Faxi - 01.05.1989, Qupperneq 24
Símma
mtn
í)unbvab
áva
Erlendsína Helgadóttir, Kirkju-
gerði 5 Vogum, varð aldargömul
8. ágúst sfðastliðinn.
Hún fæddist í Litlabæ á Vatns-
leysuströnd en foreldrar hennar
voru Helgi Sigvaldason, f. að
Halldórsstöðum á Vatnsleysu-
strönd 9. maí 1859, d. 23. ágúst
1942, og Ragnhildur Magnúsdótt-
ir, f. að Vanangri í Vestmannaeyj-
um 21. desember 1857, d. 9. maí
1937. Systkini ömmu voru: Guð-
rún f. 14. nóvember 1884, d. 12.
mars 1917, gift Guðmundi Olafs-
syni, f. 10. september 1885 að
Selparti í Flóa, d. 7. janúar 1947.
Guðlaugur f. 22. febrúar 1887, d.
31. mars 1952, kvæntur Guðrúnu
Ólafsdóttur f. 21. apríl 1887 að
Reykjavöllum í Hraungerðis-
hreppi, d. 10. febrúar 1971. Jón f.
27. júní 1985, d. 30. desember
1986, kvæntur Höllu Kristínu
Magnúsdóttur f. 18. febrúar 1894
í Merkigerði, Akranesi, d. 16. júlí
1985.
Æskuár ömmu voru svipuð og
flestra annarra barna í landinu
þá, lítil eða engin skólaganga og
byrjað að hjálpa til viö búskapinn
um leið og kraffar leyfðu. Hún fór
í vinnumennsku þegar hún stálp-
aðist og árið 1909 giftist hún afa,
Magnúsi Jónssyni f. 2. september
1881 íGufunesi, Mosfellssveit, d.
17. febrúar 1963.
bau byrjuðu búskap á þverfelli í
Lundareykjadal en síðan fluttu
þau á Vatnsleysuströndina. Fyrst
keyptu þau Halldórsstaðina en
seinna Sjónarhólinn sem þá var
með betri jörðum í hreppnum.
Þau eignuðust 9 börn en 2 dóu í
bemsku: Helgi f. 16. mars 1910,
d. 31. mars 1962. Hann var tví-
kvæntur. F'yrri kona, Valgerður
Guðmundsdóttir f. 29. júní 1916,
Reykjavík. Seinni kpna, Guð-
björg Magnúsdóttir f. 2. júní 1914
að Landbrotum í Kolbeinsstaða-
hreppi. Guðjón f. 11. júlí 1912, d.
23. janúar 1913. Ragnhildur f. 26.
desember 1913, gift Kristmundi
Guðmundssyni f. 18. desember
1905 að Arnarstöðum í Flóa. Guð-
jón f. 9. mars 1918, d. 6. febrúar
1983, kvæntist Kristjönu Jóns-
dóttur f. 5. ágúst 1919 að Hrísdal,
Miklaholtshreppi d. 15. mars
1986. Anna Dagrún f. 21. ágúst
1919. TVígift. Fyrri maður, Gunn-
laugur Kristjánsson f. 31. maí
1911 að Bræöraminni, Bíldudal,
d. 1. mars 1962. Seinni maður,
Valgeir Vilhjálmsson f. 13. sept-
emþer 1923 að Hátúni, Neskaup-
stað. Guðrún Ixwísa f. 18. desem-
ber 1922, gift Guðmundi Björgvin
Jónssyni f. 1. október 1913 að
Brunnastöðum, Vatnsleysu-
strönd. Guðlaug f. 20. september
1924 d. 29. júlí 1943. Sigurveig f.
22. janúar 1928, gift Leifi Kristj-
ánssyni f. 13. júlí 1923 að Bárðar-
búð, Breiðavíkurhreppi. Sesselja
f. 22. desember 1932, d. 2. júlí
1934.
Eftir samtal við elstu móður-
systur mína, Rögnu, fékk ég
nokkuð góða mynd á lífi ömmu
minnar á Ströndinni.
Búskapurinn gekk vel. Þau voru
bæði vinnusöm og hagsýn þannig
að aldrei skorti mat á heimilinu.
