Faxi - 01.12.1987, Side 24
bygg, í annarri kistunni var ýmis-
legt góðgæti svo sem kandís, toppa-
sykur, rúsínur og fleira. A heimil-
inu var komkvöm, sem malað var í
til heimilisnota, þótti mjög gott ný-
malað bankabygg í kjötsúpu. Utast
í baðstofunni var borð með skúffum
sem í vom geymdir bollar, en það
var kallað kaffiborðið.
Foreldrar mínir vora mjög góðir
uppalendur, létu okkur hafa viss
verk að vinna sem við báram alla
ábyrgð á og ef einhver hjálpaði okk-
ur við þessi verk, þá var það gert
fyrir okkur og meira segja ef pabbi
sótti kýmar þegar ég átti að gera
það, þá gerði hann það fyrir mig.
Ég man aðeins eftir því að mjólkin
var sett í byttur og trog til að láta
setjast í um sólarhring til að ná
rjómanum úr, síðan kom undratæk-
ið skilvindan. Var smíðað undir
hana borð í gestaherberginu, ann-
ars staðar var ekki pláss. Ég var víst
forvitin, því ég vék ekki frá fýrst
þegar verið var að skilja. Þetta þótti
mikið vandaverk og mikið langaði
mig til að skilja, en svo liðu árin, og
mikil mjólk, því þá vora almennt
fráfærar, en upp úr aldamótunum
komu svo mjólkurbúin og þá fór af
spenningurinn við að skilja.
Ég man eftir 150 ám í kvíum, en
kvíar vora smíðaðar grindur úr tré
sem vora bundnar saman og mynd-
uðu rétt. Æmar vora svo reknar í
þessa grind á meðan þær vora
mjólkaðar, en þessar kvíar vora
færðar í hvert skipti, þá vora 2 stórir
nátthagar sem ærnar vora látnar í á
nætumar, en á daginn vora þær
reknar í haga og þar sátum við yfir
þeim. Fyrst eftir fráfærar voram við
3—4 sem sátum yfir en þegar á leið
bara 2, og síðast í ágúst var yfirleitt
hætt að sitja yfir og smalað. Mér var
alltaf illa við fráfæramar og ein af
mínum bemskuminningum tengist
þeim. Ég stóð í stekkjardyranum,
en stekkur var húsið kallað sem
lömbin vora látin í, þegar þau vora
tekin frá mæðram sínum, þá var ég
víst hálfskælandi. Þá er það að kona
sem var húskona heima fór til föður
míns og segir: ,,Það er ekki gustuk
að láta Stínu vera í stekknum, hún
grætur með lömbunum, ég skal
gera það.“ Þessu gleymi ég aldrei,
ég vorkenndi svo lömbunum sem
rekin vora á fjall. Þessi gamla kona
var göfug sál, en hvorki kunni hún
að lesa né skrifa, en hennar mesta
ánægja var að gera öðram greiða.
Vörin vora mikill annatími og
mikið að gera áður en slátturinn
hófst um mánaðamótin júní og júlí
og stóð allt sumarið fram í miðjan
september og stundum lengur. Á
þessum tíma voru engar vélar, allt
unnið með handafli, slegið með orfi
og ljá, rakað með hrífu, heyið bund-
ið í bagga og sett á klakka sem reið-
MINNING
Friðrik Kristján Sigfússon
tollfulltrúi
Sú sorgarfregn barst mér síðla
dags hinn 21. júlí s.l. að Friðrik
Kristján Sigfússon, vinur minn og
félagi í ýmsum störfum í mörg ár,
væri fallinn frá. En hann lést með
sviplegum hætti rétt áður en hann
náði að renna bílnum sínum í
hlaðið heima, að Miðgarði 18 í
Keflavík.
Friðrik var að koma frá störfum
sínum við tollgæsluna á Keflavík-
urflugvelli, þar sem hann hafði
kvatt samstarfsmenn sína og fé-
laga, glaður og hress, eins og hans
var vandi, því nú var hann að fara
í sumarleyfi. — En kallið var kom-
ið og því fær enginn breytt.
Friðrik fæddist 9. apríl 1923.
Hann var kominn af traustum
bændaættum við innanverðan
Breiöafjörö.
Ég kynntist Friðriki fyrst í
Verkalýðsfélaginu, en í það gekk
hann 27. jan. 1952. Þar var hann
ávallt fús til starfa og lá aldrei á liði
sínu. í stjóm V.S.F.K. var hann
kosinn 22. febr. 1953 og gegndi
þar störfum um árabil. Hans létta
lund og þeir eðliskostir að leggja
allt sitt fram til þeirra starfa, er
hann tók sér fyrir hendur, gerðu
hann að eftirsóttum félaga og sam-
starfsmanni.
I Alþýðufiokknum áttum við
einnig gott samstarf og minnist ég
margra góðra stunda frá þeim
tíma.
Síðar lágu leiðir okkar Friðriks
saman í Lions-klúbbnum okkar.
