Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1987, Side 51

Faxi - 01.12.1987, Side 51
við hálfgert virðingarleysi við stór- meistarann og láir það honum eng- inn. Alþjóðlegir áfangar Hannes náði markinu og hálfum vinning betur. Hann varð þar með yngsti íslendingur sem náð hefur áfanga, aðeins 15 ára gamall. Hann reyndi svo í síðustu umferð að stela sigrinum af Norwood og gerði harða hríð að honum. Undir lok skákar- innar hallaði nokkuð á Norwood en bretanum tókst að halda höfði og stýra skákinni í jafntefli. Skákir Hannesar voru margar hverjar með þeim furðulegustu sem þar voru tefldar og þótti öðrum keppendum sem oft slyppi Hannes ódýrt með skrekkinn eftir skrykkjótta tafl- mennsku. Hér nýtur Hannes vafa- laust góðs af því að vera í toppæf- ingu og náði hann því stundum fyrr fótfestu en andstæðingurinn þegar tímahrakið tók yfirhöndina og af- leikirnir gengu á víxl yfir borðinu. Þegar fréttamenn spurðu þá Hannes og Þröst af því eftir mótið hvort áfanginn yrði þeim ekki hvatning til aukinnar taflmennsku þá játtu þeir því fyrst, en við nánari athugun komust þeir þó eiginlega að þeirri niðurstöðu að vart væri hægt að tefla meira en þeir félagar hafa gert að undanfömu enda kapp- Hannes Hlífar og Björgvin. Úrslit í mótinu urðu sem hér segir: Vinningar 1. David Norwood ............................... 8 2. -3. Helgi Ólafsson og Hannés Hlífar Stefánsson .. 7)4 4.-5. Björg\'in Jónsson og Þröstur Þórhallsson... 7 6. Guðmund'ur Sigurjónsson ...................... 6'A 7. Byran Jacobs ................................. 5)4 8. Aritti Pyhala ................................ 4 A 9. Weldon ...................................... 4 10. Jóhannes i\gústsson ........................ 3)4 U.—12. Sigurður Daði Sigfusson og Davíð Ólafsson 2)4 skákir þeirra á árinu orðnar eitt- hvað á annað hundrað. Á mótinu eignuðust íslendingar sinn 5 alþjóðlega skákmeistara er Þröstur Þórhallsson tryggði sér sinn þriðja og síðasta áfanga og verður væntanlega útnefndur titilhafi á næsta þingi Alþjóða skáksam- bandsins. Þröstur er yngsti íslend- ingur sem náð hefur slíkum tith að- eins 18 ára. Það er ljóst að Þröstur stefhir hátt í skákinni og hlýtur hann að taka stefnuna á Evrópu- FAXI 319

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.