Faxi - 01.05.1989, Page 19
rifinn fyrir nokkrum árum. Hús
þessi hafa verið sérlega glæsileg á
sínum tíma, steypt og öll klædd að
innan með panel.
Skóladagurinn var yfirleitt frá 10
að morgni til 3 eftir hádegi og þótti
hæfilegt að taka 15 mínútna hádeg-
iskaffl. Sagði mér maður sem sótti
þennan skóla er hann hóf starfsemi
sína, að kennslustofunni var stund-
um breytt í einni svipan í leikfimi-
sal. Allir hjálpuðust að til þess að
koma borðunum þannig fyrir, að
sem minnst færi fyrir þeim. Síðan
hófst leikfimitíminn. Aðallega voru
þetta alls konar stöðvaræfingar en
þó var einn leikur mjög vinsæll.
Hann var fólginn í því að allir hopp-
uðu á einum fæti eins lengi og þeir
gátu. Haldið var áffam þangað til
einn stóð eftir, sem þá hrósaði sigri.
Nú kann einhver að spyija: Hvers
vegna var verið að byggja skóla svo
langt ffá Sandgerði þar sem nokkr-
ar hræður búa? Svarið við þeirri
spumingu er einfalt: Á þessum ár-
um var byggðin dreifð í hreppnum
og skiptist í nokkra byggðakjama.
Á þeim tíma, áður en vélbátar urðu
almennir, gmnaði víst fáa að Sand-
gerði ætti eftir að verða stærsti
byggðakjaminn. Fjölmennustu
hverfin vom þá Hvalsneshverfi og
Kirkjubólskverfi.
Skólar þessir starfa síðan til 1933,
en þá er syðri skólinn lagður niður
og fluttur inn að Sandgerði. Kennt
var hins vegar í Tjamarskólanum til
ársins 1937.
Ekki má láta það hjá líða að minn-
ast þeirra kennara sem störfuðu í
þessum skólum. Sigurbjörg Einars-
dóttir frá Endagerði og Guðrún Ein-
arsdóttir ffá Sandgerði kenndu hér
til 1911, en þá tók systir Guðrúnar,
Magnea, við og starfaði hún til 1914.
Sigurbjörg kenndi ein í báðum skól-
um í fjögur ár eða til 1918. Kenndi
hún sinn hvom daginn í hvomm
skóla og þurfti því að ganga um 7
km leið, oft í misjöfnum veðmm. Til
eru bréf ffá 1914 þar sem skóla-
nefhd fer þess á leit við ffæðslu-
málastjóra að kennt verði viku í
senn, svo kennarinn þurfi ekki að
fara á milli daglega. Guðmundur
Ragnar Ólafsson ffá Grindavík
starfaði við skólana ffá 1918—1920,
en þá tók Þomnn Lýðsdóttir við, en
hún var kona Stefáns Jóhannssonar
°g bjuggu þau síðast að Sunnuhvoli.
Gunnlaugur Jósefsson hreppstjóri
á Sólbakka kom hingað 1926.
Kenndi hann suður ffá þar til sá
skóli var lagður niður, en Siguringi
Framhald á bls. 186
VELDU
BETRI
KOSTINN
NONNI OG BUBBI
HRINGBRAUT 92
SÍMAR 11580-14188
FAXI 175