Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1983, Síða 26

Faxi - 01.01.1983, Síða 26
HELGISIGURGEIR JÓNSSON - MINNING FRAMHALD AF BLS. 7 Helgi árið 1938, var félagsforingi þess til 1963, og mörg ár eftir það var hann hin styrka stoð, og holli ráðgjafi, sem hægt var að leita til hvenær sem þörf var á. Skátaguðs- þjónustumar á sumardaginn fyrsta, framkvæmdar með Helga S., og skátaskemmtanimar í Ungó, síðdegis þann sama dag, að ógleymdum samkomunum á af- mælisdegi Baden Powells, og skátajólunum, þetta eru þær stundir, sem ljóma hvað fegurst í minningunni, þegar ég horfi yfir farinn veg. Það var dásamlegt að standa við hlið Helga á shkum stundum. Þá var hann í essinu sínu, og þá var hann engum öðrum líkur. í Rót- aryklúbbi Keflavíkur átti Helgi einnig langan og gagnmerkan starfsferil að baki. Hinn 7. desember árið 1940 gekk Helgi að eiga eftirlifandi eig- inkonu sína Þórunni Olafsdóttur, ættaða héðan úr Keflavík, hina ágætustu konu, sem reyndist hin- um umsvifamikla og hugsjónaríka eiginmanni sínum traustur lífs- fömnautur í blíðu og stríðu. Eg held, að Helgi vinur minn hefði alveg áreiðanlega verið allra manna fyrstur og fúsastur til að gjalda jáyrði við þeirri staðhæf- ingu, að hún hafi öllum öðru frem- ur verið kjölfestan í lífi hans. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu Sigríði, sem nú er búsett á Ber- muda, gift Eric Alleson Pedro. Aðra dóttur átti Helgi áður en hann kvæntist er Ingibjörg heitir. Hún er nú húsmóðir í Reykholti í Borgarfirði, gift Guðmundi Kjer- úlf, bifreiðastjóra. Dætrabörnin eru 4 talsins, 3 hjá Guðrúnu og 1 hjá Ingibjörgu. Vissulega unni Helgi þeim öllum heils hugar. En mest kynni hafði hann af eldra syni Guðrúnar, nafna sínum Helga Þór, og milli þeirra voru kærleiks- böndin knýtt á þann veg, að þar var ekkert hægt að rjúfa. Það var hrífandi fögur sjón að sjá þá tvo leiðast eftir Hafnargötunni, þegar Helgi Þór var agnarlítill snáði. Eg hóf mál mitt á því að minna á vitringana og Betlehemsstjörn- una, og gat þess, að Helgi S. væri sérstaklega tengdur mínum per- sónulegu jólaminningum. Það var um árabil okkar sameiginlega hlut- verk að undirbúa og framkvæma helgiathöfn á jólafundi Rótary- klúbbsins, þá kynntist ég því, hve jólin áttu sterk og djúpstæð ítök í hjarta Helga. Boðskapur jólanna var honum heilagt hjartans mál og ósegjanlega mikils virði. Ég man, hve mjög og hve oft hann lagði áherslu á nauðsyn þess, að mæta jólunum með hugarfari barnsins, til þess að við mættum koma auga á stjörnuna, sem vísaði veginn að jötunni til jólabarnsins. Mér fannst oft, á þessum jólafundum okkar, sem hann væri sjáandinn, vitringurinn, er benti okkur hinum á stjörnuna björtu, sem vísaði veg- inn og leiddi okkur að jötu Lausn- arans. Og þegar hann var sóttur heim, þá gáfust oft og tíðum stundir sem ekki gleymast. Þá var stundum kafað djúpt eða svifið hátt í andans víðfeðma heimi. Þá var unun að hlýða á mál Helga. Hann hafði alltaf einhverju góðu að miðla, eitthvað spaklegt að mæla, eitt- hvað háleitt, bjart og fagurt að benda á. Þannig var Helgi S., svo