Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1983, Side 26

Faxi - 01.06.1983, Side 26
Samvinnutryggingar og Líftryggingarfélagiö Andvaka AÐALFUNDUR HALDINN Á BLÖNDUÓSI Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t. og Líftryggingafélagsins Andvöku voru haldnir að Hótel Blönduósi, Blönduósi, föstudaginn 3. júní s.l. Fundinn sátu 20 fulltrúar víðs vegar af landinu auk stjórnar félaganna, fram- kvæmdastjóra og nokkurra starfs- manna. Fundarstjóri var kjörinn Olafur Magnússon, Sveinsstöðum, en fundar- ritarar Héðinn Emilsson og Bragi Lárusson. Erlendur Einarsson, stjórnarfor- maður, flutti skýrslur stjómar, en Hallgrímur Sigurðsson, framkvæmd- arstjóri, skýrði reikninga félaganna. SAMVINNU- TRYGGINGAR g.t. í reikningum Samvinnutrygginga g.t. kom fram, að rekstur trygginga- greinanna gekk vel á árinu. Námu bók- færð iðgjöld 221.4 milljónum króna, en iðgjöld ársins 202.9 milljónum. Af heildariðgjöldum námu iðgjöld frum- trygginga 90.8%, en endurtrygginga- iðgjöld innlend og erlend 9.2%. Iðgjöld ársins jukust milli ára um 64.8% í frumtryggingum, en um 105.6% í endurtryggingum. Aukning frumtryggingaiðgjalda var næstum því jafn mikil og milli næstu ára á undan, sem var meiri aukning en hafði þá orð- ið um árabil. Greidd endurtryggingaiðgjöld námu 42.7 milljónum króna, eða um 21% heildariðgjalda ársins. Greiðslur endurtryggjenda á um- boðslaunum og tjónum til félagsins námu samtals 34.4 milljónum. Bókfærð tjón á árinu uröu 108.8 milljónir króna, en tjón ársins 163.9 milljónir. Hafa bókfærð tjón hækkað um 54.8% milli ára en tjón ársins um 57.4%. Tjónaprósenta miðað við ið- gjöld ársins er 80.8%, en miðað við eigin iðgjöld er tjónaprósentan 86.7%. Umboðslaun vor 11.7 milljónir á móti 6.5 milljónum í fyrra og hafa hækkað um 77.4% milli ára. Er hér um að ræða mismun greiddra og fenginna umboðslauna. Skrifstofu- og stjórnunarkostnað- ur var 37.7 milljónir á árinu, en var 23.0 milljónir í fyrra og nam hækkun milli ára 63.3%. Laun og launatengd gjöld hækkuðu um 51.3%, en annar kostnaður um 73.6% milli ára. Að frá- dregnu aðstöðugjaldi og kirkjugarðs- gjaldi er kostnaðarprósenta 18.6% eða nokkru lægri en árið áður. Fjöldi starfsmanna í árslok var 97 í 91 1/2 starfi, þar af við tryggingarekst- ur 83. Við mötuneyti, ratstingu og hús- vörslu störfuðu 14 menn. Fjármagnstekjur umfram fjár- magnsgjöld voru 25.1 milljónir króna, en höfðu verið 11 milljónir árið áður. Hækkun milli ára nemur því 127%. Hagnaður varð af rekstri Bruna- deildar, Sjódeildar og Abyrgðar- og slysadeildar og erlendum endurtrygg- ingu samtals 8.2 milljónir. Bifreiða- deild og innlendar endurtryggingar skiluðu hins vegar tapi, samtals að fjár- hæð 4.1 milljónir. Fjárhæöir skiptust nánar eftir deild- um þannig: Abyrgðar- og slysadeild er með hagnað að fjárhæð 4.319 þúsund krón- ur. Brunadeild er með hagnað að fjár- hæð 2.728 þúsund krónur. Bifreiðadcild er með tap að fjár- hæð 3.305 