Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1989, Síða 31

Faxi - 01.05.1989, Síða 31
leikfimi kennd ýmist í stofum eða á göngum skólans. Um 1948 er leik- fimikennslan flutt í samkomuhúsið og var þar til húsa, með nokkrum hléum, til ársins 1979. Nú hafa þessar greinar fengið öruggt skjól í íþróttamiðstöðinni. Valdimar Össurarson var skóla- stjóri hér til ársins 1946, en þá flutti hann sig um set og hóf kennslu við Melaskólann í Reykjavík. Við af honum tók Aðalsteinn Tfeitsson, en hann hafði áður verið skólastjóri bamaskólans á Súðavík. Árið 1949 tók unglingadeild til starfa við skólann og vora þann vet- ur 16 nemendur í þeirri deild en 70 í bamaskólanum. Um svipað leyti er getið um matreiðslunámskeið í skólanum og sérstaklega tekið fram að það hafi einungis verið fyrir stelpur. Næst ber ég niður í skýrslu frá ár- inu 1954, en þar segir Aðalsteinn: ,,I byrjun skólatíma að loknu jólaleyfi höfðu nemendur barna- skólans ásamt nemendum ungl- ingaskólans álfabrennu og álfa- dans. Fór ,,álfahátíð“ þessi í aðal- atriðum þannig fram, að bömin söfnuðust saman í skólahúsinu og kœddust þar álfabúningi sínum, en gengu síðan fylktu liði um götur þorpsins með blysbera í broddi fylkingar og síðan að bálkesti mikl- um er nemendur höfðu hlaðið í út- jaðri þorpsins. Þar dönsuðu ,,álf- amir“, um 100 talsins, vikivaka, en að því búnu héldu þeir til sam- komuhússins og héldu dansi sínum áfram þar, en köstuðu þá grfmun- um. Mikill mannfjöldi safnaðist að álfafylkingunni og þótti öllum þetta hin besta skemmtun og rómuðu mjög framkomu bamanna. . ." Á áratugnum milli 1950 og 1960 fjölgaði íbúum í Sandgerði mjög ört og strax 1955 er farð að ræða um nauðsyn þess að byggja við skól- ann. Þrengslin vora það mikil að kenna þurfti piltum handavinnu í þvottahúsinu í skólastjórabústaðn- um. Þennan vetur vora nemendur 110 að tölu. Snemma árs 1957 andaðist Aðal- steinn Tfeitsson skólastjóri og við tók Sigurður Ólafsson, sem hafði verið kennari við bamaskólann í Hafhar- firði, en áður á ísafiröi. Sumarið 1958 var byijað að grafa fyrir granni viðbyggingar skólans og haustið 1961 var hún tekin í notkun. Þótti bygging þessi sérlega glæsileg í alla staði. Nemendur vora þá um 180 og við skólann störfuðu fimm kennarar. SKÓLAR Á SUÐUR- NESJUM Allir eiga einhver minningabrot frá fyrstu áram skólagöngu sinnar. Mig langar að eyða nokkram orðum í það að segja frá einu slíku, þegar ég og félagar mínir jafnaldra voram að stíga okkar fyrstu spor í skólan- um. í þá daga kom stundum fyrir að kennarinn forfallaðist, svona eins og gengur og gerist. Sigurður skóla- stjóri hljóp þá í skarðið og sagði okkur þá iðulega sögu af pilti nokkram. Sögur þessar vora geysi- lega spennandi og inn í þær læddi hann uppeldislegum sannindum, án þess að við veittum því sérstaka athygli. Þetta varð að eins konar ffamhaldssögu og oft óskuðum við þess að kennarinn yrði nú veikur næsta dag, þó það væri nú ekki illa meint, til þess að við fengjum að heyra framhald sögunnar. Eg held, þegar ég lít til baka, að hann hafi samið þær svo til jafnóðum og hann sagði okkur þær. I mars 1985 lést Sigurður Ólafsson skólastjóri, og við tók núverandi skólastjóri, Guðjón Þ. Kristjánsson. Það er dálítið skemmtileg tilviljun að þessi dagur skuli hafa orðið fýrir valinu, því einmitt í dag, 6. septem- ber, hefði Sigurður heitinn orðið sjötugur. Fljótlega eftir 1970 var ljóst að enn þyrfti nú að byggja við skólann. Á þessum áram hafði sveitarfélagið í mörg hom að líta, m.a. stóðu fyrir dyram miklar hafnarffamkvæmdir. Það var ekki fyrr en eftir 1980 sem einhver hreyfing komst á málin. Öllum er ljóst sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað síðustu ár. íþróttahús, sundlaug og svo hin glæsilega viðbygging sem er að komast að fullu í gagnið nú þessa dagana. Og halda verður uppbygg- ingunni áffam. Því eins og heyra má af þessu yfirliti, þá hefur aldrei ver- ið byijað að byggja fyrr en í óefni er komið. Að lokum færi ég skólanum ám- aðaróskir á þessum tfmamótum og vona að hann eigi eftir að standa undir því hlutverki sem honum er ætlað í samfélagi manna. Pétur Brynjarsson FRAMHALD í NÆSTA BLAÐI Fjölbrautaskóli Suöumesja STÖÐUPRÓF Stöðupróf í ensku verður í stofu 106 kl. 17:00 mánudaginn 4. september og í dönsku þriðjudaginn 5. september kl. 18:00 í stofu 106 og í vélritun miðvikudaginn 6. september kl. 17:00 í stofu 213. Skráning fer fram á skrifstofu skólans. Gjald fyrir stöðupróf er kr. 1.000.- og óskast gjaldið greitt við skráningu i prófin. UPPHAF HAUSTANNAR Nýnemar eiga að mæta í Iþróttahúsinu í Keflavík kl. 10:00 fimmudaginn 7. september. Eldri nemendur eiga að mæta föstudaginn 8. september kl. 10:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 08:15 mánudaginn 11. september. Skólagjald er kr. 4.300.-. Efnisgjald á verknámsbrautum er kr. 4.000.-. ÖLDUNGADEILD Fundur með öldungum, þar sem gengið verður frá töflu haustannar verður 4. september kl. 20:00. Skólagjaldið i öldungadeild er kr. 7.500.-. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 10:00—12:00 og 13:00—16:00. Allar nánari upplýsingar i sima: 13100 og 13101. w FAXI 187

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.