Faxi - 01.01.1983, Page 25
an þátt í mótun heildarstefnu
verkalýðssamtakanna.
Það semur við marga aðila og
starfar í mjög nánu samstarfi við
önnur stéttarfélög, einkum Verka-
kvennafélagið, sem og önnur
verkalýðsfélög á Suðurnesjum.
A samningssvæði félagsins hafa
lengi verið einhverjar hæstu með-
altekjur á landinu. Ekki er það að-
eins vegna þess að hér hefur oftast
verið næg atvinna, heldur einnig
vegna þess að samningar félagsins
eru í mörgum greinum hagstæðari
en víða annars staðar á landinu.
Eg tel ekki ástæðu til að rekja
frekar forsöguna, en nú í janúar-
mánuði gefur félagið út afmælisrit,
hvar sögunni, starfinu, baráttunni
verður gerð skil.
Skin og skúrir
Það hafa skipst á skin og skúrir.
Við hér syðra höfum oft farið aðr-
ar leiðir en heildarsamtökin. Sú af-
staða hefur verið mótuð af félags-
mönnum sjálfum með hagsmuni
verkafólks að leiðarljósi. Barátta
verkalýðsfélaga erekki aðeins í því
fólgin að fylkja liði í kaupgjalds-
baráttunni. Starfið hefur og verð-
ur að mótast af hugsjóninni um
jafnrétti, - um betra þjóðfélag, -
betri afkomu verkamanna og sjó-
manna. Afkomu, sem tryggir reisn
þeirra er hafa ekki sömu aðstöðu
og aðrir.
í fyrstu kröfugöngu á íslandi
voru borin spjöld með áletrunum,
sem veita okkur sýn inn í lífsvið-
horf alþýðustéttanna á þeim tíma
og um leið sýna þau okkur muninn
á kjörum þess fólks og okkar nú.
A þeim 28 spjöldum, sem borin
voru mátti m.a. sjá:
,,Atta tíma vinnu, - átta tíma
hvíld, - átta tíma svefn.“
,,Fátæktin er enginn glæpur."
,,Næga atvinnu.“
,,Mannabústaði“
svo fátt sé upptalið, en ef við lítum
á þesar kröfur sjáum við að þeir
S1grar, sem unnir hafa verið á sviði
félagsmála eru svo stórir og þær
umbætur svo miklar, að við mund-
um engan veginn vilja missa þær,
þótt við metum þær stundum ekki
sem skyldi.
Þrotlaust starf
Sigrar vinnast ekki án baráttu.
Við breytum þjóðfélaginu ekki
nema með þrotlausu starfi í þágu
hugsjónanna sjálfra. Verkalýðs-
hreyfing, verkalýðsfélög eru nú til
óags á milli tannanna á fólki, - sem
gefir lítið úr mætti samtakanna.
Slfkir rógberar, - shkar tungur eru
skyldar þeim hugsanagangi, er olli
gjorðum þeirra manna, er brutu
niður forvera okkar félags.
Varaarstríð
Nú er vamarstríð framundan.
Það er sótt að hreyfingunni úr
mörgum áttum.
Atvinnurekendur hafa styrkt sín
samtök og beita nú harðari stefnu
en um áraraðir. Ríkisvaldið hegg-
ur sífellt í sama knérunn. Samn-
ingar eru ógiltir. Verkalýðshreyf-
ingin forsmáð og kjörin rýrð. Ara-
tuga barátta hefur skilað árangri í
góðum lífskjörum. Þann árangur
verðum við að varðveita. Við
verðum að spyrna við fótum.
Nú síðustu dagana hefur fólki í
okkar félagi borist gustukabætur
eða hundsbætur frá þeim sömu
mönnum er ógilt hafa kjarasamn-
inga, skert launin, - hrifsað 1500
milljónir úr vösum landsmanna.
Þeir sem minnst hafa fá ekkert. Og
mikið er um að allsendis óverðugir
fái fjármuni sem bera það undar-
lega nafn láglaunabætur. Þennan
skrípaleik verður að stöðva.
Verkalýðshreyfingin og einstök
verkalýðsfélög verða að marka sér
skýra og hreina stefnu er boðar
framfarir og sókn til betra hfs.
En það er ekki aðeins ríkisvald-
ið sem sækir að launþegum. Sér-
hagsmunamenn - gróðahyggju-
menn vilja hreyfingu okkar feiga
og undirróðursmenn, sem sjá allt
svart þegar minnst er á samstöðu
fólksins - hreyta köpuryrðum í
trúnaðarmenn hreyfingarinnar og
freista þess að sá fræi tortryggni og
efasemda hjá fólki. Shkir undir-
róðursmenn eru hættulegri í dag
en nokkru sinni fyrr.
