Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 6

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 6
Nikulás til haustsins 1959. Þá ákveður Nikulás að taka sér hvíld frá sjónum og ræðst til starfa á smurstöð Aðalstöðvarinnar, þar sem hann starfaði síðan næstu árin, eða þar til í desember 1963, en þá ræðst hann sem vélstjóri á m/b Ingi- ber Ólafsson KE, með Óskari og fer líka yfir á Ingiber Ólafsson KE, 250 tonna skip, sem þeir bræður Óskar og Jón keyptu og kom til landsins 1964 og hjá þessari útgerð er hann til 1973, eða þar til þeir bræður seldu skipið. Þá var það 1968, sem Nikulás tekur hið meira vélstjórapróf Um haustið 1973 fer Nikulás á m/b Valþór sem Magnús Þórarins- son skipstjóri og bræður hans gerðu út, en skipstjóri á Valþór var þá Is- leifur Guðleifsson, og hjá þeim er hann þar til Heimir h/f kaupir m/b Bergþór KE, þá fer hann yftr á Berg þór með ísleift, og er þar til skipið er selt til Grindavíkur árið 1978. En haustið 1978 byrjar hann aftur hjá Óskari Ingiberssyni á m/b Albert Ólafssyni KE, en skipstjóri er Karl Óskarsson. Nikulás hefur verið félagi í Vél- stjórafélagi Suðurnesja. Þar sem í öðru hefur hann reynst hinn traust- asti maður og félagi. Færi ég honum bestu kveðjur frá okkur félögunum og ámum við honum heilla nú og ávallt. Pétur Jakob Sívas Nattestad Petersen. Sólvallagötu 42, Keflavík. Pétur J.S.N. Pétursson er fæddur 24. desember 1930 á Hesti í Fær- eyjum. Foreldrar hans era Michal Péter- sen og Signhild Jóhannsdóttir. Pét- ur flytur til íslands 1954, þá 24 ára gamall. Aður en hann kom til ís- lands var hann sjómaður og heldur því starfi áfram eftir að hann kemur hingað til lands. Hann er sína fyrstu vertíð hér á m/b Dóru úr Hafnar- ftrði sem Beinteinn Bjarnason út- gerðarmaður gerði út. Næst er það að Pétur ræður sig á m/b Vörð til humarveiða en um haustið vinnur hann í Hraðfrysti- húsinu Jökli h/f, en vetrarvertíðina 1952 fer hann á m/b Sæhrímni KE, með Guðjóni Jóhannssyni. Þegar Guðjón tekur við skipstjórn á m/b Dúx KE, fer Pétur með honum og með Guðjóni er hann næstu fjögur árin, eða þar til Pétur fer á m/b Ólaf Magnússon KE, með Óskari Ingi- berssyni og með honum er hann næstu átta árin, eða til ársins 1966. Þá fer hann á m/b Ingiber Ólafsson KE, en skipstjóri þar var þá Öm Er- lingsson og er með honum til 1970, en þá um vorið ræður hann sig til þeirra bræðra Reynolds og Hákons Þorvaldssona á m/b Hafborgu KE og með þeim er hann í níu ár. Um eins árs skeið er hann á m/b Albert Ólafssyni sem Óskar Ingi- bersson gerir út, en á árinu 1980 ræður hann sig á Happasæl KE 94 hjá þeim bræðram Sigurði og Rún- ari Hallgrímssyni, og með þeim er hann enn. Kona Péturs er Þóranna Kristín Erlendsdóttir. Það er sagt, að hermaðurinn sem kemur upp úr skotgröfunum, sé fámáll um það sem hann og félagar hans hafa orðið að þola. Eins er það með hinn íslenska sjómann, lífs- reynsla hans við óblíð veður hér á norðurslóðum, þar sem oft er stutt bil milli lífs og dauða, vill hann ógjaman ræða um. Því var það, þeg- ar ég spurði Pétur um lífsreynslu hans, hvort hann hafi ekki einhvern tíma lent í hættu, þá svaraði hann því til að það væri ekkert sem orð væri á gerandi. Ég veit aftur, að oftar en einu sinni hefur hangið á blá- þræði að hann og félagar hans kæm- ust heilir frá átökum sínum við haf- ið. En það er ekki saga Péturs eins, það er saga hins íslenska sjómanns nú sem ávallt áður. Að endingu þetta. Pétur hefur ekki oft haft vistaskipti, því er óhætt að segja að honum hefur líkað við vinnuveitendur sína sem þeim við hann. Sérstakar þakkir vil ég færa Pétri frá Sjómannadgsráði fyrir veitta aðstoð á undanförnum árum. Um leið og ég afhendi Pétri heið- urskross Sjómannadagsráðs óska ég honum og fjölskyldu hans heilla um ókomin ár. Jón Olsen. Laus staöa Staöa aðalvarðstjóra viö embœtti lögreglu- stjórans í Keflavík, Grindavík, Njarövík og Gull- bringusýslu er laus til umsóknar. Laun samkvœmt launakerti starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ósamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituöum fyrir 1. júlí 1986, en staðan veröur veitt fró og meö 16. júlí sama ór. Keflavík, 9. júní 1986. Lögreglustjórinn í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýslu Jón Eysteinsson (sign). Póst og símamálastofnunin auglýsir: Afhending símaskrár- innar 1986 er hafin á öllum pósthúsum gegn framvísun afhendingar- seöla sem hver sím- notandi á aö vera bú- inn aö fá í hendur, sím- notendur eru hvattir til að taka hina nýju skrá í notkun strax þar sem hin eldri er komin úr gildi, enn fremur er komin ný svœöisskrá, sem er til sölu á öllum pósthúsum fyrir kr, 75,00, SÍMASKRÁ SVÆÐI 92 1986 170 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.