þúsund krónur. Sjódeild er meö hagnað að fjárhæð 919 þúsund krónur. Innlendar endurtryggingar eru með tapi að fjárhæð 749 þúsund krón- ur. Erlendar endurtryggingar eru með hagnaði að fjárhæð 235 þúsund krónur. Samtals varð því hagnaðurinn 4.1 milljón. A fundinum kom m.a. fram, að Samvinnutryggingar veittu 981 bif- reiðaeigendum, sem tryggt hafa bif- reiðir sínar hjá félaginu í 10, 20 eða 30 ár, án tjóna, ókeypis ársiðgjald af ábyrgðartryggingum bifreiðanna vegna ársins 1982. Er hér um veruleg- an afslátt að ræða eða um kr. 3.8 millj- ónir. LÍFTRYGGINGA- FÉLAGIÐ ANDVAKA. Iðgjöld ársins 1982 námu kr. 3.170.305 á móti kr. 2.356.172 árið áð- ur og hækkuðu því um 34.6% milli ára. Iðgjöld af líftryggingum námu kr. 3.049.675 en af innlendum endurtrygg- ingum kr. 120.630. Hækkun iðgjalda ársins af líftryggingum nam 71%. Rekstrarkostnaður jókst úr kr. 1.370.645 í kr. 1.910.663, eða um 39.4%. Fjármunatekjur umfram fjár- magnsgjöld námu árið 1982 kr. 2.143.908 á móti 1.567.707 árið áður og nam hækkunin milli ára 36.8%. Fyrir endurtryggingavernd félagsins voru greiddar á árinu kr. 1.592.110 á móti kr. 1.282.849 á árinu á undan. Nam hækkunin milli ára 24.1% og hlutfall greiddra endurtryggingaið- gjalda af heildariðgjöldum nam 50.2% á móti 54.4% árið 1981. Tjón ársins námu kr. 1.624.800 á móti kr. 1.388.346 áriö á undan og nam aukningin 17.0% milli ára. Þátttaka endurtryggjenda í tjónum nam kr. 820.421 á móti kr. 747.751 árið áður og nam hækkunin 9.7%. Einstakar tryggingagreinar: Hagnaður varð af rekstri allra trygg- ingagreina 1982, nema af hóplíftrygg- ingum og innlendum endurtrygging- um. Af sparilíftryggingum nam hagnað- urkr. 166.792. Af áhættulíftryggingum nam hagn- aður kr. 524.458. Af sjúkra- og slysatryggingum nam hagnaður kr. 336.256. Af hópsjúkra- og slysatryggingum nam hagnaður kr. 14.531. Samtals skiluðu þessar greinar hagn- aði að fjárhæð kr. 1.042.037. Tap af hóplíftryggingum nam kr. 64.389. Tap af innlendun endurtryggingum nam kr. 71.648. Samtals nam því tap þessara tveggja greina kr. 136.037. Hagnaður af rekstri félagsins áriö 1982 nam því samtals kr. 906.(XX). Fjöldi ntála, er varða félögin og starfsemi þeirra, voru rædd á fundin- um og nokkrar tillögur bornar fram og afgreiddar. Samþykkt var að færa Krabba- meinsfélagi Islands gjöf aö upphæð kr. 100.000.00. Þá var samþykkt að færa Ung- mennasamböndum Austur- og Vestur Húnvetninga sem gjöf hvoru sambandi fyrirsigkr. 50,(XX).(X). Endurkjörnir í stjórnir félaganna voru þeir Valur Arnþórsson, kaupfé- lagsstjóri, Akureyri og Karvel Ög- mundsson, framkvæmdastjóri, Ytri- Njarðvík. Aðrir í stjórn eru Erlendur Einars- son, forstjóri, Reykjavík, formaður, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, Reykjavík og Ragnar Guöleifsson, kennari, Keflavík. Fulltrúi starfsmanna í stjórn er Þórir E. Gunnarsson, fulltrúi, Hafnarfirði. fðÖ-FA'YI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.