En varnarbaráttan hlýtur að
verða víðtækari en er að þessu
lýtur. Framundan ér tæknibylting í
þjóðfélagi okkar. Sú bylting mun
hafa víðtækari áhrif en margan
grunar. Þessi tæknibylting hefur
haldið innreið sína hjá frændum
okkar á Norðurlöndum. Þar eru í
dag 800 þúsund manns atvinnu-
lausir og þeim fjölgar.
Tæknibylting — atvinnu-
öryggi
Það er fullyrt að eftir 2 - 3 ár
haldi vélmenni innreið sína í ís-
lenskan fiskiðnað. Vélmenni, sem
tína orma og bein úr fiski, pakka
og fullgera vöruna.
Hvað verður þá um verkafólkið,
sem þar hefur starfað?
Og þessi tækni mun ryðja sér til
rúms á fleiri sviðum, en nokkurn
grunar. Hvemig bregðumst við við
þessari þróun?
Verkalýðshreyfingin hefur ekki
og má ekki leggjast gegn tækni-
framförum. Það er heldur ekki
hægt.
En við verðum að taka á vanda-
máhnu. Við verðum að bregðast
skjótt við, - leita nýrra leiða, -
tryggja það að tæknin geri ekki
manneskjuna að fótaþurrku. At-
vinnuöryggið verður að tryggja.
Það eru sjálfsögð mannréttindi að
hafa atvinnu.
I þjóðhfinu eru ýmsar hræring-
ar. Váboðar em framundan, en til
þess eru erfiðleikamir að takast á
við þá.
Nú eftir 50 ára starf geta verka-
menn og sjómenn horft stoltir yfir
farinn veg. Við erum brautryðjend-
unum þakklátir. Þeir mörkuðu
brautina. Þeir lögðu drögin að
þeim Iífskjörum sem við búum við
ídag.
Trú á framtíðina
Starfið framundan verður að
markast af trú á framtíðina. Frum-
kvæðið, vaxtarbroddur framfar-
anna felst í styrku verkalýðsfélagi,
heilsteyptri verkalýðshreyfingu.
í þjóðfélagi okkar er gmnnt á
lögmáli frumskógarins, hvar hver
og einn reynir að troða á öðrum.
íslandssagan sannar það. En með
samstilltu átaki, góðum vilja og
eldmóði hugsjóna geta verkamenn
og sjómenn fylkt liði, . . . barist
gegn óréttlæti . . . barist fyrir
mannsæmandi hfi.
Það er skylda þjóðfélagsins að
tryggja það að verkamaðurinn og
verkakonan . . . njóti afraksturs
erfiðis síns. Hjá því fólki er undir-
staðan . . . grundvöllurinn er
þjóðfélagið byggir á. Verkalýðs-
og sjómannafélag Keflavíkur og
nágrennis mun hér eftir sem hing-
að til berjast fyrir mannsæmandi
lífskjörum verkafólks. Berjast fyr-
ir auknum rétti þess fyrir atvinnu
. . . fyrir stærri hlutdeild í þjóðar-
kökunni,. . . fyrir jafnrétti.
Farsælasti foringi verkalýðs-
hreyfingarinnar sagði eitt sinn:
„Eðli verkalýðshreyfingarinnar er
ekki skyndiupphlaup, hávaða-
fundir og ævintýri, - heldur mark-
visst, sleitulaust strit fyrir málefn-
unum sjálfum."
í þeim anda mun Verkalýðs- og
sjómannafélag Keflavíkur og ná-
grennis starfa . . . A þann veg
verður framtíðin tryggð.
Með shkum vinnubrögðum mun
verkafólk sjá og finna að verka-
lýðshreyfing og verkalýðsfélag er
því mikils virði.
KEFLflVlK - SUÐURNES
Ljósmyndastofa Suðurnesja
býður 20% afslátt á myndatökuna.
Notið tækifærið, myndið börnin áður
en jólafötin verða of lítil.
Stórar stækkanir og striga-myndir
átilboðsverði.
Hringið, komið, kynniðykkur
okkar verð.
TILBOÐ ÞESSI GILDA AÐEINS
TIL15. FEBRÚAR 1983.
LJ0SMYNDAST0FA
SUDURNESJA
Hafnargötu 79 - Simi 2930.
FAXI - 25