Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 6

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 6
MINNING Hjörtur Þorkelsson netagerðarmeistari - Heiðarvegi 6, Keflavík Fæddur 17. september 1896. Dáinn 16. ágúst 1989. Líkræða eftir séra Öm Bárð Jónsson, flutt við útfor Hjartar sem gerð var frá Keflavíkur- kirkju 26. ágúst 1989. NU bar svo til, að Jesús stóð við Genesaret- vatn og mannfiöldinn þrengdist að honum (il að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið, en fiskimennimir voru farnir íland og þvoðu net sín. Hann fór út í jwnn bdlinn, er Símon átti, og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settistogtókaðkenna mannfiöldanum úr bdtnum. Þegar hann hafði lokið rteðu sinni, sagði hann við Símon: ,,Leggþú á djúpið, og leggið net yðar til fiskjar.“ Sfmon svaraði:,,Meistari, vér höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið, en fyrst þú segir það, skal ég leggja netin.“ Nú gjörðu þeir svo, og fengu þeir þá mikinn fiölda fiska, en net þeirra tóku að rífna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana, svo að ncer voru sokknir. Þegar Símon Pétur sá þetta, féll hann fyrir knéJesúogsagði: ,,Farþúfrá mér, herra, því að égersyndugur maður." En felmtur kom á hann ogallaþá, sem með honum voru, vegna fiskafians, er þeir höfðu fcngið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: ,,Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða." Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum. Lúkas 5.1-11 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Frásaga Lúkasar í guðspjallinu, sem lesin var frá altari, er mér efst í huga þegar við kveðjum Hjört Þorkelsson. Ég veit að hann hafði dálæti á þessari frásögn. Fyrir nokkrum vikum sat ég við rúmið hans og las þennan texta. Ég varð þess var að orðin smugu inn í hjarta hans og hugarfylgsni. Það greindi ég af viðbrögðum hans. Við rædd- um um Jesú Krist og hjálpræði hans. Samtalið snerist síðan um sjó- mennskuna. Hann fræddi mig um miðin út af Akranesi, fiskveiðar og lífsbaráttuna á fyrri áratugum þess- arar aldar. Hann mundi allt svo vel og ég fann að hugur hans var bund- inn störfum fyrri ára. Hann var orð- inn þreyttur eftir langa ævi, erfið kjör í æsku, harða lífsbaráttu og fangbrögð við óblíð náttúruöflin. Þetta var mér dýrmæt stund og án efa gefandi fyrir okkur báða því Frelsarinn talaði til okkar í orðum heilagrar ritningar og styrkti þá von og trú að allt er í hans sterku en mildu hönd. Ég fann að senn mundi draga til hinstu ferðar hans. Langt æviskeið var á enda runnið. Hjörtur Þorkelsson fæddist á Öl- valdsstöðum í Borgarfirði, 17. september 1896. Foreldrar hans voru Jórunn Helgadóttir sem ættuð var frá Neðra-Nesi í Borgarfirði og Þorkell Sigurðsson ættaður úr Keflavík en kenndur við Garðhús sem nú stendur við Mýrargötu í nánd við slippinn í Reykjavík. Hjörtur fór ungur með móður sinni að Hliði á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í sveit á sumrin m.a. á Hóli í Norðurárdal er hann var 7 ára, síðar á Kópareykjum í Reyk- holtsdal, Búrfelli í Hálsasveit og víðar. En það var sjómennskan sem heillaði hann og upp úr fermingu hóf hann langan og farsælan feril sinn við að sækja gull í greipar ægis. Hann var fyrst á árabátum, síðan á skútum (1910) í nokkur ár og loks á togurum í ein 14 ár, lengst af á togar- anum Geir. Hann var á Norðfirði 1914, þá 18 ára er honum barst frétt um lát móður sinnar sem hafði þá þegar verið jarðsett. Nú stóð hann einn uppi, faðirinn víðsfjarri og móðirin látin. En Hjörtur hélt ótrauður áfram og kom sér allstaðar