Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 37

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 37
um, þegar við krakkarnir rennd- um okkur á sleðum á Virkishól, sagði fólkið við okkur: „Verið þið skikkanleg og góð börn á Virkis- hólnum. Gætið þess að hafa ekki hávaða. Það gæti orðið ykkur dýrt og foreldrum ykl<ar.“ Við reynd- um að muna þetta, en oft fór þetta úr skorðum hjá okkur. Ég á margar minningar frá Virkishól í stjörnudýrð og tungls- ljósi, þegar við krakkarnir úr Kirkjuvogshverfinu vorum þar með marga sleða. Það voru dás- amleg kvöld með leiksystkinum, þegar norðaustan andvari var, heiðríkja, tungl og hægur frjós- andi, en þungt soghljóð frá sjón- um öðru hverju eins og undirspil á þessum dýrðarkvöldum okkar krakkanna. Virkishóllinn var ávallt mikið tengdur æskufólkinu. Hann var miðstöð unglinganna í Kirkju- vogshverfmu á fögrum vetrar- kvöldum. Um Virkishólinn og Hjallhólinn er þessi gamla saga: ,,Á fyrri hluta 19. aldar var maður í Hafnarhreppi, sem Haf- liði hét, Guðmundsson. Hann var barnakennari um tíma. Hann kenndi börnum lestur og skrift. Hafliði þessi var ókvæntur og bú- laus og hafðist við sem lausa- maður í Kirkjuvogi. Nótt eina í júlímánuði vaknar Hafliði og Kirkjuvogskirkja í Höfnum. gengur út. Þetta var laust eftir sól- aruppkomu. Veður var fagurt logn og blíða. Sveit og sjór í un- aðslegri fegurð og stillu. Þegar Hafliði kom vestur fyrir Kirkju- vogsbæinn, sér hann, að Virkis- hóllinn opnast og út úr honum kemur mikill mannfjöldi. Sá hann brátt, að þetta var líkfylgd, og gengu tveir prestar í fullum skrúða á undan þeim, sem kist- una báru. Jafnframt heyrði Haf- liði söng mikinn og gat vel greint, að sunginn var sálmurinn: Langar mig í lífshöll, leidist mér heimsról o.s.frv. Horfði Hafliði undrandi á líkfylgd þessa, uns hún kom að Hjallhóln- um. Þá opnaðist sá hóll einnig og hvarf öll líkfylgdin þar inn.“ Þá má geta þess, að Hákon Vil- hjálmsson lögréttumaður í Kirkjuvogi ætlaði einu sinni að byggja vindmyllu á Virkishóln- um, en vegna aðsókna úr öðrum heimi, hætti hann við það og sjást enn í dag rústirnar efst á Virkis- hólnum, þar sem myllan átti að standa. Þá er erftir að geta upptúnsins, sem Kirkjuvogurinn átti. Þar get ég ekkert sagt, því ég fékk ekkert að heyra um það, nema Mið- mundakrókur var þar í hásuður, þar upp af Lúðvíkshæð og Gildra- hagi, þar sem stórbóndinn Vil- hjálmur Christian Hákonarson lá á greni fyrir tófu, kvöldið sem Oddur Gíslason rændi Önnu dóttur hans. Loks skal þess getið, að Kotvogurinn átti stórt og fagurt tún, sem Réttarhús nefndist eftir samnefndri hjáleigu syðst í Kirkjuvogshverfmu. Frásögn Ketils fósturföður míns um ör- nefnin en huldufólkssagan er frá Ólafi bróður hans. Jón Thorarensen. Launþegar Atvinnu- rekendur Skrifstofur félaganna eru opnar mánudaga til fimmtu- daga kl. 9-17. Föstudaga frá kl. 9-15. Sími 2085 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Veríð frjáls í myndatökum hjá okkur Sími 2930 Hafnargötu 79 Keflavík FAXI 201

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.