Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1983, Page 24

Faxi - 01.01.1983, Page 24
FRA FORTIÐ TIL FRAMTIÐAR FRAMHALD AF BLS. 4 sigrar. Þá náðu ýmis hugsjónamál fram að ganga og félagið varð hreyfiafl framfara í byggðarlaginu, sverð og skjöldur verkafólks og sjómanna. Ragnari verða aldrei að fullu þökkuð þau störf er hann vann í þágu félagsins, störf sem mörkuð- ust af árvekni, góðvilja og trú á málstað jafnréttisins. Starfið hefst í lögum hins nýja félags sagði meðal annars, að markmið þess væri ,,að efla hag félagsmanna og menningu á allan hátt“. Strax var tekið að vinna að því, og þá var að sjálfsögðu efst á blaði að semja við atvinnurekendur um kaup og kjör. Þótt þeir hefðu ekki skipulögð samtök með sér fór svo, að undir haustir 1933 höfðu allir þeir, er verkamenn unnu hjá, skrifað und- ir kauptaxta félagsins. Kvað hann á um það að greiða skyldi 1 krónu á klukkustund í almennri verka- mannavinnu en þó 90 aura í reita- vinnu. Kvennakaup var miklu lægra en þetta. Dagvinna taldist vera frá klukkan 7 að morgni til kl. 7 að kvöldi, eftirvinna frá kl. 7 til klukkan 10 að kvöldi og nætur- vinna til klukkan 7 morguninn eft- ir. Snemma reyndi félagið að ná samningum við útgerðarmenn um kjör sjómanna og landmanna við bátana, en það tókst ekki fyrr en 1937. Þá fyrst hafði félagið náð varanlegri fótfestu, það var nú við- urkennt af öllum atvinnurekend- um sem samningsaðili. Nú tók félagið mjög að eflast. í byrjun vertíðar 1938 stofna vél- stjórar sitt eigið félag en ganga síð- an með það í okkar félag og voru í áraraðir deild í félaginu, þar til þeir urðu sjálfstætt félag. Vörubíl- stjórarnir mynda síðan eigin deild í félaginu árið 1943 og eru félags- bundnir til 1955 að þeir stofna eig- in félag. Snemma tók félagið að semja um kjör kvenna, en eftir að kvennadeild er stofnuð innan þess árið 1936 batna kjör þeirra mjög. Sjómannadeildin var stofnuð árið 1946 og var Ólafur Björnsson fyrsti formaður hennar. Félagið hefur átt í fjölmörgum vinnudeilum sem oftast hafa leystst friðsamlega, en þó hefur verkfalls- vopninu oft verið beitt. Og má nefna fjölmörg dæmi um erfiðar deilur og illvígar. Þá hefur félagið nokkrum sinnum þurft að leita réttar síns fyrir dómstólunum. Frægast er ,,baksamningamálið“ svokallaða. Árið 1939 höfðaði fé- lagið mál fyrir félagsdómi vegna ágreinings um skiptakjör á bátun- um. Málið flutti þáverandi lögfræð- ingur ASÍ, Guðmundur í. Guð- mundsson er síðar varð ambassa- dor. Kristófer Jónsson var sá félagi okkar er var í hlutverki þess er kærði. Þeir unnu málið og sjó- menn fengu þá um 80 þúsundir króna samtals til viðbótar þeim kjörum, er ætlast var til að þeir byggju við, og var því skipt á há- seta. Var þetta árið 1939 að sjálf- sögðu mikið fé, sjálfsagt milljónir króna í dag miðað við okkar marg- hrjáðu krónu. Hugsjónir rætast Félagið lét sér ekkert óvið- komandi. Það sýna gjörðabækur félagsins greinilega. Meðal annars tók það að hafa afskipti af kosn- ingum í hreppsnefnd, fékk þó eng- an kjörinn í fyrstu tilraun 1934, en tókst að fá tvo menn kjörna árið 1942, þá Ragnar Guðleifsson og Danival Danivalsson. Félagið hafði forgöngu um að krefjast þess að kosningarnar væru leynilegar og fékk því ráðið þegar árið 1934. A félags- og stjómarfundum var rætt um sjúkrahús í Keflavík, verkamannaskýli, bókasafn, Iög- gæslu. Það hafði forgöngu um stofnun sjúkrasamlags árið 1943 og einnig um stofnun byggingafé- lags verkamanna árið 1942. Arið 1935 stofnaði félagið pöntunarfé- lag er síðar varð Kaupfélag Suður- nesja. Síðast en ekki síst er að minnast á stórhýsi, það er hátíðar- fundur þessi er haldinn í. Félags- bíó er mikið hús og glæsilegt. Fé- lagsbíó var fyrst reist árið 1936. Verkafólk í Keflavík og Njarðvík byggði þetta hús, sem í dag er í eigu verkalýðsfélagsins. Það var að vísu lágreistarar þá, en á þeim tíma var það í hugum fólks, sem mikil höll. Miklar deilur stóðu um bygg- ingu þess en það tókst og var húsið miðstöð félagsstarfs félagsins í ára- raðir. Síðar var húsið stækkað og hafinn rekstur kvikmyndahúss. Síðan hafa brunar tvisvar ógnað tilveru þess, en allir hafa erfiðleik- amir verið yfimnnir. Þetta hús nefndist í upphafi Alþýðuhús. Við vígslu þess var mikill fögnuður meðal verkafólks í félaginu. í vígslunni vom flutt kvæði og eitt erindið í kvæði er Hannes Jónsson ritari félagsins orti segir: ,,Ef, menn vilja að því gá ekki er bágt að sanna þarna sést hvað mikið má máttur samtakanna.“ Fyrir 10 árum festi félagið ásamt verkakvennafélaginu kaup á því húsnæði, sem nú er miðstöð fé- lagsstarfsins og skrifstofur félags- ins og hefur tilkoma þess verið fé- laginu afar þýðingarmikil. Þá á fé- lagið sumarbústaði í Ölfusborg- um, Hraunborgum og Svigna- skarði, sem orðið hafa mörgum fé- lagsmönnum og fjölskyldum þeirra til yndisauka og blessunar. Lífeyrissjóðir Þá hefur uppbygging lífeyris- sjóðsins átt sér stað síðustu árin. Nú er lífeyrissjóðurinn sá 5. stærsti og sterkasti á landinu. Félagssvæðið stækkar Arið 1973 sameinuðust tvö verkalýðsfélög VSFK. Vom það Verkalýðsfélag Hafnahrepps, sem um skeið hafði verið starfslítið enda erfitt að halda uppi félagi í svo litlu samfélagi, sem í Höfn- unum er. Félagsmenn Verkalýðs- félags Vatnsleysustrandarhrepps ákváðu einnig að sameinast okkar félagi. Jón heitinn Guðbrandsson, sem lést í fyrra fyrir aldur fram, beitti sér sérstaklega fyrir samein- ingunni. Hann hélt því fram, sem auðvit- að er rökrétt að eitt stórt og sterkt félag getur betur gætt hagsmuna félagsmanna sinna, en lítið og van- megnugt verkalýðsfélag. Við samruna þessara félaga stækkaði félagssvæðið mikið og jók tölu félagsmanna og upp frá þessu heitir félagið VSFK og ná- grennis. Félögum fjölgar í VSFK eru nú um 1200 félagar, eða helmingi fleiri en fyrir 10 ár- um. Það hefur mikil umsvif, það stendur fyrir fræðslunámskeiðum, fyrir umræðum um hin ýmsu hags- munamál félaganna og tekur virk- 24 - FAXI

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.