vel í vinnu. Lífsbaráttan var hörð og aðstæður allt aðrar en nú á tímum. Hjörtur var hraustmenni mikið. Hann var effirsóttur skipverji og lengi vel yfirborgaður sökum dugn- aðar og afkasta. Hann var án efa meðal bestu togarasjómanna á flot- anum. Þetta var á þeim tímum þeg- ar menn unnu í sveita síns andlits, myrkranna á milli og engin vökulög höfðu verið sett og öll réttindabar- átta verkafólks á frumstigi. Það vek- ur jafnan furðu hversu langlíft fólk af þessari kynslóð er. Sannast það ekld einmitt á þessu fólki að stritið og púlsvinnan er lykillinn að góðri heilsu og langlífi? A sama tíma og hóglífið verður mörgum að aldurtila eru menn nú að vakna til vitundar um að líkaminn er skapaður til átaka og hreyfingar. Hjörtur reri ekki aðeins með öðr- um. Hann eignaðist lítinn bát, Haf- stein, og reri á honum í mörg ár frá Akranesi. Hann þekkti miðin út af Skaganum eins og lófana á sér og þótti afburða ratvís maður. Áður en sigíingatæki nútímans komu til sög- unnar urðu menn að treysta á hyggjuvit, reynslu og þekkingu til að halda lífi á ferðum sínum um úf- inn sæ. Víða leyndust hættur á þeim slóðum sem Hjörtur sigldi um forðum daga. Það kom í ljós á haust- dögum 1936 en þá upplifði Hjörtur án efa einn eftirminnilegasta atburð í lífi sínu. Þá tók hann þátt í björg- unaraðgerðum vegna strands franskarannsóknarskipsins ,,Pour- quoi Pas?“ Við erfiðar aðstæður stýrði Hjörtur mótorbátnum Ægi og lóðsaði hann í gegnum brim og þoða á milli hættulegra skerjanna. Þetta var vandasamt verk og aðeins á færi mikilla og ratvísra sjómanna. Hjört- ur sagði sjálfur frá þessari ferð í blaðaviðtali með þessum orðum: „Skipið strandaði þama daginn fyrir fertugsafmæli mitt . . . Eftir að heimafólkið í Straumsfirði hafði orðið vart hvers kyns var, lét það Slysavamarfélagið vita, sem fékk bát frá Akranesi, m.b. Ægi, til að reyna björgun frá sjó. Var ég því fenginn til að gerast leiðsögumaður inn í skerjagarðinn, en skipið strandaði á skerinu Hnokka. Var vitað að hér yrði um mjög mikla hættuför að ræða, því auk foráttu- brims var ofsaveður og leiðin inn Straumsfjörð mjög hættuleg og að- eins fær þaulkunnugum mönnum á góðum farkosti. Þar sem ég þekkti siglingaleiðina eins og finguma á mér, var ég við stýrið er komið var inn fyrir Þormóðssker. En öðru hverju dundu brotsjóir fyrir bátinn, sem skipverjar lægðu með olíu. Þegar við komum síðan að Hnokka varð okkur ljóst að náttúmöflin höfðu haft betur. Fórst þama 41 maður, en aðeins einn komst af." Sú reynsla að sjá lík skipverjanna daginn eftir á fertugsafmælinu og eyðingarmátt ólgandi hafsins sem hafði brotið franska skipið í spón hafði djúp áhrif á Hjört. Þetta var reynsla sem leið honum aldrei úr minni. Fyrir þátttöku í björgunar- aðgerðum hlaut hann björgunar- medalíu úr silfri af 1. flokki frá for- seta Frakklands. Hjörtur var síðar sæmdur heiðursmerki Sjómanna- dagsins í Keflavík fyrir sjómennsku sína og störf að útgerðarmálum. Hjörtur var í Reykjavík á togaraár- um sínum upp úr tvítugu og þá kynntist hann Magneu Guðrúnu Jensdóttur frá Akranesi. Hún hafði flust ung til Reykjavíkur og alist þar upp. Þau Hjörtur og Magnea hófu búskap í Reykjavík 1921 og voru gefin saman í hjónaband 26. apríl 1922. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík og fluttu upp á Akranes 1929. Þar bjuggu þau í 18 ár. Hjörtur stundaði sjóinn þaðan og vann síðar sem netagerðarmaður. Þegar netagerð varð að sérstakri iðngrein hlaut Hjörtur meistararéttindi og starfaði við iðn sína í áratugi. Þeim hjónum 194 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.