Afi var stjórnsamur, ör í lund og
atkvæðamikill og hafði gaman af
að þeytast út og suður, á milli
verka, og spjalla við bændur um
búskap og landsmál. Það fór ólíkt
minna fyrirömmu minni. Hún fór
sjaldan út af heimilinu, vann mik-
ið og lét skoðanir sínar lítið í ljós.
Hér er lítil saga frá fyrstu bú-
skaparárum þeirra sem sýnir
glöggt hve ólík þau eru.
Þegar þau keyptu Halldrosstaö-
ina fylgdi með kaupunum ein
hæna á ungum og þótti ömmu það
góð búbót. Þá voru á heimilinu
gömul frænka afa og tvö ungbörn,
annað veikt, en afi var í kaupa-
vinnu upp í Borgarfirði.
Þegar amma hafði safnaö 20
eggjum fór hún gangandi til Hafn-
arfjarðar með eggin og einn
krónupening. Þar keypti hún
semelíugrjón og tvíbökur handa
börnunum og hélt síðan beinustu
leið heim aftur. Þegar hún var ný-
komin inn úr dyrunum ríður afi í
hlað. Hann hafði þá veriö rétt á
eftir henni alla leið úr Hafnarfirði
en stoppað víða á leiðinni til þess
að leita frétta af Strandarmálum.
Þau voru jafnlljót heim, hann á
hesti en hún gangandi. Hún á
hraðferö, göngumóð og áhyggju-
full, vegna barnanna og stoppaði
hvergi en hann ríöandi, óþreyttur
og áhyggjulaus og gaf sér góðan
tíma til þess að ræða við menn.
Árið 1943 seldu þau Sjónarhól á
Ströndinni og Jón, bróðir ömmu,
byggði þeim lítinn Sjónarhól í
Vogunum. Þá var afi orðinn
heilsulaus og börnin flutt að
heiman. í Vogana tóku þau með
sér nokkrar kindur, tvö hross og
hænsni. Þau ár vann amma að
mestu ein fyrir heimilinu sinnti
afa, sá um dýrin og vann við fisk-
breiðslu.
Amma var alla tíð ákaflega létt
og kvik á fæti og margir hér minn-
ast þess með brosi þegar hún á
áttræðisaldri stökk yfir giröingar,
átakalaust, eins og fimmtán ára
unglingur.
Eftir að afl dó, árið 1963, var bú-
stofninum fargaö og amma fór að
vinna fullan vinnudag í frystihús-
inu. Hún var húsbóndaholl, alltaf
stundvís aldrei veik, fyrst að
boröinu sínu og síðust frá verki.
Þegar hún var 79 ára hætti hún
ílskvinnunni, ekki vegna þreytu
og ekki vegna elli, heldur vegna
þess að kaupið var of hátt! I Iún
hélt því fram að hún hlyti aö af-
kasta minnu en yngri konurnar
(allir vissu þó betur) og fannst því
ósanngjarnt að hún hefði jafnhátt
kaup og þær. Kauplækkun kom
ekki til greina af hálfu vinnuveit-
andans og þá hætti amma mín að
vinna og settist í helgan stein.
Áriö 1978, þá 89 ára gömul fiutti
hún svo heim til pabba og
mömmu í Kirkjugerði 5 og helur
síðan stytt sér stundir með
prjónaskap. Á síðasta ári prjónaði
hún 48 ullarteppi sem send voru
til vanþróaöra landa fyrir milli-
göngu hjálparstofnana. Hún sér
engan tilgang í því að safna ver-
aldlegum auði og ellilífeyrinn
sinn hefur hún gefið til góðgerðar-
starfsemi, bæði félögum og ein-
staklingum án þess að hafa um
það mörg orð.
Niðjarnir eru orðnir 155 og hafa
alla tíð verið stoltir af þessari ein-
stöku konu. Það var haldin mikil
hátíð í Glaðheimum á afmælis-
daginn hennar, 8. ágúst, og þar
komu saman svo til allir niðjarnir
og aðrir vinir. Amma stóð sig með
sóma, þennan dag eins og endra-
nær, tók á móti kössum og blóm-
um í hundraðatali og var gerð að
heiðursborgara Vatnsleysu-
strandarhrepps í tilefni dagsins.
Amma mín hefur alla tíð verið
góð kona, hæglát, grandvör,
180 FAXI