, sem treysti Drottni og
þekkti sinn vitjunartíma.
Guðmundur Finnbogason er
hagyrðingur góður, eins og glöggt
má sjá á vísnabók, sem út kom eftir
hann árið 1980 og hann nefndi:
Blátt áfram. Vegferðarvísur. Þar
fléttast saman á fjölbreyttan og
skemmtilegan hátt minningar,
ádeilur, gamanmál og alvara. En
grunntónninn er þó umfram allt af
trúarlegum toga spunninn, eins og
sjá má t.d. á þessari vísu.
Hátt upp lyftist hugurinn,
hverfur nóttin svarta,
erfinn ég, Drottinn, friðinn þinn,
fara um mitt hjarta.
Guðmundur kvœntist hinn 16.
desember árið 1933, Guðlaugu
Bergþórsdóttur frá Suðurgarði í
Vestmannaeyjum, hinni ágœtustu
konu. Þau settust að, eins og áður
segir, að Hvoli í Innri-Njarðvík og
bjuggu fxir alla tíð þangað til þau
fluttust fyrir skömmu að Hrafnistu
í Hafnarfirði. Þau eignuðust 7
börn. Tvo drengi misstu þau á
fyrsta ári. Hin eru öll á lífi og eru
þau þessi, talin í aldursröð: Stef-
anía, Guðbjörg Edda, Finnbogi,
Laufey Osk ogJón.
Þau Guðmundur og Guðlaug
hafa um langt skeið átt við mikla
vanheilsu að stríða. Einkum hefir
Guðlaug verið langdvölum á
sjúkrahúsum. - En sjúkdómsbyrð-
in hefir verið borin af þreki, œðru-
leysi og trúarstyrk.
Eg tel það mikla gcefu að hafa átt
samleið með Guðmundi Finn-
bogasyni og fjölskyldu hans í vin-
áttu og starfi um rúmlega tveggja
áratuga skeið. - Það skal fúslega
viðurkennt, að ekki var alltaf auð-
velt að skilja hann ogfylgja honum
eftir. En þannig er því farið oft og
tíðum með eldhugana og menn
hinna háu hugsjóna. Það er ekki
alltaf tekið eins mikið mark á þeim
og skyldi, og oft eru störf þeirra
vanmetin, misskilin og jafnvel
rangtúlkuð. Þetta hefir áreiðanlega
oft gerst í lífi Guðmundar, og
stundum veitt honum óverðskuld-
aðan sársauka. En nú, þegar hann
stendur á hinum sjötíu ára sjónar-
hóli, þá getur hann glaður horft
yfir farinn veg í þeirri fullvissu, að
góði málstaðurinn, sem hann lagði
svo ótrauður lið og barðist svo
djarflega fyrir, hafði í sér fólginn
þann sigurmátt, sem ekki varð bug-
aður eða brotinn. Það er jafn mikill
sannleikur nú og fyrir 20 árum,
sem hann sjálfur sagði, að GUÐ
GEFUR GÓÐU MÁLEFNl SIG-
UR.
Guð blessi þig, vinur minn, eig-
inkonu þína og ástvini ykkar á
ókomnum tímum. Hann gefi ykk-
ur batnandi heilsu og veiti ykkur þá
blessun, sem þið hafið með störf-
unum ykkar góðu, vináttu ogórofa
tryggð svo margfaldlega unnið til.
Björn Jónsson
BÍLGEYMAR:
3ja ára ábyrgö.
AÐRIR GEYMAR:
2ja ára ábyrgð.
m
CATERPILLAR |
_A S ÞJÓNLJSTA
Caterpillar. Cat ogHeru skrásett vórumerki
IhIHEKIA
J Laugavegi 170 -172 Sír
HF Icat
Sími 21240
PLUS
Hjálmtýr Jónsson
60 ára
Hjálmtýr Jónsson, símaverk-
stjóri, Miðgarði 12, Keflavík varð
60 ára 18. janúar sl. Hann er Vest-
firðingur að œtt, frá Fossi í Arnar-
firði. Foreldrar hans voru Jón
Sumarliðason, bóndi og kona hans
Ingibjörg Guðlaugsdóttir.
Ungur lœrði Hjálmtýr jarðsíma-
tengingar hjá Landssíma Islands í
Reykjavík og hefur unnið hjá
Landssíma Islands síðan 1946,
fyrst víðs vegar um landið en síðan
1953 hefurhann verið starfsmaður
símstöðvarinnar í Keflavík og unn-
ið að nýlögnum og viðhaldi línu-
kerfisins á Suðurnesjum, viðgerð-
um á símatœkjum og öðrum bún-
aði Ll, lengst af sem verkstjóri.
Þegar hann hóf störf hér, strax að
námi loknu, var það við fyrsta
verulega átakið við að koma síma-
kerfinu I jörðu 1946. Fram að því
var meginhluti símasambanda á
loftlínum og var því ákaflega erfitt í
viðhaldi og óöruggt. A stríðsárun-
um og œ síðan hefur verið mikil
þensla í símanotkun á Suðurnesj-
um. Það hefur því lent á Hjálmtý
að standa margoft fyrir verki við
nýlagnir, uppskurði og endurbœt-
ur á jarðsímakerfinu hér í Keflavík
og öllum byggðum Skagans. Hann
hafði því mjög staðgóða þekkingu
á öllu kerfinu. Auk þess er Hjálm-
týr afar þœgilegur og hjálpsamur
og gott að hafa hann til ráðgjafar
um lausn aðkallandi mála, sem
voru mörg á tímum mikillar lít-
þenslu en oft knappra fjárráða til
fjárfestingar - skortur á jarð-
strengjum og tœkjum.
A þessum tímamótum vil ég
þakka Hjálmtý fyrir mjöggott sam-
starf þau tuttugu og fimm ár sem
við áttum samleið hjá Landssíma
Islands.
JT
10-FAXI