Þar sýndi hann sama áhugann,
frískleikann og ósérhlífnina, sem
við fýrri félagsstörf og jafnvel má
segja að Lionsstarfið hafi verið
honum einskonar hugsjónaeldur.
Friðrik kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Kristínu Sigurbjöms-
dóttur 3. okt. 1946. Þau eignuðust
tvö böm, dreng og stúlku, en að-
eins dóttirin Alma komst upp og
býr í Keflavík. Hún er gift Jóni
Snæland og eiga þau 3 böm.
Kristín og Friðrik voru mjög
samhent og farsæl í hjónabandi
sínu. Þau áttu alltaf mjög fallegt
heimili, enda lögðu þau í það
mikla vinnu og alúð. Mig langar
nú að þakka fýrir allar ánægju-
stundir, sem við Björg kona mín
áttum með þeim, hvort heldur var
hér heima, í sumarbústaðnum eða
í veiðimannakofa, sem dvalið var
í um stundarsakir. Allt voru þetta
sólskinsstundir sem lifa í minning-
unni.
Þér Kristín og öllum ástvinum
ykkar Friðriks, sendum við hjón-
in okkar hjartanlegustu samúðar-
kveðjur.
Ragnar Gudleifsson.
ingstorfa var undir. Hestamir í lest-
inni vora um 8-10 í lest, oft sátum
við litlu krakkamir á milli sátanna
en svo var heybagginn kallaður, það
var mikið gaman.
Fyrsta verk mitt þegar ég hef verið
7—8 ára var að gæta 5 lamba og eitt
trippi sem ég kallaði Vin, en lömbin
kallaði ég Keisara, Konung, Prest og
Lækni. Faðir minn kom með hey í
laup, svo gaf ég þeim líka kom.
Þetta þótti mér afar skemmtilegt
verk, þróðir minn bjó þessar vísur:
, ,Ég kunningja marga í kofanum á
sem kom éta og heyið.
Ég vildi helst alla tíð vera þeim
hjá.
Vinur minn greyið.“
,,Sá bfldótti veróur þá biskupinn
minn
einn bamakennari
prestur og læknir og prests-
sonurinn
það prúður er skarinn."
Ein vísa eftir föður minn er svona:
,,Ég er kát og kinnaijóð
kann allvel að tala.
Oft því legg til orðin góð
en ónýt fé að smala.
Það sem millum okkar fer
engar sjái dróttir.
Af kærleika kvaddur er
Kristín Guðmundsdóttir.“
Haustverkin vora að taka upp
kartöflur og rófur, svo kom slátur-
tíðin með öllu sínu umstangi, soðið
slátur sem geymt var í stóram tunn-
um í mjólkursýru allt árið, þá var
soðin kæfa sem látin var í skinn-
belg, sem var skinn af lömbum í
heilu lagi með opum að framan og
aftan. Belgimir vora velrakaðir, síð-
an settir í saltvatn og hreinsaðir vel.
í þessa belgi var kæfan látin vel volg
og geymdist vel allt árið. Þá vora
ekki ísskápar eða frystikistur, þá
þekktist ekki heldur undraaflið
sem rafmagnið er. Þegar leið á
haustið var farið með þessar afurðir
í kaupstað, kæfu, hangið kjöt og
smjör og höfð vöruskipti, fengið í
staðinn allt sem heimilið þurfti. Á
vorin var farið með ullina líka í
vöruskipti, peningar sáust varla.
Nú líður á haustið og margt að gera
fyrir blessuð jólin. Þá var sest við
vefstólinn og ofnar voðir og vaðmál
í föt, en allt var saumað heima fýrir
heimihsfólkið og aðra í sveitinni.
Prjónavél kom á heimiliö 1901 og
var Guðrún systir send aö Hrepp-
hólum til að læra að prjóna. Prjóna-
vélin var sett upp í stofunni, ekkert
annað pláss.
Mér er minnisstætt þegar prjna-
vélin kom en Skúli Skúlason á Berg-
hyl smíðaði undir hana borð. Þetta
var merkisviðburður. Ég var svo
forvitin, man eftir löngum kassa og
spurði Skúla hvað væri í kassanum.
, ,Ætli það séu ekki rúsínur,“ svo ég
var nú við þegar kassinn var opnað-
ur, það var þá undravélin. Eg var
látin spóla til að flýta fýrir, en við
það var ég heldur löt en Sigga, (sem
síðar varð mágkona mín, giftist Jóni
bróður) sá ráð við því, leyfði mér að
pijóna á vélina. Þótti mér það mjög
gaman og eftir það nennti ég að
spóla og alla tíð síðan hefur mér þótt
gaman að prjóna á vél og ekki er
langt síðan ég prjónaði bamaboli á
mína gömlu vél sem orðin er 58 ára,
en pijónavél var það fyrsta sem ég
keypti mér í búið.
Nú ætla ég að minnast jólanna
sem vora í gamla bænum, blessuð
FRAMHALU Á BLS. 33U.
292 FAXI