Faxi

Árgangur

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 20

Faxi - 01.07.1986, Blaðsíða 20
Athaínamaður fellur frá á besta aldri Það er ljóst af mörgum minningargreinum er birtust í Morg- unblaðinu 7. júní s.l., vegna fráfalls Sveins Eiríkssonar, slökkviliðsstjóra, að menn gátu vart trúað þvf að hann hefði fallið fyrir manninum með sigðina, sem öllu lífi eyðir að lok- um. Enda var hann ekki feigðarlegur er hann kvaddi vini sína og samstarfsmenn við brottför til London, en þangað kvaðst hann skreppa í smá aðgerð. Þó var kunningjum hans kunnugt um að hann gekk ekki heill til skógar. Sveini var það tamt að vera fremstur, leiðandi að hvaða verki er hann gekk. Hann var efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Njarðvfk. Þar stóð hann í ströngu fram á kosningadag, en lagði þá af stað í Londonarferðina og átti þaðan ekki aftur- kvæmt. Okkur, sem lítið þekktum Svein persónulega, var sagt að hann hafi verið mjög stjómsamur og afgerandi yfirmaður. Sömu skapgerðarmerki eru í háttarlagi hans, er hann kveður alla með bros á vör, vitandi að hann er fársjúkur að fara í hættulega læknisaðgerð. Með leyfi þeirra Aka Gránz og Guðna Jónssonar, sem báðir vom nákunnugir Sveini og störfum hans, skal hér vitnað í minningargreinar þeirra: c tórt og sárt er höggvið. Skyndilegur atburður sem mark- ar djúp spor. Dyggur vinur — dá- inn — horfinn. Sveinn var gagnfræðingur frá Flensborg 1950, lauk flugnámi 1957, flugstjóraréttindi 1958 og loftsiglingafræði 1959. Stofnaði og rak flugfélagið Víking 1957-63. Nam stjómsýslu við University of Maryland og hefur sótt fjölda námskeiða í tengslum við störf sín erlendis. Hann hafði starfað hjá varnar- liðinu á Keflavlkurflugvelli síðan 1951, í slökkviliði varnarliðsins frá 1952, og sem slökkviliðsstjóri þess frá 1963. Hann tók að sér stjórnun snjó- mokstursdeildar flugvallarins 1975 og kom á fót farm- og flug- þjónustudeild innan slökkviliðs- ins, sem sér um snjó og ísvarnir á flugbrautum og flugvélastæðum, þotugildrum og þjónustu við her- flugvélar sem leið eiga um flug- völlinn. Sveinn hélt fyrirlestra um ís og eldvamir í Bandaríkjunum og víðar. Hann var gerður að heið- ursborgara Boston Massachusetts fyrir störf sín að eldvarnarmálum og sat í stjórnskipaðri nefnd, sem vann að umbótum í eldvarnar- og slökkviliðsmálum á vegum bandaríska ríkisins. Slökkvilið Keflavíkurflugvallar hefur undir hans stjórn hlotnast fjöldi viður- kenninga og margoft verið kosið besta slökkvilið í sínum flokki. Sveinn hlaut afreksorðu Borg- araþjónustu bandaríska ríkisins og fjölda annarra viðurkenninga fyrir björgunar- og stjórnunar- störf. Hann stjórnaði björgunar- aðgerðum í Vestmannaeyjagosinu 1973. Fyrir þau störf og önnur var hann sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Sveinn flutti til Njarðvíkur frá Seyðisflrði 6 ára gamall með for- eldrum sínum þeim Lárettu Björnsdóttur og Eiríki Ingimund- arsyni, merkishjónum sem lengst af bjuggu í Njarðvíkum. Sveinn byggði glæsilegt heimili á æskuslóðum með sambýliskonu sinni. Heimili hans stóð ætíð opið vinum og vandamönnum og var þar oft gestkvæmt. j'ctrtr !þér inniU^i |5<skíílceii fyrir förnfúsu ég áran^ursríku f í?- df'é 1 y :, s , r / f r /gVjZCl ^ yV -J/ 184 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.