Faxi - 01.12.1987, Side 78
sína SPORTBÚÐ ÓSKARS. Óskar hefur
nýlega ásamt fleirum í fjölskyldu sinni
keypt Hafnargötu 23 - gamla Kyndils-
húsið. Sportbúðin er á 1. hæð og er hin
glæsilegasta. Eins og við flest munum,
þá var Öskar mjög skemmtilegur knatt-
spymumaður og var fyrir nokkrum ár-
um einn af bestu bakvörðum landsins.
Hann ber því gott skynbragð á þær vörur
sem hann verslar með. Er ekki að efa, að
fólk mun kunna að meta þessa glæsilegu
verslun.
Fyrstu starfsmennimir í hinu nýja Póst- og sfmahúsi Keflavíkur. Frá vinstri Þórunn
Þorbergsdóttir, Bogga Sigfúsdóttir og Hafdfs Friðjónsdóttir.
é
SUNDMIÐSTÖÐ
KEFLAVÍKUR MIÐAR
VEL ÁFRAM
Á þessu ári hefur verið unnið mikið við
sundmiðstöðina. Þar sem hér er um að
ræða geysimikið og fjárfrekt verk, þá
mun bygging hennar væntanlega taka þó
nokkur ár í viðbót, enda útilokaö að
byggja slfkt mannvirki á skömmum
tíma. Nú hefur verið lokið við botnplötu
og er uppsteypa neðstu hæðarinnar
langt komið. Eins og flestum er kunnugt
um, þá á hér að koma bæði inni- og úti-
laug, þannig að hér verður um mikið
mannvirki að ræða, sem mun koma íbú-
um svæðisins vel.
Hr
NÝTT PÓST- OG SÍMAHÚS í
KEFLAVÍK - NJARÐVÍK
TEKIÐ í NOTKUN
Þann 15. ágúst 1986 var tekin fyrsta
skóflustungan ad nýju og mjög glœsi-
legu húsi á mörkum Njarðvfkur og
Keflavíkur. Var hér um að rœða fram-
tfðarhúsnœði nýs pósthúss. Varsagt frá
þeim atburði í 6. tölublaði Faxa 1986.
Þórhallur og Sveinn hf. eru verktakar
við húsið. Nú er lokið verulegum hluta
byggingarinnar og þann 27. nóvember
s.l. fluttust fyrstu starfsmennirnir í
hana. Varþar um að rœða starfsfólk við
bögglaafgreiðsluna. Hefur verið komið
upp til bráðahirgða aðstöðu á fyrstu
hœð, þannig að hœgt sé að afgreiða við
gott húsrými allan þann mikla böggla-
póst sem um pósthúsið fer nú um jólin.
Reiknað er með að húsið verði allt tekið
í notkun um mitt nœsta ár og mun Faxi
gera hinu nýja húsi betri skil, þegar
þeim áfanga verður náð.
Bifröst 4.-5. september 1987 lýsir full-
um stuðningi við þau drög að starfs-
mannastefnu samvinnuhreyfingarinnar
sem fyrst voru lögð fram á aðalfundi
Sambands ísl. samvinnufélaga þann
4.-5. júní 1987. Þingið leggur rika
áherslu á, að farið verði að vinna að full-
mótun þessarar stefnu sem allra fyrst,
sbr. samþykkt aðalfundar SÍS, en málið
ekki látið daga uppi.
Þingið felur framkvæmdastjórn LÍS að
reka á eftir þessu máli með öllum til-
tækum ráðum í samvinnu við fulltrúa
starfsmanna í stjóm Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og í stjómum einstakra
samvinnufélaga.
LANDSÞING
SAMVINNUSTARFSMANNA
Dagana 4.-6. sept. sl. héldu sam-
vinnustarfsmenn sitt 8. landsþing að
Bifröst í Borgarfiri. Þingið sátu um 70
fulltrúar víðsvegar að. A þinginu voru
m.a. samþykktar eftirfarandi ályktan-
ir:
Áttunda landsþing Landssambands
ísl. samvinnustarfsmanna haldið að Bif-
röst 4.-5. september 1987 fagnar fmm-
kvæði samvinnuhreyfmgarinnar varð-
andi kaup á hlutabréfum Útvegsbanka
íslands hf., sem stuðla að fyrsta raun-
hæfa skrefinu til endurskipulagningar
bankakerfisins í landinu. Þingið beinir
þeim tilmælum til viðskiptaráðherra að
staðfesta nú þegar kaup hreyfingarinnar
á meiri hluta hlutabréfanna.
Þing Landssambands ísl. samvinnu-
Séð yfir hina nýju verslun Óskars Fœrseth.
starfsmanna haldið að Bifröst dagana
4.-5. sept. 1987, lýsir fuiðu sinni á
þeirri vanþekkingu á samvinnustarfi er
kemur fram í almennri umfjöllun um
Sambandið og hvetur til meiri og al-
mennari fræðslu um samvinnustarfið.
Þing LÍS haldið 4. og 5. september
1987 samþykkir að fela stjóm LÍS að
kanna og vinna að því, að samvinnu-
starfsmenn geti samið sjálfstætt beint
við samvinnuhreyfinguna um ýmis sér-
mál sín önnur en launakjör. Þannig verði
stefnt að samræmdum fyrirtækjasamn-
ingum fyrir alla samvinnustarfsmenn
sem LÍS semdi um t.d. við Vinnumála-
sambandið.
Áttunda landsþing Landssambands
ísl. samvinnustarfsmanna haldið að
4
SPORTBÚÐ ÓSKARS
Föstudaginn 27. nóvember s.l. flutti
Óskar Færseth sig um set með verslun
LEIÐRÉTTING
í greininni „Byggðasafnið fær
góða gjöf‘, er birtist í6. tbl. féll nið-
ur hluti úr henni og birtist sá hluti
hér til leiðréttingar. Eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar á þessum
mistökum. Réttur er textinn þannig:
Ég vil með því að gefa.Svo var
mál með vexti, að þegar systir mín,
Lovísa Aðalheiður, var aðeins fjögurra
ára, þá féll móðir okkar frá. Á þessum
tíma starfaði hjá foreldrum mínum
frænka okkar frá Færeyjum að nafni
Malena Ellefsen. Hún annaðist um
Lovísu eftir móðurmissirinn af mikilli
fómfýsi sem móðir hennar væri. Það
hafði verið ósk móður minnar á bana-
beði hennar, að Malena hjálpaði bam-
inu sem hún væri nú að fara frá. Þetta
gerði Malena með miklum sóma og
umhyggju. Síðan kom að því, að
Malena stofnaði sitt eigið heimili. Ég
hélt þá, að ég gæti tekið að mér, þótt
ungur væri, að annast systur mína, en
sá þó fljótt, að það var ég tæpast fær
um. Reyndi ég þá að finna gott heimili
fyrir hana, en ekki fann ég lausn á því
máli strax, enda átti faðir okkar við
vanheilsu að stríða. Á þessum
ámm.......
346 FAXI