Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 21

Faxi - 01.09.1989, Blaðsíða 21
endur sína. í 8. bekk Sandgerðis- skóla gera nemendur sínar eigin vikuáætlanir í samvinnu við kenn- ara sinn. Þannig getur her nemandi sett sér markmið sem hann telur sig ráða við og er hér um mjög þrosk- andi kennsluhætti að ræða. Ein er sú nýjung sem verið er að taka upp í skólum landsins um þessar mundir og er það liður í stjómun í skólum. Úr röðum kenn- ara eru skipaðir svonefndir fag- og árgangastjómendur. Markmiðið er meðal annars það að gefa skólunum svigrúm til að brydda upp á nýjung- um í skipulagi og stjómun. Það hef- ur verið nokkuð lagt í hendur hin- um einstöku skólum að ákveða á hvem hátt þetta er gert. Getum við vonandi sagt nánar ffá þessu við síðara tækifæri. Tómstunda- og félagsstörf Þannig háttar til í Sandgerði, að tómstunda- og félagslíf unglinga er sameiginlega í höndum Tóm- stundaráðs Miðneshrepps og nem- endaráðs skólans. í nemendaráði sitja krakkar úr 6.-8. bekk. Nem- endaráð nýtur aðstoðar félagsmála- fulltrúa skólans og fulltrúa tóm- stundaráðs og sitja þeir fundi ráðs- ins. Hluti félagsstarfsins fer fram í skólanum sjálfum, s.s. bekkjar- kvöld, skák, ræðumennska o.fl. en annað starf fer fram í tómstunda- húsinu Skýjaborgir, en það er í sam- komuhúsi bæjarins. Þar fara fram opin hús, diskótek, litlu jólin og árs- hátíð svo eitthvað sé nefnt. í skólan- um er starfandi söngkór sem skól- inn er stoltur af. Þátttaka nemenda í félagsstarfinu er góð. Starfsfólk skólans Við Sandgerðisskóla starfa 26 manns. Þar af eru 21 kennari í 17 stöðugildum. Eins og áður sagði, þá er skólastjóm í höndum þeirra Guð- jóns Þ. Kristjánssonar, skólastjóra, og Ásgeirs Beinteinssonar, yfir- kennara. Aðrir starfsmenn em 5 talsins. íþróttamiðstöðin er með sjálfstæðan rekstur og er forstööu- maður hennar Þórður Ólafsson sem einnig kennir við skólann í hluta- stöðu. Formaður skólanefndar er Jómnn Guðmundsdóttir, en ekki er starfandi foreldra- og kennarafélag við skólann. Látum við svo hér stað- ar numið að segja frá Sandgerðis- skóla en óskum nemendum og kennumm góðs starfs á komandi vetri. VELDU BETRI KOSTINN NONNI OG BUBBI HRINGBRAUT 92 SÍMAR 11580-14188 FAXI 209

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.