Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1987, Side 84

Faxi - 01.12.1987, Side 84
AUSTURLÖND FJÆR FRAMHALD AF BLS. 309. stað. Nú átti að hemsækja tailenskt heimili og ég held bara, að eftir þá heimsókn hafi flestar eiginkonum- ar verið ánægðar með sitt hlutskipti hér heima. Alla vega var ekki íburð- inum fyrir að fara þótt hreinlætið væri til fyrirmyndar og eins til tveggja hundruð lítra leirkrúsimar í garðinum væm fagurlega skreyttar. Og nú vomm við komin niður að ,,Klong“ en það er nafn þeirra Thi- lendinga á síkjunum sem em eins og áveituskurðir um alla borgina. Enda hefur borgin stundum verið kölluð Feneyjar Austurlanda. Ég held að útilokað sé að útskýra fyrir þeim, sem ekki hafa séð, lífið við síkin. Við ferðuðumst með svoköll- uðum ,,Tailboats“ eða stélbátum, sem em langir og mjóir með heila bflvél á ási í skutnum og er öxull með smáskrúfu á endanum í beinu úrtaki frá vélinni. Með þessari út- færslu næst geysilegur hraði og , ,síkispiltamir“ em furðu flinkir að stjóma bátunum með þessum út- búnaði. Lífið við sfldn er heimur út af fyrir sig. Það mætti orða það þannig að fólkið sem býr þama búi hálft lífið í vatninu. Bömin synda áður en þau læra að ganga. Hús- mæður þvo sína þvotta og sækja vatn þaðan til matseldar. Auk þess að vera leikvöllur æskunnar rennur klóakið óhindrað út í síkin. Ekki má gleyma að síkin em einnig timb- urgeymslur því heilu flotamir af teak-viðarbolum liggja þama við stjóra, þar til viðskiptavinurinn kallar. Leiðsögumaðurinn okkar, hann Tao Wee var, ,klonk-drengur“ og fór ,,uppúr“ eins og hann sagði þegar hann var sautján ára. Hans síki var að vísu innar í landinu og honum mislíkaði að vera kallaður sveitastrákur svo hann strauk til borgarinnar til að leita sér frægðar og frama. Eftir því sem við kom- umst næst ólst hann upp hjá munk- um í einhverju musterinu, en þeir taka í fóstur svona flækinga og aðra einmana unglinga. Eftir þeysireið um síkin á þesum langbátum fluttum við okkur yfir í stóran rís-futningapramma þar sem einn langbátur dró hann eftir Chao Phya-ánni. Um borð í prammanum var rúmt og hreint. Þar biðu okkar kræsingar, bæði í föstu og fljótandi formi að ógleymdum ávöxtunum sem ekki voru af verri endanum: Papaya, ananas og að ógleymdu durian, sem sagt er að lykti eins og helvíti, en bragðist eins og himna- ríki. Eftir að hafa siglt framhjá fisk- um, sem fólk var í óða önn að gefa brauð eins og við öndunum á Tjöm- inni, heimsóttum við búgarð þar sem dætur bændanna sýndu okkur þjóðlega dansa og síðan kenndu okkur nokkur spor þama í ljósa- skiptunum og síðan var okkur ekið heim á hótel. Einn yndislegur dagur til viðbótar var að kvöldi kominn í þessari undraveröld. Næsti dagur blakaði við okkur í öllu sólskininu, nú skyldi leggja snemma í’ann. Fara átti vestur í land og líta augum frægasta fljóta- markað heims Damnem Saduak. Við stöldmðum við á „saltökrum" þar sem fólkið klæddi af sér hitann og konumar voru engir eftirbátar karlanna í saltburði og eins litum við sykursuðu augum, þar sem reyrinn er soðinn eftir fomum hefð- um. Mér er minnisstætt að þar komumst við fyrst í návígi við apa- ketti og urðu sumir hræddir um , ,höfuðleðrið“ sitt. En áfram var haldið og síkin með sínu aðdráttar- afli drógu okkur til sín. Síðasta spölinn til Damnem Saduak fómm við á þessum vinsælu langbátum þeirra og var ekki stöðvað fyrr en við vomm stödd í miðri hringiðu markaðarins. Fljótamarkaður er alveg ótrúlegt fyrirbrigði. Þama em bókstaflega allar landbúnaðarafurðimar til sölu. Ég held að það séu engar ýkjur þó ég segi að yfir 95% kaupahéðn- anna séu konur. Það er aldeilis ótrú- legt að sjá þessar nettu og fallegu konur stjóma eintrjáningum sínum í þessu kraðaki. Háir staflar af ávöxtum þar sem maður hefur á til- finningunni að ef ein melónan detti, hrynji allur pýramídinn, stórir pott- ar með sjóðandi, bragðgóðum mat, nýslátrað kjöt, skorið á staðnum, ásamt innyflum, grænmetishaugar og blómahaf, allt þetta er þessum brosandi símalandi konum svo eðli- legt að koma í pening í þessari ið- andi kös. Maður verður dolfallinn að fylgjast með þessu og finnst að maður sé pínulítið að flækjast fyrir. En viðmót fólksins þama eins og annars staðar í 'Ihilandi er svo elskulegt að þú sættir þig við að vera ókunnugur. Nokkur okkar urðu svo hugfangin af þessu fyrirbrigði að við fengum okkur far með þessum elskum og hurfum um stund inn í hringiðuna. En engin leið er að stöðva tímann og áfram skal haldið. Næsti ákvörðun- arstaður var Nakhon Pathom þar sem stórkostlegasta og um leið elsta pagóða í allri Suðaustur-Asíu stend- ur. Þú stendur höggdofa fyrir fram- an þessa risastóru, yfir 400 metra háu, bjöllulaga byggingu, sem öll er klædd gullnum flísum. Að sjálf- sögðu mætir þú risastóru likneski af Búddha í andyrinu. Næst var höfð viðkoma á Pasteur-stofnunni. Þar era allskonar snákar og slöngur aldar. Gleraugnaslöngur og önnur eitur kvikindi eru ,,mjólkuð“ dag- lega af eitri sínu, sem síðan er notað til framleiðslu á mjög dýrmætu blóðvatni, sem notað er gegn biti þessara kvikinda. Rekstur stofnun- arinnar byggist á aðgangseyri að sýningum þar sem ungir Tailend- ingar berjast berum höndum við þessar ófreskjur. Ekki notaleg til- hugsun atama. Næsti áfangastaður er svo Rose Garden. Þetta er fallegur skemmti- garður með suðrænum gróðri sem stendur á árbakka. Uti í ánni stend- ur veitingahús og þangað er farið til að seðja „sárasta hungrið". í þess- um garði hefur verið varðveitt lítið tailenskt þorp sem gaman er að 352 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.