Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1983, Side 20

Faxi - 01.01.1983, Side 20
kost og eru vart fær um að skapa þá atvinnu sem fólkið bjó við áður og hafði vænst að hafa áfram. Petta ástand á ekki bara við um Suðurnes, það nær til flestra landshluta. I'egar sjávarútvegur og fiskvinnsla eiga í örð- ugleikum kemur það niður á öllum landslýð. Peningastreymi verður hægara og atvinna minnkar í flestum atvinnugreinum. Eins og mynd þessi ber með sér hefur verið með eindœmum snjóþungt og umhleyp- ingasamt ásamt miklum veðraham nú í skammdeginu. Margir hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurs. Ekki hefur bæjarfélagið heldur farið varhluta afótíðinni. Sam- kvœmt upplýsingum bæjarstjóra, Steinþórs Júlíussonar, var á fjárhagsáætlun 1982 áœtlaðar kr. 311 þúsund til snjómokstust en niðurstaða um áramótin varð kr. 700 þúsund en það er hærri tala en nokkru sinni hefur verið varið til þeirrar þjónustu síðanfarið varað ryðja snjó af götum og gangstéttum Keflavíkur. Ljósm. J. T. ÖRÐUGLEIKAR f VERTÍÐARBYRJUN Eins og fram kemur í leiðara blaðs- ins ríkir óvenju mikil svartsýni um hag manna hér á Suðumesjum nú í vertíð- arbyrjun. Þegar allt er með felldu er það tími bjartsýni og mikilla athafna. Það er hins vegar svo nú að atvinnu- leysi hefur mælst meira en nokkru sinni síðan farið var að gefa það upp í tölum. Astæðan er sú að atvinnutæki í sjávarútvegi búa við mjög þröngan Fyrirburðir á skálmöld Oskar Aðalsteinn, sem nú í nokkur ár hefur verið vitavörður á Reykjanesi, er löngu þjóðkunnur rithöfundur. í síðasta tölublaði FAXA, jólablaði 1982, var getið nokkurra nýútkominna bóka „Suðumesjarithöfunda”. Það er að segja þeirra bóka semjólabókaflóð- ið hafði þá borið á fjömr FAXA, en síðan bættist við ný bók eftir Óskar Aðalstein, skáldsagan Fyrirburðir á skálmöld. Frá Reykjavíkurhöfn. Ljósm. J. T. FJÁRHAGSÁÆTLUN KEFLAVÍKUR TEKJUR 1. Forsendur þær sem notaðar em fyrir áætlun tekna eru þær sem gefnar em út af þjóðhagsstofnun og kynntar vom á fjármálaráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í nóv. sl. Utsvör, aðstöðugjöld, dráttarvextir ogönnur hlið- stæð gjöld em framreiknuð frá reikningi ársins 1982, en framlög pr. íbúa svo sem jöfnunarsjóðsframlag og þéttbýlisvegafé samkv. upplýsingum þessara aðila. Fasteignaskattur er samkv. álagningu. Aætlaðar tekjur hækka á milli ára, þ.e. frá áætlun ’82 um 60,5%. REKSTRARGJÖLD Algengast er að framreikna gjöld um 60% frá reikningi ársins 1982, en þó hefur hver einstakur liður rekstrargjalda verið yfirfarinn og aðrar for- sendur verið notaðar, þar sem það hefur verið talið æskilegt, t.d. hafa launaliðir yfirleitt verið reiknaðir útfrá des.Iaunum og þá bætt við 30% vegna verð- bólgu á árinu ’83. Dæmi des.launx 12x 130%. Einstaka rekstrarliðir hafa hækkað umfram áætl- aðar verðbreytingar á milli ára og hafa t.d. eftirtaldir liðir hækkað sem hér segir, frá des. ’81 til des. ’82. Hiti.................................... 69% Raún....................................123% Sími ................................... 95% Tækjataxtar ............................ 91% Einstaka starfsheiti innan STKB hafa hækkað yfir 70% vegna síðustu kjarasamninga en meðallauna- flokkur (10. lfl.) um 43.. Aðrir launataxtar hafa hækkað ca. 45-55%. A þessari áætlun er gert ráð fyrir talsvert auknu viðhaldi á fasteignum bæjarins og má geta þess að liðurinn „rekstur fasteigna” hækkar um 227%. Einnig er gert ráð fyrir verulega auknu viðhaldi þeirra fasteigna sem eru sérfærðar á áætlun svo sem skólum, leikvöllum o.fl. Heildarrekstursgjöld hafa hækkað um 93%, en einstaka rekstrarliðir sem hér segir: 1.00 Meðferð bæjarmála ......................... 70% 2.00 Almannatr. ogfélagsm.......................108% 3.00 Heilbrigðismál............................. 97% 4.00 Fræðslumál................................. 66% 5.00 Menningar-og félagsm....................... 88% 6.00 Æskulýðs- og íþróttamál ................... 76% 7.00 Brunamál og almannav....................... 68% 8.00 Hreinlætismál.............................. 81% 9.00 Skipulags-og byggingam..................... 73% 10.00 Götur, holræsi, umferðarm. - tekjur ....12% cr. 14.00 Fjármagnskostnaður........................ 25% 15.00 Önnur mál, starfsmannak................... 90% 16.00 Rekstur fasteigna ........................227% Rekstrarafgangur hækkar aðeins um 12% og kem- ur þar berlega í ljós það óhagræði að tekjustofnar sveitarfélaga eru ekki verðtryggðir nema að litlu leyti. Auðséð er að allverulegur samdráttur í fram- kvæmdum verður á þessu ári, miðað við árið 1982. Miðað við prósentu af tekjum skiptust gjaldaliðir sem hér segir: 1982 1983 1.00 Meðferð bæjaimála ................ 4.14 4.40 2.00 Almannatr. og félagsm............ 16.46 21.31 3.00 Heilbrigðismál ................... 2.91 3.57 4.00 Fræðslumál....................... 18.93 19.60 5.00 Menningar-og félagsm.............. 1.97 2.31 6.00 Æskulýðs-, íþróttamál, útivist ... 4.59 5.01 7.00 Brunamál og almannav.............. 1.53 1.60 8.00 Hreinlætismál .................... 4.39 4.96 9.00 Skipulags- og byggingamál ........ 3.45 3.71 10.00 Götur, holræsi, umferðarm.... 8.39cr. 4.67cr. 14.00 Fjármagnskostnaður............... 5.25 4.07 15.00 Önnur mál, starfsmannakost... 3.52 4.17 16.00 Rekstur fasteigna................ 0.83 1.66 Rekstrarafgangur............... 40.42 28.30 100.00 100.00 Svo sem sjá má á þessum samanburði hækka nær allir liðir sem prósenta af tekjum, en þá munar mest um liðinn „almannatryggingar og félagsmál” en einnig credit liðinn „götur, holræsi, umferðarmál” og er það vegna minni tekna af gatnagerðargjöldum. Ekki verður farið í frekari sundurliðanir á áætlun- inni, enda er hver rekstrarliður allrækilega sundur- liðaður. Athugasemdir þessar eru gerðar til frekari skýr- inga á fjárhagsáætlun og eingöngu á ábyrgð undirrit- aðs. Bæjarstjóri 20 - FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.