Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1983, Page 23

Faxi - 01.01.1983, Page 23
Leikfélag Fjölbrautaskóla Suðumesja með „Lokaðar dyr“: Virðingarvertframtak tókst vel Þann 21. nóvember sl. færði leikfélag Fjölbrautaskóla Suður- nesja upp leikritið „Lokaðar dyr” eftir þýska skáldið Wolfgang Borchert. Þetta val á verkefni verður að teljast allóvenjulegt, þegar í huga er haft að hér er um áhugamanna- leikfélag að ræða og leikendur allir mjög ungir. Það mun öllu algeng- ara að slík leikfélög færi upp gam- anleiki eða lauflétta „farsa”; en magnþrungið ádeiluverk, sem „Lokaðar dyr”er. í stuttu máli fjallar söguþráður- inn um ungan hermann er heim kemur af vígvellinum. Hann hefur verið lengi að heiman en loks er hann snýr aftur að hildarleiknum afstöðnum þá rekur hann sig á þá napurlegu en bláköldu staðreynd að hann á hvergi heima lengur. Hann hefur verið of lengi að heim- an. Við heimkomuna sýnast hon- um allar dyr lokaðar, foreldrarnir látnir í eymd og umkomuleysi, enga vinnu að fá og jafnvel á hans eigin heimili er ekki lengur rúm fyrir hann. Hermaðurinn stendur einn uppi, allslaus og vegalaus, og sýnist ekki önnur leið úr ógöngum sínum en að fyrirfara sér. Inn í þennan söguþráð fléttast síðan samræður er fylla út í þennan ramma og dýpka myndina og skapa allsérstakt andrúmsloft. Þrátt fyrir að hér sé um drama- tískt verk að ræða, sem krefst tölu- verðs þroska af hálfu leikenda við að koma efninu til skila, þá er ekki annað hægt að segja en að vel hafi tekist upp hjá Leikfélagi F.S. Hlutverk voru í höndum góðra leikara er komust allir vel frá sínu. Langstærsta hlutverkið og það sem mest mæddi á var í góðum höndum. Jóhannes Ellertsson fór með hlutverk hermannsins og má segja að hann hafi staðið á sviöinu allan tímann. Jóhannes er ágætum hæfileikum gæddur, hefur sterka rödd og gott látbragð er duldi vel reynsluleysi áhugaleikarans. Onnur hlutverk voru mun smærri en komust vel til skila. Má þar nefna umboðsmanninn er var í höndum Gylfa Jóns Gylfasonar, ofurstann er var í höndum Þor- finns Sigurgeirssonar, stúlkuna er bjargar hermanninum í höndum Höllu Svavarsdóttur, útfararstjór- ann er var í höndum Ragnar Sæ- ýarssonar og lífið er var túlkað af Agústi Ásgeirssyni. í heild má segja að hlutverkaskipan hafi verið góð, en að öllum ólöstuðum hafði Baldur Þórir Guðmundsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Þorfinnur Sigurgeirsson og Jóhannes Ellertsson. ofurstinn í höndum Þorfinns Sig- urgeirssonar mest áhrif á undirrit- aðan. Túlkaði hann hlutverk sitt af mikilli innlifun og komst feykilega vel frá sínu hlutverki. Þorfinnur Sigurgeirsson átti meiri þátt í uppfærslunni en að túlka ofurstann. Hann sá einnig um leiktjaldamálun, er var hrein snilld, og sást þar glöggt að þama er gott listamannsefni á ferð. Leik- tjöldin settu mjög sterkan svip á sýninguna og einnig hljóðeffektin (er settu mjög sterkan blæ á sviðs- gerðina). í heild má segja að hér hafi verð um mjög svo virðingarvert fram- tak af hálfu nemenda fjölbrauta- skólans að ræða og er mér óhætt að segja að enginn hafi verið svikinn af því að hafa varið þessu sunnu- dagskvöldi í nóvember með Leik- félagi N.F.S. Þökk fyrir. Helgi Eiríksson KEFLAVÍK FASTEIGNAGJÖLD Álagningu ársins 1983 er lokið og var fyrri gjalddagi 15. janúar sl., en síðari gjalddagi er 15. maí n.k. Góðfúslega greiðið helming gjaldsins nú og forðist þar með álagningu dráttarvaxta. Innheimta Keflavíkurbæjar L FAXI - 23

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.