ótrú- lega oft beint eða óbeint í sporum vitringsins, sem lét sitt eigið h'f Ieiðast af háum hugsjónum, leið- ast af stjörnunni, himinljósinu bjarta, og þreyttist aldrei á að benda þeim, sem hann átti samleið með, að gera slíkt hið sama. Það er mikið þakkarefni og margföld blessun að hafa átt þess kost að njóta samfylgdar slíkra manna, sem Helgi S. Jónsson var. Hann var mikið náttúrubam. Hann vitnaði oft í þessi alkunnu orð Fjallræðunnar: „Lítið til fugla himinsins. - Gefið gaum að liljum vallarins.“ Þau áttu djúpan hljóm- grunn í hjarta hans. í öræfafegurð fjallanna og kyrrð fann hann sig á sérstakan hátt heima. í hugljúfri ritgerð, sem hann nefndi: „Yfir hraunið til fjallanna,“ kemst hann m.a. svo að orði: „Eins og sólin leitar tindanna fyrst og hverfur síð- ast af þeim, eins vermir víðsýni * fjallanna hugann og verndar heið- ríkju hans gegn herferð skugga og myrkurs.“ Og í lok ritgerðarinnar, eftir að hann er lagstur til svefns í tjaldinu sínu, segir hann: „Áður en svefninn sigrar augu mín, hvísla ég kvöldbæn mína hljóðlega út í kyrrðina: Blessaður sé faðmur fjallanna. Blessuð veri öll, spor, sem til fjallanna liggja.“ Ég fæ ekki betur séð, en að þarna sé vitringurinn enn á ferð, og bendi á stjörnu sem ótvírætt vís- ar í blessunarátt. Eins og fyrr er fram komið var Helgi S. ekki langskólagenginn maður. En ég hefi engum manni kynnst, hvorki fyrr né síðar, sem var eins fjölmenntaður og hann. Og þar var ekki um neitt hálfkák eða yfirborðsmenntun að ræða. 1 Þess má til gamans geta, að á Reykjavíkurárunum stóð hann að útgáfu stúdentablaðs, sem stúd- entar voru að vísu skráðir ritstjór- ar að, en það var Helgi S., sem skrifaði það og vann það að lang- mestu leyti. Hann var fjölhæfur listamaður, leikari, listmálari, myndskeri, rithöfundur, og vafa- laust margt fleira. Og það er ekki nokkur vafi, að hann hefði getað náð langt í þeim listgreinum, sem nefndar hafa verið, ef hann hefði einbeitt sér að einhverri einni þeirra. Orðsins list lék honum á tungu í nærfellt fágætum mæli. En þó fjölhæfni hans væri svo mikil sem raun ber vitni um, þá var hann allt- af svo önnum kafinn við að hjálpa öðrum, eða leggja fram krafta sína til almenningsheilla, að hann hafði * í raun og veru aldrei tíma til að hugsa um sjálfan sig og sinn eigin hag. En hitt er víst, að Keflavík mun um langa framtíð njóta verka hans og hugmyndanna, sem hann vakti fyrstur máls á. Það var svo oft, að Helgi kveikti eldinn, en fól svo öðrum að gæta hans, af því að hann þurfti að fara og sinna nýju hugðarefni, kveikja nýjan eld. En ætli að það hafi ekki einmitt, að vissu leyti sannast á honum, sem skáldið frá Fagraskógi segir, að: „Fáir njóta eldanna, sem fyrstir 1 kveikja þá.“ NJARÐVÍKURBÆR FASTEIGNAGJÖLD Ákveðið hefur verið að skipta fasteigna- gjöldum niður á þrjá gjalddaga, þ.e. 15. jan- úar, 15. mars og 15. maí. Þeir gjaldendur er ætla að notfæra sér þessa þrjá gjalddaga, verða að standa skil með hvern gjalddaga, annars falla öll gjöld- in í eindaga. Bæjarsjóður - Innheimta 26 - FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.