Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 36

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 36
Langar mig í lífshöll nokkur ömefrii — Kirkjuvogstorfan skiptist upp- haflega í þrennt, Vogsvöllinn eða heimatúnið eins og það var kallað, svo inntún og upptún. Eftir alda- mótin síðustu, áttu þeir Kotvogs- bræður öll höfuðból sveitarinnar, Kirkjuvog, Kotvog og Kalmanns- tjöm. Þekking mín er takmörkuð á þessu, en bót er sú, að örnefni þau, sem ég veit um og man vel, munu nú vera gleymd og týnd nú- verandi kynslóð og því skemmti- legra að rifja þau upp, áður en þau týnast með öllu. Túnið suðvestur af Kotvogi (sem nú er horfinn) heitir Dönskhúsa- völlur, sem með sjónum nær alla leið frá Kotvogi og suður að svo- kölluðum Bóndhól. Kirkjuvogur- inn átti þessa spildu, en Garð- húsabærinn átti suðurhlutann ásamt Bóndhól, sem var og er álagahóll. Bóndhóll var í fyrnd- inni sagður landamerkjahóll. Stórbýlið Haugsendar átti land allt frá Bóndhól til Skiptivíkur. Grasvöllurinn milli Kirkjuvogs og Kotvogs annars vegar og Virk- ishólsins og Hjallhólsins hins veg- ar heitir Vogsvöllur einu nafni. Það mun vera gamalt nafn, stytt úr orðinu Kirkjuvogsvöllur, upp- haflega. Þetta er dýrasti blettur sveitarinnar frá ómunatíð, því við austurenda spildunnar em Kirkjuvogsnaustin. Þessi völlur var líka snemma kallaður heima- tún eða niðurtún. Vogsvöllurinn allur skiptist í skákir. Miðsvæðið allt átti Kirkjuvogurinn, sem hét Húnatunga, ásamt Virkishólnum og Hjallhólnum. Kotvogurinn átti sjávarbakkann frá bænum og norður til nausta. Sömuleiðis átti Kotvogurinn Vesturbæjarskák- ina, sem er stórt og ferhyrnt svæði frá Virkishól til Hólshúsa, frá Hólshúsum að Vesturhúsi og það- an niður með Húnatungu miðri í landamerkjaþúfu og svo í sunn- anverðan Virkishól. Af þessu sést, að þótt Kotvogur- inn yrði stórbýlið mesta í sveitinni og höfuðból víðfrægt í höndum þeirra Kotvogsmanna og bæri af öllum býlum á Suðurnesjum og jafnvel á iandinu öllu, þá var hann samt upphaflega hjáleiga frá Kirkjuvogi og átti aðeins land við bæinn, Kotvogsbakkann að norð- anverðu. Bmnngatan svonefnda lá frá Kotvogi í austur að Kirkjuvogs- bmnninum, sem er í Hjallatúni Flestum Suðurnesjamönnum er kunnugt um að séra Jón Thor- arensen varð bráðkvaddur er hann var á ferð með syni sinum um Suðumesin á fögrum sunnudagsmorgni, 23. febrúar s.l., en hann var faeddur 31. okt. 1902. Af Stapanum horfði hann yfir sólböðuð Suðurnesin. Það hvfldi helg ró yfir sögusviðinu, sem hann hafði svo oft farið um og gert þjóðkunnugt, með frásögnum sinum, fróðleik og skáldsögum. Séra Jón var þeirrar gerðar, að sjálfsagt hefur hann hvarvetna kunnað vel að lifa, en ég hygg að frú Ingibjörg Ólafsdóttir, kona hans, hafi mælt rétt er hún sagði: ,,Ég held að Jón hafi kosið að hafá Suðumesin fyrir augunum er hann lokaði þeim í síðasta sinn, svo mjög unni hann æskustöðvunum.‘ ‘ Thepum sólarhring fyrir andlátið átti séra Jón símtal við rit- stjóra Faxa. Þá sagði hann: ,,Nú er ég steinhættur að skrifa nema fýrir Faxa. Ég er með 2—3 greinar tilbúnar." Fyrst þessara greina er um ömefni á æskuslóð hans í Höfnum. Hann hafði í huga að gera ömefnunum góð skil frá Reykjanestá að Garðskaga. Til þess vannst ekki tími. Hinar tvær greinamar em stór merkar persónufrásagnir, þær koma í haust í Faxa. svonefndu. Kirkjuvogsbrunnur- inn var byggður um eða fyrir 1750 af Tómasi Arasyni frá Fuglavík. ! Fuglavíkurhverfi er næst sunnan við Sandgerði. Brunnurinn er frægt mannvirki og dýrmætt vatnsból Kirkjuvogsmanna um aldir. Hann hefur staðið af sér alla jarðskjálfta síðan og verið öruggt vatnsból alla tíð. Hin sorglegu ör- lög hans urðu, að skolpleiðslur voru lagðar í hann. (Sjá Litla skinnið, bls. 10). Brunngatan lá beint austur frá Kotvogi um Vogs- völlinn eða heimatúnið, til vinstri. Þegar austur var gengið, var Kot- vogsbakkinn til vinstri en til hægri við götuna, var mjó ræma, sem hét 'lúnga, og átti Kotvogur- inn hana. Þegar komið var að Hjallhólnum, lá gatan í lægð þeirri, sem myndaðist milli Hjall- hólsins og Norðurhússins, sem þá stóð. Girðing var yfir Hjallhólinn miðjan, og til Norðurhússins og hlið var á girðingunni, þar sem gatan lá. Fyrir austan eða innan við þessa girðingu tók við Inntúnið svokall- aða. Það átti Kotvogurinn mest allt. En fyrir innan girðinguna breyttist nafnið á Hjallhólnum: þar var hann kallaöur Skiphóll, og lautin fyrir neðan hólinn, sem lá að austur naustunum hét Skip- hólslaut og skák, sem teygðist austur frá Skiphólnum hét Háls- ar. (Þetta síðasta nafn er ég ekki nógu viss um). Ef haldið var áfram austur eftir brunngötunni var kirkjuvöllur á hægri hönd, allt tún norðan við kirkjugarðinn og til brunngöt- unnar, en norðurskákin og aust- urskákin voru á vinstri hönd frá brunngötunni og til túngarðsins að austan. Túngirðing var svo loks austast á milli skáka Kotvogsins ogjarðarinnar Hjalla, sem líl<a hét Fjós. Það mun vera eldra nafn. Þarna var farið gegnum hlið á girðingunni, og svo var örlítill y spölur að brunninum. Þá má geta þess, að jörðin Hjalli átti stóra ferkantaða spildu í norðaustur- horni Inntúnsins. Spildan hét Hjallavöllur. Vogsvöllurinn eða heimatúnið, sem ég minntist á fyrst, dýrasti blettur sveitarinnar frá ómunatíð, var ætíð mest tengdur sjósókn- inni, þegar ég ólst upp. Það var gömul trú, að Virkis- 1 hóllinn og Hjallhóllinn væru bú- staðir huldufólks og alltaf á vetr- 200 FAXI i

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.