Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 18

Faxi - 01.01.1983, Blaðsíða 18
ÚR BRÉFIHELGA HÓLM TIL FAXAFÉLAGA: HÖFUÐBORG NOREGS VIÐ OSLÓFJÖRÐ Óperuhúsið í Osló vinstra megin á myndinni. Helgi Hólm, útibússtjóri Verslunar- banka íslands í Keflavík, er í ársorlofi við bankastörf í Osló, höfuðborg Noregs. Með jólakveðju til okkar Faxafélaganna sendi hann fróðlegt ágrip afsögu borgar- innar, sem við teljum fulla ástæðu til að komi fyrir augu lesenda blaðsins. Þó að seinni alda Islendingar hafi átt mest erindi til Kaupmannahafnar — höf- uðborgar Danmerkur og íslands þar til ísland varð sjálfstætt riki — þá munu stórborgir Noregs lengst afhafa haft mik- ið aðdráttarafl fyrir íslendinga. Munu ættartengsl og fræðsla forfeðranna hafa ráðið þar miklu. íslenska þjóðin er vitan- lega mikið blönduð af stofni víkinga frá öllum Norðurlöndum ogfólki afsuðlæg- ari slóðum (einkum írum), en það voru Norðmenn sem réðu ferðinni hér, allri uppbyggingu og þróun fyrstu aldimar. Lifnaðar- og atvinnuhættir urðu því að norskri fyrirmynd. Allar aðstæður stuðl- uðu að samskiptum þjóðanna, sem ofta- st voru vinsamleg og jákvæð. Faxi er því þakklátur Helga fyrir þá hugulsemi að senda okkur fróðleik um Noreg. Pað var víkingakonungurinn Haraldur Harðráði, sem árið 1050 lagði grunn að bænum Osló. Bæj- arstæðið var ákjósanlegt við fjarð- arbotninn undir skógivaxinni klettahæð. A þessum tíma var Niðarós höfuðstaður landsins, en um aldamótin 1300 gerði Hákon konungur Magnússon Osló að höf- uðstað landsins. Hann hófst handa við að planleggja og reisa virkið og konungsgarðinn Ákershus. Virkið er mjög vel staðsett við innsigling- una inn til borgarinnar. Varð virkið Keflvíkingar, Suðurnesjamenn Húsagerðin hf. auglýsir til sölu 2ja og 3ja herbergja íbúðir, sem afhend- ast tilbúnar undir tréverk með sameign fullfrágenginni, í glæsilegasta fjölbýlishúsi bæjarins. Húsið verður staðsett við Hólmgarð 2, eða á besta stað, og örstutt verður í stóra verslunarmiðstöð sem byggð verður í tengslum við húsið. Þetta verða vinsælustu íbúðir bæjarins. Hafið því samband sem fyrst. Allar upplýsingar í síma 2798 hjá Húsagerðinni hf., og í síma 1420 hjá Fasteignasölunni, Hafnargötu 27, Keflavík.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.