Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.1989, Side 5

Faxi - 01.05.1989, Side 5
hópar frá Noregi, Vestur-Þýska- landi og Bandaríkjunum hafa gist hjá okkur í Svenstrup, og við kom- um á tónlistarsambandi, bæði milli kóranna og hljómsveitanna. Síðast nutum við góðra samverustunda með skólahljómsveit frá Vestur- Þýskalandi, þar sem við unnum í sameiningu að verkefnum á tónlist- arsviðinu. Við höfum trú á því að samvinna á tónlistarsviði sé góður og eölilegur grundvöllur til sam- vinnu í breiöara samhengi, til betra skilnings þjóöa í milli. Verkefnaskrá okkar er breið, frá sálmasöng til jass. A hverju ári semjum viö söngleik, sem við setj- um upp fyrir 1500 áhorfendur á þremur sýningum. Með samtals 15 söngleikjum hefur kór Svenstrups skóla þannig blásið áhuga í aðra kóra og hljómsveitir. TVo þessara söngleikja höfum við náð að fara með til annarra landa. Viöfangsefni okkar hafa verið mismunandi, svo sem ævintýri H. C. Andersens og sögur Astrid Lindgren. í apríl ætl- um við að færa upp nýja útgáfu af hinni sígildu sögu Jules Verne, ,,Umhverfis Jörðina á 80 dögum.“ Kórinn okkar æfir einu sinni í viku, alltaf á föstudögum. Fyrst æf- ir stóri kórinn, svo hittist Öldunga- kórinn. Öldungakórinn er til að gefa eldri nemendum tækifæri til að syngja erfiðari hlutverk. Öldunga- kórinn kemur fram á svo til öllum hljómleikum sem stóri kórinn held- ur. Þeir gefa góða tilbreytingu í dag- skrár okkar. Thomas Moller stjórnar báöum kórunum. Hann útskrifaðist sem tónlistarkennari árið 1973. Lauk háskólaprófi í tónlistarfræðum árið 1984. Hann hefur stjórnað og útsett verk kórsins síðan 1973. Að auki taka 7 aðrir fullorðnir þátt í hinu umfangsmikla kórstarfi, Birthe Moller, Karen Hagemann, Gert Simonsen, Inger Bolander, Ulla Juel, Povl Juel, Soren Hedegaard - taka þátt og sjá um fjárhagsmál, dagskrár, sviðsetningu, tækni- atriði, uppeldissvið og ýmislegt annaö. Einnig starfar kórinn í ná- inni samvinnu við allan foreldra- hópinn. Við höfum mikinn áhuga á að ferðast með þennan vel agaða kór okkar, - því við trúum því einfald- lega að hvatningin aukist, og einnig hæfileikar bamanna til að syngja betur, þegar þau einbeita sér sam- eiginlega, dögum saman að tónlist- arverkefnum. Ég á marga góða vini á Islandi, hef komið þangað mörg- um sinnum - og ég hef ályktaö að dönsku bömin okka þurfi að kynn- ast Islandi. Mér finnst aö við eigum svo margt sameiginlegt. Við vonum að við fáum jákvæðar undirtektir á íslandi og hlökkum til að syngja l'yrir íslenska áheyrendur. Hús í Skrúðgarð Keflavíkur Þegar undirritaður var fyrir nokkra á ferð um Snæfellsnes, þá kom ég m.a. við í Stykkishólmi. Það var æfintýri líkast að koma í Hólm- inn, eins og margir segja. Bæjar- stæðið er einstaklega fagurt og bær- inn sjálfur mjög snyrtilegur. Það vakti mikla athygli mína, hversu mörg fyrirtæki höfðu fegrað sitt nánasta umhverfi og mætti það verða öðram til eftirbreytni. Ekki er neinn eiginlegur skrúðgarður í bænum, en í n.k. tijálundi gegnt íþróttavellinum stendur þetta skemmtilega hús sem sést á með- fylgjandi mynd. Ég skoðaði það með mikilli athygli, því ég sá í huga mínum svipað hús uppsett í skrúð- garðinum í Keflavík. Þennan dag var auglýst, að ætti að fara fram kaffisala í góðgerðaskyni og virtist mér vera pláss fyrir 40-50 manns í húsinu. Ég læt mér detta í hug, að slíkt hús gæti gengt ýmsum hlutverkum í Keflavík, þó fyrst og fremst sem staður, þar sem fólk hittist og spjall- ar saman á góðvirðisdögum. Þá sé ég einnig fyrir mér, að það mætti út- búa púttvöll í næsta nágrenni við húsið, enda nýtur sú íþrótt vaxandi vinsælda. Þar mætti síðan leigja út kúlur og kylfur. Ég kasta hér fram þessari hug- mynd, ef einhveijir kynnu að fá áhuga á að koma henni í ffam- kvæmd. HH. FAXI 161

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.