Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 17

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 17
Ævimmningar Þorgríms St. Eyjólfssonar Þorgrímur Stefán Eyjólfsson, fyrrum framkvæmdastjóri, sá sem hér verður rætt við lést í desembermánuði 1977. Þegar viðtal þetta var hljóðritað t októ- bermánuði sama ár var honum Ijóst að hann átti aðeins skammt eftir ólifað. Þeirri vitneskju tók hann með karl-. mennsku og hugarró. Hófsemi í ummæl- um um menn og málefni varhonum eigin- leg. Þá kryddaði hann gjaman frásagnir sinar með gamansögum ýmsum. Þor- grímur tók virkan þátt í félagsmálum i heimabyggð sinni, sat þar lengi i hrepps- nefnd og síðar í bæjartjóm Keflavíkur. Hann var einn af frumkvöðlum í málum frystihúsa, og formaður í stjóm Spari- sjóðsins í Keflavík. Þá veitti hann lengi forstöðu versluninni Þorsteinsbúð í Keflavík. Seinustu árin var hann um- boðsmaður Brunabótafélags íslands í Keflavík. Viðtalsþættir þessir, vom hljóðritaðir á heimili þeirra hjóna, Þorgríms og Eiríku Amadóttur, konu hans. VIÐTAL PETUR PETURSSON PULUR I upphafi spyrjum við Þor- grun um hús hans, en það þótti nýstárlegt og stinga í stúf við Vggð þá er fyrir var. Fyrst er hann spurður um álit manna á þessari húsasmíð. Sannleikurinn er sá, að þegar ég lét byggja þetta hús, og sérstaklega eftir að það fór að rísa af grunni, þá var það dálítið óvenjulegt og stakk í stúf við þau hús, sem fyrir yoru í kaupstaðnum á þeim tíma. Flest hús voru byggð þá á mjög svipaðan hátt. Smiðirnir, sem byggðu voru líka húsameistararn- lr- Hvort þeir hafa teiknað þau á a þeim tíma eða þetta hefur verið af vandvirkni, því það má segja að vandvirkir voru þeir þessir menn, sem unnu þessi störf, eða þá að þeir hafa haft þetta algjörlega í sinum huga hvernig þetta ætti að vera, sem ég býst nú frekar við, þá var svipurinn mjög líkur á þeim húsum öllum. Þegar að ég réðist í að byggja þetta hús, það mun hafa verið árið 1935, þá fékk ég Gunn- 'aug Halldórsson, frá Vestmanna- eyjum til þess að teikna húsið fyrir ohg- Hann kom hér, skoðaði að- stæður á lóðinni og kom svo með teikningarnar. Húsið var frá- brugðið því, sem áður hafði tíðk- ast, en ég og kona mín, við vorum að leita hér eftireinhverju nýju, og þótti þetta mjög svo glæsilegt eftir aö hann útskýrði það fyrir okkur. ^érstaklega fannst okkur að inn- réttingar hússins væru mjög heppi- legar. Sjálfur hafði ég verið að gera mér í hugarlund innréttingar að húsi. Hafði verið að teikna þetta upp, og mikið skelfing var það nú mikill munur sem mér hafði dottið í hug, og það sem arki- tektinn kom svo með á sínum tíma. Þegar húsið reis svo af grunni, þá gerðist það að mönnum þótti þetta all nýstárlegt, og ég man að einn góðkunningi minn, sem bjó hér neðar í götunni, kom hér einu sinni inn, þegar að upp- sláttur var nú undir loftum, niður í kjallara og segir við mig: ,,,Hvað tekur þetta fjós margar kýr?“. Mér varð nú heldur svarafátt. Mér þótti húsi mínu ekki virðing gerð með þessu, sem þarna kom fram, en það voru fleiri, sem höfðu ýmigust á útliti hússins. Reykháfur all nýst- árlegur sneri að götu, og hann stakk marga. Sömuleiðis glugga- skipan þannig að það sneru ekki margir gluggar að götu, en götu- hliðin snýr móti norðri og arkitekt- inn hefur talið heppilegra, að við nytum sólarinnar, og hefðum birt- una sunnanmegin á húsinu, og hef- ur það reynst okkur vel á þessum árum, sem að við höfum búið hér. Hvað sögðu smiðir um þetta? Hvemig leist þeim á mannvirk- ið? Smiðurinn, vandaður, heiðar- legur, duglegur og elskulegur maður Skúli Kári Högnason, hann var ekki í upphafi mjög ánægður með útlit hússins, og lét hann það nú í ljós við mig og meira að segja barst þetta til Gunnlaugs Haltdórs- sonar. Gunnlaugur tók þetta, að ég held, dálítið nærri sér. Um þetta leyti var sýning einhver úti í Nor- egi, og hann sendi þessa teikningu til Noregs. Mér hefur verið tjáð, að hann hafi fengið önnur verð- laun fyrir húsið, þar úti. En um smiðinn sjálfan er það að segja, að við vorum góðkunningj- ar, og hann kom nokkuð oft til mín eftir að smíði hússins lauk. Einn sunnudagsmorgun sátum við hérna inni í stofu og vorum að fá' okkur kaffisopa. Þá sagði hann svona blátt áfram: ,,Ég skal segja þér nokkuð Þorgrímur, að mér er bara farið að þykja það fallegt.“’ Svo að þið hafið mátt vel við una, öll. Já, við máttum öll vel við una. Síðan höfum við heyrt mörg hrós- yrði um þetta hús frá mörgum, og svo eru náttúrulega til aðrir, sem ekki hafa sama smekk og það væri nú vont ef allir hefðu sama smekk- inn á hlutunum. Þú gætir rifjað eitthvað upp frá fyrstu árum þínum hér í Keflavík, hvemig umhorfs var þá. Hvaða ár komstu hingað? Ég kom hingað árið 1907. Ég man nú lítið frá því ári, því að þá var ég aðeins tveggja ára gamall, en það er mjög mikil breyting á frá þeim tíma. Náttúrlega þekkti ég þær af eigin raun, því að ég var upphaflega hér hjá Þorgrími, lækni hér í Keflavík, og þar var aldrei neinn húsaskortur, nægt húsrými, en ég átti nú marga góða kunningja og jafnaldra og kom víða við eins og gerist og gengur með krakka á þeim árum, og það má segja það að víða var þröngt búið, og mundi nú ekki öllum falla það, nú á dögum. En hitt er annað mál að þegar að gesti bar að garði í þá daga í þessum þröngu húsa- kynnum, þá virtist aldrei vera það þröngt að ekki væri hægt að þrengja að sér, til þess að búa gestum næturstað og veita annan greiða. FRAMHALD ÍNÆSTA BLAÐI Hús það sem um er rœtt í byrjun viðtalsins er Hafnargata 42. Porgrímur þótti spar á glugga út að götu og austanátt, þar var aðeins einn lítill gluggi, þótti hiis hans því allnýstárlegt en eins og myndin sýnir var bakhlið hiíssins hin veglegasta. FAXI-17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.