Faxi - 01.05.1989, Page 22
MINNING
Guðrún St. Bergmann
Fœdd 27. okt. 1908 Dóin 27. april 1989
Er vorið heilsar með vatnaniðinn
og blómaangan og bernskufriðinn,
og hádegissólin í heiði skín,
mig héðan kveddu og heim til þín.
Ó, láttu það koma með Ijós og angan
og blóm í fangi og bros um vangann
og dagliljum varpa á dauðans stig
og setjast hjá mér og svœfa mig.
Með þessum ljóðlínum kveð ég
mágkonu mína, Guðrúnu St.
Bergmann. Hún hafði barist við
erfiðan sjúkdóm undanfarin ár, en
ffam á síðasta dag bar hún höfuðið
hátt, hún bognaði aldrei, en lést í
svefni kl. 6 að morgni 27. apríl s.l.
Já, blessað vorið settist hjá þess-
ari ágætu konu, með blóm í fangi
og bros um vanga og svæfði hana
hinum hinsta svefni.
Guðrún fæddist í Keflavík 27.
okt. 1908, dóttir hjónanna Stefáns
M. Bergmann og Guðlaugar Berg-
steinsdóttur. Guðrún var næst
elsta bam þeirra hjóna. Elstur er
Jóhann, næstur Guðrúnu var
Hreggviður sem látinn er fyrir fá-
um ámm, þá Þorsteinn, Anna og
yngst er Stefanía. Öll hafa þau
systkinin átt heima í Keflavík frá
fæðingu nema Hreggviður, sem
bjó síðustu æviár sín í Reykjavík.
Guðlaug móðir Guðrúnar var al-
in upp hjá þeim hjónum Guðrúnu
og Guðmundi Hannessyni. Guð-
mundur var íshússtjóri hjá Duus,
síðar oddviti í Keflavík, formaður
sóknamefndar og meðhjálpari.
Guðrún var einnig að nokkru leyti
alin upp hjá þessum hjónum og
var að miklu leyti hjá þeim fram
yfir fermingu. Guðmundur söng í
kór Keflavíkurkirkju, og þegar
Guðrún var 14 ára gömul fór hún
Stefán frá Hvitadal
með honum í kórinn eða árið
1922. Guðrún lagði mikla rækt við
þennan félagsskap og lét sig helst
aldrei vanta, hún söng við allar
mögulegar athafnir, allt þar til hún
ákvað að hætta árið 1969, hafði
hún þá verið ein besta kjölfesta
kórsins í 47 ár. Kór Keflavíkur-
kirkju sýndi henni þá virðingu að
standa heiðursvörð er hún var
borin úr kirkju.
Hinn 29. sept. árið 1929 komu
28 ungmenni saman í samkomu-
húsinu Skildi og stofnuðu Ung-
mennafélag Keflavíkur. Guðrún,
sem þá var 21 árs í blóma lífsins,
var einn af stofnendunum. Það
var strax mikil gróska í þessum fé-
lagsskap og létu ungmenning sig
varða öll möguleg málefni. Allir
félagamir störfuðu af miklum
þrótti, bæði konur og karlar. Þetta
fólk sætti sig aldrei við það, að
U.M.F.K. var í run lagt niður með
tilkomu Í.B.K.
Guðrún var félagi í Slysavamar-
félagi kvenna í Keflavík og ein af
stofnendum Kvenfélags Keflavík-
ur og fyrsti formaður dagheimilis-
nefndar.
Guðrún lærði ung að spila á org-
el, og þegar vinir og vandamenn
komu saman á góðri stund, sem
oft bar við, var mikið sungið við
orgelundirleik.
Það mun hafa verið árið 1934 að
Guðrún og Júlíus Eggertsson
múrarameistari vom gefin saman
í hjónaband af séra Eiríki Brynj-
ólfssyni á Útskálum. Þau Guðrún
og Julíus eignuðust 3 böm. Elst er
Guðlaug, gift Valgeiri Helgasyni
málarameistara. Þau eiga 5 böm.
Næstur er Guðmundur Rúnar
hljómlistarmaður, kona hans er
María Baldursdóttir, þau eiga tvo
syni. Yngstur er Ólafur Eggert
málari, giftur Svanlaugu Jóns-
dóttur, þau eiga 4 böm. Bama-
bamabömin em 8 að tölu.
Júlíus Eggertsson eiginmaður
Guðrúnar lést árið 1985 eftir lang-
varandi veikindi.
Þau Guðrún og Júlíus reistu sér
húsið nr. 4 við Suðurgötu ásamt
Ólafi bróður Júlíusar og konu
hans Jónínu Jónsdóttur. Þar
bjuggu þau í nokkur ár, en byggðu
síðan húsið nr. 6 við Sólvallagötu
ásamt Þorsteini bróður Guðrúnar
og Sigríði Gísladóttur.
Stefán M. Bergmann útvegs-
bóndi, faðir Guðrúnar, var mikill
athafnamaður. Hann hafði meðal
annars ræktað upp tún þar sem nú
er lóð Myllubakkaskólans og var
hús þeirra Guðrúnar og Júlíusar í
norðuijaðri túnsins. Það var kall-
að að fara upp í Dal, þegar fara átti
í heimsókn til Gunnu. Húsið var
nefnilega allfjarri aðalbyggðinni.
Þegar svo Stefán var búinn að slá
túnið sitt, sem alltaf var síbreiðu
gras, þá var eins og komið væri
upp í sveit, enda fjölskyldan öll í
heyskap. Túnið var svo tekið eign-
amámi af Stefáni undir Myllu-
bakkaskólann; þó seldi Stefán
nokkrar lóðir af túninu, við Norð-
urtún, Suðurtún, Skólaveg og
Hringbraut. Það var ánægjulegt
að Guðrún vann allmörg ár sem
baðvörður við íþróttahús Myllu-
bakkaskólans. Hún var þar á
heimaslóðum og var trú sínu
starfi.
Enda þótt Guðrún hefði mikið
yndi af að starfa í góðum félögum
og yfirleitt að vera innan um fólk,
þá var hún ekki framgjöm, en hún
var traust, hafði ákveðnar skoðan-
ir, hafði óbeit á óreglu og öðmm
löstum, en ánægju af menningar-
legum samskiptum og hollum fé-
lagsskap.
Oft var gestkvæmt í Dalnum.
Guðrún var gestrisin og hafði yndi
af að taka á móti fólki. Hún vildi
líka vita af sínu fólki, vildi að unga
fólkið hugsaði um meira en líð-
andi stund, byggði sig vel upp fyr-
ir framtíðina og að þeir eldri fæm
vel með sig og ættu gott atlæti.
Þær höfðu búið saman í Dalnum,
Guðrún og Sigríður Gísladóttir frá
því að húsið var byggt. Með þeim
hafði myndast órjúfanleg tryggð
og vinátta. Það var mikill styrkur
fyrir Guðrúnu að eiga Sigríði að,
eftir að hún missti mann sinn. Nú
er Sigríður ein eftir og syrgir sína
góðu vinkonu og minningamar
hrannast upp. Með Guðrúnu er
fallin frá óvenju kostarík kona.
Kona sem setti svip á bæinn,
traust og áreiðanleg, sem hélt
sinni reisn þar til yfir lauk.
Að leiðarlokum þökkum við
hjónin ástkærri systur og mág-
konu fyrir allt og allt og vottum
bömum hennar og fjölskyldum
þeirra okkar dýpstu samúð.
Bödvar Þ. Pálssort.
178 FAXI