Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 39

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 39
Glæsileg sýning... FRAMHALD AF BLS. 171 mundsdóttir beitir sömu meðul- um og Geirdal, sama er að seg[ja um Jón Ágúst Pálmason, sem er ungur og upprennandi stjarna á skjá Baðstofunnar. Sigríður Rós- inkarsdóttir og Soffía Þorkels- dóttir eru báðar gamalreyndar á þiljum Baðstofunnar og jafnvígar á vatnsliti og olíu og eru ófeimnar við að sýna tilveruna í ýmsu ljósi, t.d. verður manni ekkert hverft við að sjá Baulu eldrauða í fallegri Borgarfjarðarmynd Soffíu — enda séð hana þar í ljósi æskudrauma. Með augum leikmanns er eríitt að dæma svona stóra samsýn- ingu, þó maður hafi það á tilfinn- ingu að hæfni og innsýn sé nokk- uð misjöfn — enda hjá flestum mjög misgóðar myndir. Og þó að hér hafi einkum verið gerð grein fyrir þeim elstu og reyndustu, þá má ekki gleyma því að í hópi þeirra er skemur hafa setið á rúmstokk Baðstofunnar eru upprennandi snillingar — og þó að erfitt sé að gera þar upp á milli, tel ég víst, að margir gestir hafi stoppað við tússteikningar Önnu Þ. Þorbergsdóttur. Þá mætti segja mér að eplið félli ekki langt frá eikinni, þar sem Solveig Björk Gránz fer með pensil um strig- ann. En hvar skal stoppa? Það er staðreynd að afköstin eru mikil og framfarir miklar. Heill sé öllu þessu ötula fólki. Vonandi verður maður Baðstofu- gestur á næstu sýningu, til að fagna miklum framförum og nýj- um upprennandi túlkendum feg- urðar og fyrirbæra. J.T. Það var merkuratburður ískólasögu Suðurnesja, þegar Gagnfrœðaskól- inn í Keflavfk tók til starfa haustið 1952. Þá eygðu ungincnni Keflavíkur og ntígrcnnis fyrst þann möguleika að verða gagnfrœðingar án þess að þutfa að flytjast að heiman. Mynd sú sem hér birtist var tekin 4 árum síðar, vorið 1956, og hafði þessi hópur ungmenna, sem á myndinni er, þá lokið 4 ára námi í Gagnfrœða- skólanum í Keflavík og útskrifast þaðan sem gagnfrœðingar. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Stúlkur: Alda Jensdóttir, Elísabet Lúð- víksdóttir, Jóna Margeirsdóttir og fyrir framan hana Vilborg Guðleifsdótt- ir, þá er Margrét Óskarsdóttir úr Njarðvík, Sólveig Sigfúsdóttir, Magna Guðmundsdóttir úr Njarðvík, Koibrún Sigurðardóttir, Elsa Lilja Eyjólfs- dóttir og Jana Erla Ólafsdóttir. Piltar í fremri röð frá vinsti: Sverrir Jóhannsson, Júlíus Grétar Bjarna- son, Karl Steinar Guðnason og Kristján A. Jónsson. 1 aftari röð: EinarErlendsson, IngólfurFalsson, Birgir Guðnason ogEin- ar Jóhannsson. GAGNFRÆÐINGAR FYRIR 30 ÁRUM Geymir þú verðmæti þín heima í skúffu? 0161 0162 0141 0163 0164 0142 0120 0165 0143 0121 Leigjum út öryggishólf (bankahóif) í tveim stærð- um. Þar getur þú geymt verðmæti þín í öruggri geymslu. NÆTURHÓLF Tilvalið fyrir eigendur fyrirtækja og verslana. SPARISJÓÐURINN NJARÐVÍK FAXI 203

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.